„Líf Magneudóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Síða um borgarfulltrúa VG og forseta borgarstjórnar. Síðu vantaði
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 4. apríl 2017 kl. 09:32

Líf Magneudóttir (fædd 13. ágúst 1974) er íslensk stjórnmálakona. Hún er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur og forseti borgarstjórnar. Líf er gift Snorra Stefánssyni lögmanni og eiga þau saman fjögur börn.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Líf fæddist í Kaupmannahöfn. Hún lauk stúdentsprófi við Nørrebro gymnasium i Brønshøj í Danmörku 1994. Hún lauk BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Líf hóf störf hjá RÚV 2000 þar sem hún vann sem þýðandi á fréttastofu og í ýmsum þýðingarverkefnum til 2007. Á árunum 2004-2006 vann hún einnig unnið sem grunnskólakennari í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi og Suðurhlíðarskóla. Frá 2006-2011 var hún vefritstjóri Samands íslenskra sparisjóða.

Stjórnmálaþátttaka[breyta | breyta frumkóða]

Líf hefur verið virk í starfi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún var formaður VGR, svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík 2011-2012, og sat í stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2011-2015.

Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 var hún í 3 sæti á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Að kosningum loknum tók sæti sem fulltrúi VG í Skóla- og frístundaráði borgarinnar. Í forvali VGR vegna sveitarstjórnarkosninganna 2014 lenti Líf í öðru sæti, en einu atkvæði munaði á henni og Sóleyju Tómasdóttur. Sóley leiddi framboðslista VG í kosningunum þá um vorið og náði kjöri sem eini fulltrúi VG í borgarstjórn.

Líf náði kjöri sem varaborgarfulltrúi í kosningum 2014 en tók sæti borgarfulltrúa þegar Sóley flutti til Hollands ásamt eiginmanni sínum. Líf var kjörin forseti borgarstjórnar, en Sóley hafði áður gegnt því embætti.