„Norðurá“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 3 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q842163
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Þegar [[Grábrókarhraun]] rann til austurs frá [[Grábrók]] fyrir um 3000 árum stíflaði hraunið Norðurá. Þá myndaðist stöðuvatn í dalnum sem smám saman fylltist af framburði árinnar. Áin gróf sig svo með tímanum í gegnum hraunhaftið.
Þegar [[Grábrókarhraun]] rann til austurs frá [[Grábrók]] fyrir um 3000 árum stíflaði hraunið Norðurá. Þá myndaðist stöðuvatn í dalnum sem smám saman fylltist af framburði árinnar. Áin gróf sig svo með tímanum í gegnum hraunhaftið.


Mikil [[lax]]veiði er í Norðurá og þar eru einnig [[urriði]] og [[bleikja]].
Mikil [[lax]]veiði er í Norðurá og þar eru einnig [[urriði]] og [[bleikja]]. Árið [[1982]] veiddust 1455 laxar í Norðurá.


== Heimildir ==
== Heimildir ==

Útgáfa síðunnar 5. júní 2017 kl. 21:38

Norðurá skammt frá fossinum Glanna.
Norðurá getur líka átt við Norðurá í Skagafirði.

Norðurá er bergvatnsá í Norðurárdal. Hún á upptök sín í Holtavörðuvatni á Holtavörðuheiði og renna margir lækir og ár í hana. Norðurá rennur um Norðurárdal uns hún sameinast Hvítá um 5,6 km frá sjó. Vatnasvið Norðurár er 518 km og lengd hennar frá Holtavörðuvatni að ósi í Hvítá er tæpir 61 km. Í Norðurá eru fossarnir Laxfoss og Glanni. Halli árinnar er mjög lítill upp að Sanddalsá ef undan er skilið svæðið milli Laxfoss og Glanna.

Þegar Grábrókarhraun rann til austurs frá Grábrók fyrir um 3000 árum stíflaði hraunið Norðurá. Þá myndaðist stöðuvatn í dalnum sem smám saman fylltist af framburði árinnar. Áin gróf sig svo með tímanum í gegnum hraunhaftið.

Mikil laxveiði er í Norðurá og þar eru einnig urriði og bleikja. Árið 1982 veiddust 1455 laxar í Norðurá.

Heimildir

  • „Norðurá“. Sótt 8.júlí 2010.
  • „Mat á búsvæðum laxaseiða í Norðurá í Borgarfirði (höf. Friðþjófur Árnason og Sigurjón Einarsson, Veiðimálastofnun, febrúar 2009)“ (PDF). Sótt 8.júlí 2010.
  • „Norðurá (svfr.is)“. Sótt 8.júlí 2010.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.