„Alþingiskosningar 2017“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 157.157.117.73 (spjall), breytt til síðustu útgáfu DoctorHver
Lína 66: Lína 66:
|{{Sjálfstæðis}}
|{{Sjálfstæðis}}
| bgcolor="#0000ff" |
| bgcolor="#0000ff" |
|[[Bjarni Benediktsson (f. 1970)|Bjarni Benediktsson]]
|Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
| align="right" |49.543
| align="right" |49.543
| align="right" |25,3
| align="right" |25,3
Lína 96: Lína 96:
|Miðflokkurinn
|Miðflokkurinn
|
|
|Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
|Bjarni Benediktsson
|21.335
|21.335
|10,9
|10,9

Útgáfa síðunnar 17. nóvember 2017 kl. 11:15

Herbergi fyrir utankjörfundar-atkvæðagreiðslu sem sýnir kjörkassa og kjörklefa í Smáralind fyrir Alþingiskosningar 2017.

Alþingiskosningar voru boðaðar haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar klofnaði þann 15. september í kjölfar hneykslismála vegna uppreistar æru kynferðisafbrotamanna.[1] Björt framtíð ákvað að yfirgefa stjórnarsamstarfið, í yfirlýsingu var ástæðan sögð „alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar“.[2] Nokkrum dögum síðar tilkynnti Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hans niðurstaða væri að engar reglur um trúnað hefðu verið brotnar í tengslum við málið.[3]

Fyrirhugaðar kosningar verða 28. október.[4] Þetta verða 23. kosningar til Alþingis frá lýðveldisstofnun. Þessi ríkisstjórn hafði aðeins setið í um ár eða frá Alþingiskosningum 2016.

Framboð

Sjö flokkar áttu fulltrúa á þingi sem buðu fram í kosningunum og voru þeir: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Píratar. Framboð sem ekki áttu mann á þingi sem nú buðu fram voru: Dögun, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Alþýðufylkingin.

Alþýðufylkingin

Alþýðufylkingin býður fram í þriðja sinn. Flokkurinn hefur ekki áður fengið þingmann kjörinn og fékk 0,3% atkvæða í síðustu kosningum. Um miðjan september biðlaði Alþýðufylkingin til stuðningsmanna sinna að leggja hönd á plóg og bjóða sig fram undir þeirra formerkjum.[5] Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum, Reykjavíkurkjördæmi norður, Reykjavíkurkjördæmi suður, Norðausturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Degi fyrir kosningarnar sendi Alþýðufylkingin út yfirlýsingu og fordæmdi þau vinnubrögð RÚV að bjóða ekki formanni Alþýðufylkingarinnar að taka þátt í leiðtogakappræðum sama dag.[6]

Björt framtíð

Björt framtíð býður fram í þriðja sinn. Flokkurinn hafði fengið 8,2% og 6 þingmenn kjörna í síðustu kosningum.[7] Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Dögun

Dögun býður fram í þriðja sinn. Flokkurinn hefur ekki áður náð manni á þing og hafði fengið 1,7% atkvæða í síðustu kosningum. Dögun tilkynnti 1. október að hún mundi ekki bjóða fram á landsvísu en eftirléti svæðisfélögum að bjóða fram T-lista ef þau vildu. Dögun býður fram í einu kjördæmi, Suðurkjördæmi.[8]

Flokkur fólksins

Flokkur fólksins býður fram í annað sinn. Flokkurinn hefur ekki áður náð manni á þing og fékk 3,5% atkvæða í síðustu kosningum. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.[9]

Framsókn

Framsóknarflokkurinn hefur tekið þátt í öllum 23 Alþingiskosningum sem farið hafa fram frá lýðveldisstofnun. Flokkurinn fékk 11,% í síðustu kosningum og 8 þingmenn kjörna. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Miðflokkurinn

Miðflokkurinn, nýtt stjórnmálaafl Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, býður fram í öllum kjördæmum.[10][11]

Vinstri grænir

Vinstri grænir bjóða fram í sjöunda sinn. Landsfundur Vinstri grænna var haldinn helgina 6.-8. október.[12] Flokkurinn fékk 15,9% atkvæða í síðustu kosningum og 10 menn kjörna. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Píratar

Píratar bjóða fram í þriðja sinn. Flokkurinn fékk 14,5% atkvæða í síðustu kosningum og 10 menn á þing. Píratar tilkynntu um úrslit prófkjara 30. september. Píratar munu bjóða fram í öllum kjördæmum.[13]

Samfylkingin

Samfylkingin býður fram í sjöunda sinn. Flokkurinn galt afhroð í síðustu kosningum og fékk 5,7% atkvæða og þrjá þingmenn. Listar Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmin voru tilkynntir 30. september.[14] Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í öllum 23 Alþingiskosningum sem farið hafa fram frá lýðveldisstofnun. Flokkurinn fékk 29,% í síðustu kosningum og 23 þingmenn kjörna. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum. Barnaníðingsmálið virtist hafa haft slæm áhrif á flokkinn.[15]

Viðreisn

Viðreisn býður fram í annað sinn. Flokkurinn fékk 10,5% atkvæða í síðustu kosningum og 7 þingmenn kosna.[16] Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum.

Framboð sem ekki buðu fram

Sósíalistaflokkur Íslands sem varð til þann 1. maí á sama ári ákvað á almennum félagsfundi að bjóða ekki fram.[17]

Íslenska þjóðfylkingin hafði tilkynnt og framboð og skilað inn meðmælendalistum þegar í ljós kom að sumar undirskriftir voru falsaðar. Í kjölfarið voru listarnir afturkallaðir, hætt við framboðin og hlutaðeigandi tilkynntir til lögreglu. [1] [2] [3]

Frelsisflokkurinn tilkynnti í lok september að hann mundi ekki bjóða fram.

Skoðanakannanir

Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna sýndu Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn sterkustu flokkana. [4] [5] [6] [7] [8]

Í könnun sem Félagsvísindastofnun birti þann 7.október kom fram að VG var stærsti flokkurinn með 29% fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn með 24% fylgi.[18]

Úrslit Alþingiskosninga 2017

Flokkur Formenn Atkvæði % +/- Þingmenn % +/-
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 49.543 25,3 -3,8 16 25,4 -5
Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð Katrín Jakobsdóttir 33.155 16,9 +1 11 17.5 +1
Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin Logi Már Einarsson 23.652 12,1 +6,4 7 11,1 +4
Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 21.335 10,9 +10,9 7 +7
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson 21.016 10,7 -0,8 8 0
Merki Pírata Píratar - 18.051 9,2 -5,3 6 -4
Flokkur fólksins Inga Sæland 13.502 6,9 +3,4 4 +4
Viðreisn Þorgerður K. Gunnarsdóttir 13.122 6,7 -3,8 4 -3
Merki Bjartrar framtíðar, fjólublár skjöldur Björt framtíð Óttar Proppé 2.394 1,2 -6 -4
Merki Alþýðufylkingarinnar Alþýðufylkingin Þorvaldur Þorvaldsson 375 0,2 -0,1
merki framboðsins Dögunar, kría á kringlóttum grunni sem líkist sólarupprás Dögun Helga Þórðardóttir 101 0,1 -1,6

Umfjöllun erlendis

Fjölmiðlar erlendis lögðu áherslu á óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum þar sem þetta voru aðrar kosningar á aðeins ársbili sem haldnar væru á Íslandi eftir fall ríkisstjórnar.[19][20][21][22]

Tilvísanir

  1. „Björt framtíð slítur stjórnarstarfi“.
  2. „BJÖRT FRAMTÍÐ SLÍTUR RÍKISSTJÓRNARSAMSTARFI“.
  3. ,,Umboðsmaður: Sigríður braut ekki trúnað"
  4. Útlit fyrir kosningar 28. október. Rúv, skoðað 17. september, 2017.
  5. „Alþýðufylkingin býr sig undir kosningar“.
  6. „Yfirlýsing Alþýðufylkingarinnar vegna kosningaumfjöllunar 2017“.
  7. „Listarnir 2017 - Björt framtíð“.
  8. „Framboðslisti Suðurkjördæmi“.
  9. „Inga og Ólaf­ur leiði list­ann í Reykja­vík“.
  10. „Flokk­ur Sig­mund­ar heit­ir Miðflokk­ur­inn og býður fram und­ir X-M“.
  11. „Framboðslistar“.
  12. Landsfundur VG
  13. „Úrslit úr öllum prófkjörum Pírata“.
  14. „Helga Vala og Ágúst Ólafur leiða í Reykjavík“.
  15. „Listar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík samþykktir: Sigríður Andersen leiðir Reykjavík suður“.
  16. „Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi“.
  17. „Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram“.
  18. „Fylgi flokka þegar mánuður er til kosninga“.
  19. „Iceland set for second snap election in a year after series of scandals“. Guardian. 2017.
  20. „Everything you need to know about Iceland's election“. Al Jazeera.
  21. „Icelanders May Look Beyond Scandal to Vote With Their Wallets“. Bloomberg.
  22. Wolfgang Hansson. „Nordens Nordkorea?“. Aftonbladet.

Tenglar


Fyrir:
Alþingiskosningar 2016
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 2021