„Nikulás 2.“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Rússland var gersigrað í [[Stríð Rússa og Japana|stríði við Japan]] á árunum 1904-05 og Eystrasaltsflota þess var sökkt í sjóorrustu við Tsushima. Veldið glataði áhrifastöðu sinni í [[Mansjúría|Mansjúríu]] og [[Kórea|Kóreu]]. Rússar gengu á svipuðum tíma í bandalag við Bretland til þess að hafa hemil á tilraunum [[Þýska keisaraveldið|Þjóðverja]] til að auka áhrif sín í Miðaustrinu. Þar með var endi bundinn á „leikinn mikla“ milli Bretlands og Rússlands.
Rússland var gersigrað í [[Stríð Rússa og Japana|stríði við Japan]] á árunum 1904-05 og Eystrasaltsflota þess var sökkt í sjóorrustu við Tsushima. Veldið glataði áhrifastöðu sinni í [[Mansjúría|Mansjúríu]] og [[Kórea|Kóreu]]. Rússar gengu á svipuðum tíma í bandalag við Bretland til þess að hafa hemil á tilraunum [[Þýska keisaraveldið|Þjóðverja]] til að auka áhrif sín í Miðaustrinu. Þar með var endi bundinn á „leikinn mikla“ milli Bretlands og Rússlands.


Nikulás lét setja her Rússaveldis í stöðu í kjölfar ófarana í Sarajevó þann 30. júlí 1914, sem leiddi til þess að Þýskaland lýsti Rússum stríði á hendur þann 1. ágúst sama ár. Talið er að um 3,300,000 hafi verið drepnir í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]].<ref>Urlanis, Boris (2003). ''Wars and Population''. University Press of the Pacific.</ref> Ófarir rússneska keisarahersins, óhæfni miðstjórnar hans á stríðstímum ásamt matarskorti heima við stuðlaði að falli Rómanovættarinnar.
Nikulás lét setja her Rússaveldis í viðbragðsstöðu í kjölfar ófarana í Sarajevó þann 30. júlí 1914, sem leiddi til þess að Þýskaland lýsti Rússum stríði á hendur þann 1. ágúst sama ár. Talið er að um 3,300,000 Rússar hafi verið drepnir í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]].<ref>Urlanis, Boris (2003). ''Wars and Population''. University Press of the Pacific.</ref> Ófarir rússneska keisarahersins, óhæfni miðstjórnar hans á stríðstímum ásamt matarskorti heima við stuðlaði að falli Rómanovættarinnar.


Eftir [[Rússneska byltingin 1917|febrúarbyltinguna]] árið 1917 neyddist Nikulás til að segja af sér sem keisari. Nikulás var settur í stofufangelsi í Tobolsk ásamt fjölskyldu sinni síðla sumars árið 1918. Þann 30. apríl 1918 voru Nikulás, Alexandra og móðir hans Marie framseld Úralsovétinu í Ekaterinburg ásamt hinum föngunum þann 23. maí. Með samþykki [[Vladímír Lenín|Leníns]] og hinna forsprakka [[Bolsévikar|Bolsévikanna]] voru Nikulás og fjölskylda hans tekin af lífi nóttina 16–17 júlí 1918.
Eftir [[Rússneska byltingin 1917|febrúarbyltinguna]] árið 1917 neyddist Nikulás til að segja af sér sem keisari. Nikulás var settur í stofufangelsi í Tobolsk ásamt fjölskyldu sinni síðla sumars árið 1918. Þann 30. apríl 1918 voru Nikulás, Alexandra og móðir hans Marie framseld Úralsovétinu í Ekaterinburg ásamt hinum föngunum þann 23. maí. Með samþykki [[Vladímír Lenín|Leníns]] og hinna forsprakka [[Bolsévikar|Bolsévikanna]] voru Nikulás og fjölskylda hans tekin af lífi nóttina 16–17 júlí 1918.

Útgáfa síðunnar 11. ágúst 2017 kl. 14:28

Nikulás 2. Rússakeisari eftir að honum hafði verið steypt af stóli

Nikulás 2. (fæddur 18. maí 1868, látinn 17. júlí 1918) var Rússakeisari af Rómanovættinni. Hann var keisari á árunum 1884-1918, og var seinasti keisari Rússa. Á valdatíð hans hnignaði Rússaveldi mjög og hrundi loks í iðu efnahagsvanda, hernaðarósigra og byltinga. Vegna ofsókna gegn gyðingum, ofbeldi gegn pólitískum andófsmönnum og hlutdeild hans í stríðinu við Japani kölluðu andstæðingar Nikulásar hann „Nikulás blóðuga“.[1] Sagnfræðingar á tímum Sovétríkjanna drógu upp mynd af Nikulási sem veiklunda, óhæfum leiðtoga sem átti sök á fjölda hernaðarósigra og dauða milljóna þegna sinna.[2]

Rússland var gersigrað í stríði við Japan á árunum 1904-05 og Eystrasaltsflota þess var sökkt í sjóorrustu við Tsushima. Veldið glataði áhrifastöðu sinni í Mansjúríu og Kóreu. Rússar gengu á svipuðum tíma í bandalag við Bretland til þess að hafa hemil á tilraunum Þjóðverja til að auka áhrif sín í Miðaustrinu. Þar með var endi bundinn á „leikinn mikla“ milli Bretlands og Rússlands.

Nikulás lét setja her Rússaveldis í viðbragðsstöðu í kjölfar ófarana í Sarajevó þann 30. júlí 1914, sem leiddi til þess að Þýskaland lýsti Rússum stríði á hendur þann 1. ágúst sama ár. Talið er að um 3,300,000 Rússar hafi verið drepnir í fyrri heimsstyrjöldinni.[3] Ófarir rússneska keisarahersins, óhæfni miðstjórnar hans á stríðstímum ásamt matarskorti heima við stuðlaði að falli Rómanovættarinnar.

Eftir febrúarbyltinguna árið 1917 neyddist Nikulás til að segja af sér sem keisari. Nikulás var settur í stofufangelsi í Tobolsk ásamt fjölskyldu sinni síðla sumars árið 1918. Þann 30. apríl 1918 voru Nikulás, Alexandra og móðir hans Marie framseld Úralsovétinu í Ekaterinburg ásamt hinum föngunum þann 23. maí. Með samþykki Leníns og hinna forsprakka Bolsévikanna voru Nikulás og fjölskylda hans tekin af lífi nóttina 16–17 júlí 1918.

Árið 1981 gerði rússneska rétttrúnaðarkirkjan utan Rússlands Nikulás og fjölskyldu hans að píslarvottum.[4][5]

Tilvísanir

  1. Woods, Alan (1999) "The First Russian Revolution" in Bolshevism: The Road to Revolution by Alan Woods, Well Red Publications
  2. Tsar Nicholas - exhibits from an execution. BBC News. Martin Vennard. 27. júní 2012. Sótt 8. ágúst 2017.
  3. Urlanis, Boris (2003). Wars and Population. University Press of the Pacific.
  4. A Reader's Guide to Orthodox Icons The Icons that Canonized the Holy Royal Martyrs
  5. New York Times (2000) Nicholas II And Family Canonized For Passion
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.