„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1: Lína 1:
{{
{{

== Landafræði og umhverfi ==
[[Mynd:USA topo en.jpg|thumb|right|Hæðarkort af fylkjum Bandaríkjanna.]]
[[Mynd:Aboveground Woody Biomass in the United States 2011.jpg|thumb|Skóglendi í Bandaríkjunum árið 2011.]]
Bandaríkin eru þriðja eða fjórða stærsta land heims miðað við [[Listi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærð|heildarflatarmál]]. [[Rússland]] og [[Kanada]] eru stærri en það veltur á skilgreiningu hvort [[Kína]] sé það einnig. 48 fylki Bandaríkjanna eru samtengd en tvö nýjustu fylkin eru staðsett nokkuð langt frá hinum. Það eru [[Alaska]] sem liggur að Kanada í vestri og [[Hawaii]] sem er [[eyjaklasi]] í suðvesturátt af meginlandi Bandaríkjanna.

Landsvæði Bandaríkjanna er afar fjölbreytt. Á austurströndinni eru stórar sléttur og [[laufskóga|sumargrænir skógar]] sem ná langt inn í land. [[Appalachiafjöll]]in skilja austurstöndina frá [[Vötnin miklu|Vötnunum miklu]] og gresjunum í Miðvestrinu. [[Mississippifljót|Mississippi-]] og [[Missourifljót]] mynda saman fjórða lengsta fljótakerfi heims en þau renna að mestu frá norðri til suðurs í gegn um mitt landið. [[Slétturnar miklu]] teygja sig til vesturs þar til [[Klettafjöll]] taka við. Klettafjöllin eru fjallgarður sem nær suður til Nýju Mexíkó og stendur hæst í um 4.300 m (14.000 fet) í Colorado. Á vesturströndinni er að finna háa fjallgarða en einnig [[Eyðimörk|eyðimerkur]] á borð við [[Mojave-eyðimörkin]]a. Hæsti tindur Bandaríkjanna (og Norður-Ameríku) er [[Denali|Denali (McKinleyfjall)]] í Alaska en hann er 6.194 m. Virk [[Eldfjall|eldfjöll]] er að finna bæði í Alaska og Hawaii. Í [[Yellowstone-þjóðgarðurinn|Yellowstone-þjóðgarðinum]] er gríðarstór megineldstöð sem er sú stærsta í Norður-Ameríku. En 59 svæði hafa verið sett í flokk [[Listi yfir þjóðgarða í Bandaríkjunum|þjóðgarða í Bandaríkjunum]]

Þriðjungur Bandaríkjanna er [[skógur|skógi]] vaxinn. Þetta er svipað hlutfall og var árið 1920 en 2/3 þeirra skóga sem voru um 1600.<ref>[https://www.safnet.org/publications/americanforests/StateOfAmericasForests.pdf American forests] Forest history society. Skoðað 29. apríl, 2016. </ref>


== Saga ==
== Saga ==

Útgáfa síðunnar 10. nóvember 2017 kl. 09:40

{{

Saga

Forsaga og frumbyggjar

Fyrstu íbúar Norður-Ameríku komu frá Asíu fyrir um það bil 12 þúsund árum yfir Bering-landbrúna, þar sem nú er Beringssund á milli Síberíu og Alaska. Áætlað er að á bilinu tvær til níu milljónir frumbyggja (indíána) hafi búið á því svæði sem nú er Bandaríkin, þegar Evrópubúar komu þangað fyrst. Evrópubúarnir báru með sér sjúkdóma á borð við bólusótt, sem frumbyggjarnir höfðu ekki kynnst áður og höfðu enga mótstöðu gegn; þeim fækkaði því mjög upp frá því. Þróuðustu samfélög þessara frumbyggja var að finna meðal Anazasi-þjóðarinnar í suðvestri og Woodland-indíánanna, sem byggðu Cahokia, borg sem stóð nálægt þeim stað þar sem nú er St. Louis; þar bjuggu 40.000 manns þegar mest var í kringum 1200 f.Kr.

Landnám Evrópumanna

Norrænir menn komu til Norður-Ameríku í kringum árið 1000 e.Kr. en þeir settust ekki að til frambúðar. Það var ekki fyrr en með leiðöngrum Kristófers Kólumbusar árið 1492 sem Evrópumenn fóru að senda þangað könnunarleiðangra og landnema.

Á 16. og 17. öld settust Spánverjar að í núverandi Suðvesturríkjum Bandaríkjanna og Flórída þar sem þeir stofnuðu borgirnar St. Augustine 1565 og Santa Fe (í núverandi Nýju-Mexíkó) árið 1607. Fyrsta varanlega byggð Englendinga var Jamestown í Virginíu, einnig árið 1607. Á næstu áratugum stofnuðu Hollendingar einnig nokkrar landnemabyggðir á austurströndinni, þar á meðal Nýju Amsterdam, sem seinna varð að New York. Svíar höfðu einnig hug á landnámi í Ameríku og stofnuðu Fort Christina árið 1637 en misstu þá byggð til Hollendinga 1655.

Þá hófst umfangsmikið landnám Breta á austurströndinni. Landnemarnir voru að mestu látnir afskiptalausir af móðurlandinu fyrst um sinn eða fram að sigri Breta í Frakka- og indíánastríðinu en niðurstaða þess varð sú, að Frakkar gáfu eftir Kanada og svæðið í kringum Vötnin miklu. Þá fóru Bretar að innheimta skatta af 13 nýlendum sínum vestanhafs. Þetta þótti mörgum íbúum nýlendnanna ósanngjarnt þar sem þeim var neitað um að hafa málsvara í breska þinginu. Spennan á milli Breta og landnemanna jókst þangað til að út braust stríð, Frelsisstríð Bandaríkjanna, sem stóð frá 1776 til 1783.

Frá sjálfstæðisbaráttu til borgarastríðs

George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna.

Árið 1776 klufu hinar þrettán nýlendur sig frá Bretlandi og stofnuðu Bandaríkin, fyrsta sambandslýðveldi heimsins, með útgáfu Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Upphaflega var um að ræða laustengt bandalag sjálfstæðra ríkja. Miklar deilur spruttu á milli þeirra sem vildu halda því þannig og þeirra sem vildu sjá sterkari alríkisstjórn. Hinir síðarnefndu höfðu sigur með Stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tók gildi árið 1789.

Mikill skortur á vinnuafli háði hinu nýja landi frá upphafi og víða nýttu menn sér þrælahald innfluttra Afríkubúa sem ódýrt vinnuafl, sérstaklega í suðurríkjunum. Um miðja 19. öld hafði myndast djúp gjá á milli norðurs og suðurs hvað varðaði réttindi ríkja og útvíkkun þrælahalds. Norðurríkin voru mótfallin þrælahaldi en suðurríkin álitu það nauðsynlegt og vildu taka það upp á þeim svæðum sem ekki tilheyrðu neinu ríki enn. Ágreiningurinn leiddi að lokum til þess að sjö suðurríki sögðu sig úr Bandaríkjunum og stofnuðu Sambandsríki Ameríku. Þau ríki sem eftir voru innan Bandaríkjanna gátu ekki sætt sig við það og borgarastyrjöld, hið svokallaða Þrælastríð, braust út. Fjögur ríki til viðbótar gengu til liðs við Suðurríkin eftir að stríðið hófst. Meðan á því stóð gaf Abraham Lincoln út yfirlýsingu þess efnis að gefa skyldi öllum þrælum í Suðurríkjunum frelsi en því var ekki að fullu hrint í framkvæmd fyrr en eftir sigur norðanmanna 1865, upplausn Suðurríkjasambandsins og gildistöku þrettánda viðauka stjórnarskrárinnar. Borgarastríðið útkljáði þá spurningu hvort einstökum ríkjum væri heimilt að segja sig úr Bandaríkjunum og er það einnig álitið vera sá punktur í sögunni þar sem völd alríkisstjórnarinnar urðu víðtækari en völd fylkjanna.

Frá borgarastríði til nútímans

Á 19. öld bættust mörg ný fylki við hin þrettán upphaflegu eftir því sem landið stækkaði til vesturs. Í byrjun 19. aldar börðust Bandaríkjamenn og Kanadabúar við Breta, fyrrverandi nýlenduherra sína, í Stríðinu 1812. Þegar Texas var innlimað í Bandaríkin árið 1845 eftir að hafa verið sjálfstætt ríki í tíu ár, olli það ólgu á meðal ráðamanna í Mexíkó. Í kjölfarið brast á stríð á milli landanna sem stóð yfir frá 1846 til 1848. Þessu stríði lauk formlega með friðarsamningi, sem kenndur er við Guadalupe Hidalgo og urðu mexíkósk stjórnvöld að afsala sér stórum hluta yfirráðasvæðis síns, nánar tiltekið ríkjunum í norðri. Þessi innlimun landsvæða í Bandaríkin, hin svokölluðu Suðvesturríki, eru Kalifornía, Nevada og Utah auk stórra landsvæða sem falla undir Nýju Mexíkó, Colorado, Arizona og Wyoming. Vaxandi fólksfjöldi í austrinu og sívaxandi straumur innflytjenda frá Evrópu hvatti landnema til þess að leita vestur og ryðja hinum amerísku indíánum úr vegi í leiðinni. Á sumum svæðum hafði fjöldi þeirra dregist mjög saman vegna sjúkdóma en á öðrum svæðum voru þeir fluttir til með valdi. Útþensla Bandaríkjanna átti sér ekki aðeins stað á meginlandi Norður-Ameríku heldur komust þau yfir Púertó Ríkó, Gvam og Filippseyjar með sigri í Spænsk-bandaríska stríðinu. Filipseyjar hlutu sjálfstæði árið 1946.

Einkatölvan var fundin upp í Bandaríkjunum.

Á þessu tímabili urðu Bandaríkin einnig leiðandi iðnveldi í heiminum. En í kjölfar iðnbyltingarinnar hafði England verið stærsta iðnveldið. Sú þróun hélt áfram á 20. öldinni, árið 1914, við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar var efnahagur Bandaríkjanna sá stærsti í heiminum og átti enn eftir að vaxa. Þar var gnægt náttúruauðlinda, fjárfesting í atvinnulífinu var mikil, fólksfjölgun var mikil vegna Vesturferða, og framleiðni einnig mikil. Mestur iðnaður var í Norð-Austurhluta Bandaríkjanna en í Suðurhlutanum var landbúnaður meira áberandi. Bandaríkin urðu á þessum tíma vagga nýsköpunar og tækniþróunar; síminn, sjónvarpið, tölvan, internetið, kjarnorka, flugvélin og geimferðir eru allt tækninýjungar sem voru fundnar upp eða verulega endurbættar í Bandaríkjunum.

Kreppan mikla reið yfir Bandaríkin á árunum 1929 til 1941 og var mikið áfall. Að auki tók landið þátt í bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldinni með Bandamönnum í bæði skiptin. Í seinna stríðinu urðu Bandaríkin fyrsta og eina þjóðin til þess að hafa beitt kjarnorkuvopnum í stríði. Eftir stríðið stóðu Bandaríkin og Sovétríkin eftir sem einu risaveldi heimsins og háðu hið hugmyndafræðilega „Kalda stríð“ og skiptu heiminum niður í áhrifasvæði. Í Víetnam og Kóreu voru þó háð „heit stríð“ á sömu forsendu — að berjast gegn útbreiðslu kommúnisma.

Eftir fall Sovétríkjanna stóðu Bandaríkin eftir sem eina risaveldi heimsins með efnahagslega og hernaðarlega yfirburði. Síðan þá hafa þau verið virk í hernaðarinnrásum og friðargæslu um víða veröld, þar á meðal í Kósóvó, Haítí, Sómalíu og Líberíu og í Persaflóastríðinu 1991. Eftir árásirnar á World Trade Center og Pentagon þann 11. september árið 2001 var hrundið af stað svokölluðu „stríði gegn hryðjuverkum“ en á grundvelli þess var ráðist inn í Afghanistan og Írak.

Skipting í stjórnsýsluumdæmi

Ríki Bandaríkjanna eru:

Lýðfræði

Stærstu borgir Bandaríkjanna
Sæti Borg Fylki Íbúafjöldi Stórborgarsvæði Íbúafjöldi Svæði Snið:Location map start

Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map marker Snið:Location map end

1 New York-borg New York-fylki 8.250.567 1 18.818.536 Norðausturströndin
2 Los Angeles Kalifornía 3.849.378 2 12.950.129 Vesturströndin
3 Chicago Illinois 2.833.321 3 9.505.748 Miðvesturríkin
4 Houston Texas 2.169.248 6 5.539.949 Suðurríkin
5 Phoenix Arizona 1.512.986 13 4.039.182 Vesturríkin
6 Philadelphia Pennsylvanía 1.448.394 5 5.826.742 Norðausturströndin
7 San Antonio Texas 1.296.682 29 1.942.217 Suðurríkin
8 San Diego Kalifornía 1.256.951 17 2.941.454 Vesturströndin
9 Dallas Texas 1.232.940 4 6.003.967 Suðurríkin
10 San Jose Kalifornía 929.936 30 1.787.123 Vesturströndin
Áætlun U.S. Census Bureau frá 2006

Saga innflytjenda í Bandaríkjunum

Bandaríkin eru mjög ungt land og í rauninni byggt á innflytendum. Fyrstu lög gegn ólöglegum innflytendum voru sett 1790. Þau bönnuðu innflytjendum af evrópskum uppruna að koma til landsins. Árið 1882 voru sett lög sem bönnuðu kínverska innflytendur. Þeim lögum var aflétt 1943 auk þess sem innflytjendur frá Evrópulöndum var leyft að koma.

Tungumál

Tungumál (2007)[1]
Enska (einungis) 225,5 milljónir
Spænska, þar með talin spænsk kreólamál 34,5 milljónir
Kínverska 2,5 milljónir
Franska, þar með talin frönsk kreólamál 2,0 milljónir
Tagalog tungumál 1,5 milljónir
Víetnamska 1,2 milljónir
Þýska 1,1 milljónir
Kóreska 1,1 milljónir

Enska er í raun opinbert tungumál Bandaríkjanna, enda þótt ekkert opinbert mál sé skilgreint í alríkislögum. Samt gera sum lög, þar á meðal lög um veitingu ríkisborgararéttar, ráð fyrir ensku sem tungumáli landsins. Árið 2007 töluðu um 226 milljónir eða 80% landsmanna fimm ára og eldri einungis ensku heima hjá sér. Um 12% landsmanna tala spænsku heima hjá sér en spænska er næstalgengasta tungumálið í Bandaríkjunum og algengasta annað mál sem kennt er í skólum.[2] Sumir Bandaríkjamenn vilja að enska verði gerð að opinberu máli landsins með lögum, eins og er raunin í 28 ríkjum.[3] Á Hawaii eru bæði hawaiska og enska skilgreind sem opinber tungumál í lögum ríkisins.[4]

Í New Mexico er ekkert opinbert tungumál skilgreint en lög kveða á um notkun bæði ensku og spænsku. Í Louisiana er því eins farið með ensku og frönsku.[5] Í sumum öðrum ríkjum, svo sem Kaliforníu kveða lög á um að ákveðin opinber skjöl verði að vera tiltæk á spænsku auk ensku, þar á meðal skjöl er varða dómstóla.[6] Sum svæði viðurkenna stöðu tungumála innfæddra auk ensku: Samóamál og kamorrómál eru viðurkennd á Bandarísku Samóaeyjum og í Guam; Spænska er opinbert mál á Puerto Rico.

Menntun

Low Memorial-bókasafnið í Columbia-háskóla.

Bæði ríki og sveitarfélög reka almenningsskóla í Bandaríkjunum en menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna setur skólahaldi reglur og styrkir starfsemina. Í flestum ríkjum er skólaskylda frá sex eða sjö ára aldri til átján ára aldurs en þá líkur menntaskóla (e. high school) að tólfta bekk loknum. Í sumum ríkjum geta nemendur lokið menntaskóla sextán eða sautján ára gamlir. Um 12% barna ganga í einkaskóla og rétt rúmlega 2% barna hljóta menntun sína heima fyrir. Um 84,6% Bandaríkjamanna hafa lokið stúdentsprófi um 25 ára aldur.

Fjölmargir háskólar eru starfræktir í Bandaríkjunum, bæði ríkisreknir og einkareknir, auk alþýðuháskóla. Um 52,6% Bandaríkjamanna hafa stundað nám á háskólastigi og 27,2% ljúka B.A.-gráðu (eða annarri sambærilegri gráðu í grunnnámi). Um 9,6% Bandaríkjamanna hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi.

Margir af fremstu háskólum heims eru í Bandaríkjunum, þar á meðal Harvard, Princeton, Yale, Stanford, Columbia, Cornell, Brown, Pennsylvaníuháskóli, Chicago-háskóli, MIT og Caltech.

Læsi í Bandaríkjunum er talið vera 99%. Sameinuðu þjóðirnar gefa Bandaríkjunum einkunnina 0,97 á menntakvarða og eru Bandaríkin því í tólfta sæti.[7]

Menning

Bandarískar bókmenntir

Bandaríski rithöfundurinn og skáldið Walt Whitman árið 1887.

Á 18. öld og snemma á 19. öldinni voru bandarískar bókmenntir undir miklum áhrifum frá evrópskum bókmenntum. Rithöfundar á borð við Nathaniel Hawthorne, Edgar Allan Poe og Henry David Thoreau skópu sérstakt yfirbragð og tón bandarískra bókmennta um miðja 19. öld. Rithöfundurinn Mark Twain og skáldið Walt Whitman voru áhrifamiklir á síðari hluta 19. aldar. Emily Dickinson er nú álitin mikilvægt skáld enda þótt hún væri flestum ókunn í lifanda lífi. Nokkur ritverk eru öðrum fremur talin einkenna bandaríska menningu en það eru saga Hermans Melville, Moby-Dick (1851), Ævintýrir Stikilsberja-Finns (1885) eftir Mark Twain og Hinn mikli Gatsby (1925) eftir F. Scott Fitzgerald.

Ellefu bandarískir borgarar hafa hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels, síðast Toni Morrison árið 1993. William Faulkner og Ernest Hemingway eru gjarnan taldir meðal áhrifamestu höfunda 20. aldar. Vinsælar bókmenntagreinar eins og vestrar og krimmar urðu til í Bandaríkjunum.

Bandarísk heimspeki

Bandaríski heimspekingurinn Hilary Putnam

Henry David Thoreau og Ralph Waldo Emerson voru frumkvölar bandarískrar heimspeki á 19. öld. Á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. varð gagnhyggja til hjá heimspekingum á borð við Charles Sanders Peirce, William James og John Dewey. Á 20. öld voru bandarískir heimspekingar áfram undir miklum áhrifum frá gagnhyggjunni en urðu einnig fyrir miklum áhrifum frá rökgreiningarheimspekinni frá Evrópu, ekki síst á fjórða áratug aldarinnar þegar margir af helstu heimspekingum Evrópu flúðu stríðið. Meðal merkra bandarískra heimspekinga 20. aldar má nefna W.V.O. Quine, Hilary Putnam, Wilfrid Sellars, Nelson Goodman, Donald Davidson, Richard Rorty, Saul Kripke og John Searle. Bandaríski málvísindamaðurinn Noam Chomsky hefur einnig látið að sér kveða. Segja má að John Rawls hafi einn síns liðs vakið stjórnmálaheimspeki af værum blundi þegar bók hans Kenning um réttlæti kom út árið 1971. Í kjölfarið fylgdi Robert Nozick og fjöldi annarra stjórnmálaheimspekinga.

Bandarísk matarmenning

Deep-dish pizza var fundin upp í Chicago, Illinois og dreifðist þaðan um heiminn. Hún er til í ýmsum formum, sem dæmi má nefna afbrigði frá Alaska þar sem elgskjöt er haft sem álegg. Ítölsk pylsa er algengt álegg á pizzur í Bandaríkjunum en fæst ekki á Íslandi.

BBQ-sósa er önnur vel þekkt bandarísk uppfinning og er í miklu uppáhaldi hjá fólki víðs vegar um heiminn. BBQ-sósa er mjög vinsæl með grillmat en mikið er borðað af honum í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Coca Cola var fundið upp árið 1886 af Dr. John Stith Pemberton, lyfjafræðingi frá Atlanta í Georgíu.

Matreiðsluaðferðir Bandaríkjanna eru samanbanda frá Frakklandi, Afríku og innfæddum Indíánum. Grasker einkenna mið- og norðurríki Bandaríkjanna, skelfiskur við Mexíkóflóa og nautasteikur eru helst þekktar í Texas.[8] Til viðbótar við þessa flóru eiga borgir Bandaríkjanna heilu hverfin sem bjóða upp á matarmenningu frá ýmsum heimshornum. Hinum stóru skömmtum landsins, og vinsældum skyndibitafæðu hefur oft verið kennt um offitu landans.[9]

Efnahagur

Efnahagur Bandaríkjanna er stærsta efnahagskerfi nokkurs þjóðríkis. Áætluð verg landsframleiðsla fyrir árið 2010 var um 14,7 billjón bandaríkjadala. Bandaríkin eru hins vegar ákaflega skuldsett og hafa fjárlögin ávallt gert ráð fyrir gífurlegum hallarekstri.[10]

Tengt efni

Tilvísanir

  1. „Table 53—Languages Spoken at Home by Language: 2007“ (PDF). Statistical Abstract of the United States 2010. U.S. Census Bureau. Sótt 21. september.
  2. „Foreign Language Enrollments in United States Institutions of Higher Learning“ (PDF). MLA. haust 2002. Sótt 16. október.
  3. Jody Feder (25. janúar 2007). „English as the Official Language of the United States—Legal Background and Analysis of Legislation in the 110th Congress“ (PDF). Ilw.com (Congressional Research Service). Sótt 19. júní.
  4. „The Constitution of the State of Hawaii, Article XV, Section 4“. Hawaii Legislative Reference Bureau. 7. nóvember 1978. Sótt 19. júní.
  5. Susan J. Dicker (2003). Languages in America: A Pluralist View. Clevedon, UK: Multilingual Matters. bls. 216, 220–25.
  6. „California Code of Civil Procedure, Section 412.20(6)“. Legislative Counsel, State of California. Sótt 17. desember. „California Judicial Council Forms“. Judicial Council, State of California. Sótt 17. desember.
  7. „Human Development Indicators“ (PDF). United Nations Development Programme, Human Development Reports. 2005. Sótt 14. janúar.
  8. „Bandarísk matargerð“. Nóatún. Sótt 18. september.
  9. „Bandaríkjamenn velja skyndibitann fram yfir hollustuna“. Bæjarins Besta, fréttavefur. Sótt 18. september.
  10. Reyna að semja um skuldaþakið

Heimildir

Tenglar

Heimasíður Bandaríkjastjórnar

Upplýsingasíður

Ýmsir tenglar