Fara í innihald

„Balkanskagabandalagið“: Munur á milli breytinga

m
Efni eytt Efni bætt við
Lína 24:
* [[Rússneska keisaradæmið|Rússland]] stóð að myndun bandalagsins og leit á það sem ómetanlegt vopn í væntanlegu stríði gegn keppinaut sínum, Austurríki-Ungverjalandi.<ref name="Stowell1">{{cite book | last = Stowell | first = Ellery Cory | title =The Diplomacy Of The War Of 1914: The Beginnings Of The War (1915) | publisher = Kessinger Publishing, LLC. | year =2009 | isbn =978-1-104-48758-4 | page =94 }}</ref> Rússar vissu þó ekkert um áætlanir Búlgaríumanna í Þrakíu og Konstantínópel. Þau landsvæði ásældust Rússar sjálfir og höfðu gert samkomulag við Frakka og Breta um að fá að innlima þau eftir [[Fyrri heimsstyrjöldin|væntanlegt stríð]] við [[Miðveldin]].
* [[Frakkland]] taldi sig ekki tilbúið til að há stríð gegn Þýskalandi árið 1912 og var því afar andsnúið Balkanskagabandalaginu. Frakkar létu bandamenn sína, Rússa, vita að þeir myndu ekki taka þátt í stríði milli Rússlands og Austurríkis ef því yrði hleypt af stað vegna bandalagsins. Frökkum mistókst þó að sannfæra Breta um að hjálpa sér við að koma í veg fyrir átök á Balkanskaga.
* [[Breska heimsveldið|Bretland]] studdi óbreytt landamæri Tyrkjaveldis opinberlega en hvatti Grikki þó á bak við tjöldin til að ganga í bandalagið til að skapa mótvægi við áhrifum Rússa. Á sama tíma ýttu Bretar undir áætlanir Búlgaríumanna til að hernema Þrakíu þar sem þeir vildu heldur að Þrakía yrði búlgörsk en rússnesk.
* [[Austurríki-Ungverjaland]] sóttist eftir aðgangi að Adríahafi á kostnað Tyrkja og var mjög á móti því að nokkurt annað ríki legði undir sig landsvæði þar. Veldi [[Habsborgarar|Habsborgara]] átti auk þess við vanda að glíma vegna mikils fjölda Slava sem bjó innan ríkja þess og beitti sér gegn þýsk-ungverskri stjórn alþjóðaríkisins. Serbar höfðu ekki farið leynt með metnað sinn til að innlima Bosníu og því litu Austurríkismenn á þá sem óvini og leiksoppa Rússa sem ynnu að því að espa upp Slava innan keisaraveldisins.
* [[Þýskaland]] var þá þegar á kafi í innanríkismálefnum Tyrkjaveldis og stóð opinberlega gegn því að stríð yrði háð gegn bandamanni sínum. Þjóðverjar áttu þó von á væntanlegum ósigri Tyrkjaveldis og voru áfjáðir í að fá Búlgaríu til liðs við Miðveldin. Því voru þeir opnir fyrir þeirri hugmynd að ganga í bandalag með sterkari Búlgaríu í stað Tyrkja og töldu þann kost vel mögulegan þar sem konungur Búlgaríu var af þýskum uppruna og afar andsnúinn Rússum.