„Georges Clemenceau“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 28: Lína 28:


== Æviágrip ==
== Æviágrip ==
Clemenceau var sonur læknis og sjálfur menntaður í læknisfræði. Hann var bæjarstjóri átjánda hverfis Parísar og forseti héraðsráðs borgarinnar við stofnun þriðja franska lýðveldisins auk þess að sitja á þingi fyrir Öfgarepúblikanaflokkinn árin 1871 og 1876 – 1893. Clemenceau kom til varnar þeirra sem höfðu átt þátt í [[Parísarkommúnan|Parísarkommúnunni]] og bað um náðun fyrir þá. Hann var óvinveittur prestastéttinni og studdi [[Aðskilnaður ríkis og kirkju|aðskilnað ríkis og kirkju]]. Auk þess var hann andstæðingur frönsku [[Nýlendustefna|nýlendustefnunni]] og kom því til leiðar að [[Jules Grévy]] sagði af sér sem forseti Frakklands vegna ágreinings um hana. Clemenceau var stofnandi tímaritsins''La Justice'' og samtaka um borgararéttindi auk þess sem hann vann lengi hjá dagblaðinu ''L'Aurore'' og tók virkan þátt í málsvörn [[Alfred Dreyfus|Alfreds Dreyfusar]]. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að Frakkland legði áherslu á að endurheimta héröðin Alsace-Moselle, sem [[Þýskaland]] hafði haft af Frakklandi í lok [[Fransk-prússneska stríðið|fransk-prússneska stríðsins]] árið 1871.
Clemenceau var sonur læknis og sjálfur menntaður í læknisfræði. Hann var bæjarstjóri átjánda hverfis Parísar og forseti héraðsráðs borgarinnar við stofnun þriðja franska lýðveldisins auk þess að sitja á þingi fyrir Öfgarepúblikanaflokkinn árin 1871 og 1876 – 1893. Clemenceau kom til varnar þeirra sem höfðu átt þátt í [[Parísarkommúnan|Parísarkommúnunni]] og bað um náðun fyrir þá. Hann var óvinveittur prestastéttinni og studdi [[Aðskilnaður ríkis og kirkju|aðskilnað ríkis og kirkju]]. Auk þess var hann andstæðingur frönsku [[Nýlendustefna|nýlendustefnunnar]] og kom því til leiðar að [[Jules Grévy]] sagði af sér sem forseti Frakklands vegna ágreinings um hana. Clemenceau var stofnandi tímaritsins''La Justice'' og samtaka um borgararéttindi auk þess sem hann vann lengi hjá dagblaðinu ''L'Aurore'' og tók virkan þátt í málsvörn [[Alfred Dreyfus|Alfreds Dreyfusar]]. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að Frakkland legði áherslu á að endurheimta héröðin Alsace-Moselle, sem [[Þýskaland]] hafði haft af Frakklandi í lok [[Fransk-prússneska stríðið|fransk-prússneska stríðsins]] árið 1871.


Árið 1902 var Clemenceau kjörinn á þing í Var-kjördæmi í suðurhluta Frakklands og var gerður að innanríkisráðherra árið 1906. Hann leit á sig sem „yfirlöggu Frakklands“ og hlaut gælunafnið „Tígrisdýrið“ eða „''le Tigre''“. Í lok ársins 1906 var hann gerður að forsætisráðherra og gegndi þeirri stöðu í þrjú ár ásamt innanríkisráðherraembættinu. Eftir að ráðherratíð hans lauk gekk Clemenceau aftur á þing og stofnaði tímaritið ''L'Homme libre'' („''Frjálsi maðurinn''“) en breytti nafni blaðsins í ''L'Homme enchaîné'' („''Hlekkjaði maðurinn''“) eftir að hafa orðið fyrir ritskoðun í byrjun [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]].
Árið 1902 var Clemenceau kjörinn á þing í Var-kjördæmi í suðurhluta Frakklands og var gerður að innanríkisráðherra árið 1906. Hann leit á sig sem „yfirlöggu Frakklands“ og hlaut gælunafnið „Tígrisdýrið“ eða „''le Tigre''“. Í lok ársins 1906 var hann gerður að forsætisráðherra og gegndi þeirri stöðu í þrjú ár ásamt innanríkisráðherraembættinu. Eftir að ráðherratíð hans lauk gekk Clemenceau aftur á þing og stofnaði tímaritið ''L'Homme libre'' („''Frjálsi maðurinn''“) en breytti nafni blaðsins í ''L'Homme enchaîné'' („''Hlekkjaði maðurinn''“) eftir að hafa orðið fyrir ritskoðun í byrjun [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]].

Útgáfa síðunnar 22. júní 2017 kl. 22:47

Georges Clemenceau
Fæddur
Georges Benjamin Clemenceau

28. september 1841
Mouilleron-en-Pareds, Vendée, Frakkland
Dáinn24. nóvember 1929
París, Frakkland
Þekktur fyrirAð vera forsætisráðherra Frakklands í fyrri heimsstyrjöldinni
MakiMary Eliza Plummer (1869-1891, skilin)
BörnMichel Clemenceau

Georges Benjamin Clemenceau (28. september 184124. nóvember 1929) var franskur stjórnmálamaður, læknir og blaðamaður. Hann var forsætisráðherra Frakklands 1906-1909 og 1917-1920.

Æviágrip

Clemenceau var sonur læknis og sjálfur menntaður í læknisfræði. Hann var bæjarstjóri átjánda hverfis Parísar og forseti héraðsráðs borgarinnar við stofnun þriðja franska lýðveldisins auk þess að sitja á þingi fyrir Öfgarepúblikanaflokkinn árin 1871 og 1876 – 1893. Clemenceau kom til varnar þeirra sem höfðu átt þátt í Parísarkommúnunni og bað um náðun fyrir þá. Hann var óvinveittur prestastéttinni og studdi aðskilnað ríkis og kirkju. Auk þess var hann andstæðingur frönsku nýlendustefnunnar og kom því til leiðar að Jules Grévy sagði af sér sem forseti Frakklands vegna ágreinings um hana. Clemenceau var stofnandi tímaritsinsLa Justice og samtaka um borgararéttindi auk þess sem hann vann lengi hjá dagblaðinu L'Aurore og tók virkan þátt í málsvörn Alfreds Dreyfusar. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að Frakkland legði áherslu á að endurheimta héröðin Alsace-Moselle, sem Þýskaland hafði haft af Frakklandi í lok fransk-prússneska stríðsins árið 1871.

Árið 1902 var Clemenceau kjörinn á þing í Var-kjördæmi í suðurhluta Frakklands og var gerður að innanríkisráðherra árið 1906. Hann leit á sig sem „yfirlöggu Frakklands“ og hlaut gælunafnið „Tígrisdýrið“ eða „le Tigre“. Í lok ársins 1906 var hann gerður að forsætisráðherra og gegndi þeirri stöðu í þrjú ár ásamt innanríkisráðherraembættinu. Eftir að ráðherratíð hans lauk gekk Clemenceau aftur á þing og stofnaði tímaritið L'Homme libre („Frjálsi maðurinn“) en breytti nafni blaðsins í L'Homme enchaîné („Hlekkjaði maðurinn“) eftir að hafa orðið fyrir ritskoðun í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Þann 16. nóvember 1917 var Clemenceau útnefndur forsætisráðherra á ný og kom á fót nýrri ríkisstjórn tileinkaðri stríðsrekstrinum. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að stefnt yrði að gersigri á þýska keisaradæminu og eftir uppgjöf Þjóðverja varð hann óbilgjarnastur leiðtoga Bandamanna í garð Þjóðverja við gerð Versalasamninganna.

Eftir stjórn Clemenceau í síðasta hluta stríðsins var hann mjög vinsæll meðal almennings og fékk gælunafnið „Père la Victoire“ eða faðir sigursins. Þrátt fyrir það tókst honum ekki að vera kjörinn frambjóðandi í undankjöri fyrir forsetakosningar Frakklands árið 1920 og dró hann sig í kjölfarið úr stjórnmálum og settist í helgan stein.

Heimild


Fyrirrennari:
Ferdinand Sarrien
Forsætisráðherra Frakklands
(1906 – 1909)
Eftirmaður:
Aristide Briand
Fyrirrennari:
Paul Painlevé
Forsætisráðherra Frakklands
(1917 – 1920)
Eftirmaður:
Alexandre Millerand