„Nýja-Sjáland“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 38: Lína 38:


== Heiti ==
== Heiti ==
[[Mynd:Detail_of_1657_map_Polus_Antarcticus_by_Jan_Janssonius,_showing_Nova_Zeelandia.png|thumb|left|Brot af korti frá 1657 þar sem heitið ''Nova Zeelandia'' kemur fyrir.]]
Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman kom fyrstur Evrópumanna auga á Nýja-Sjáland og nefndi það ''Staten Landt'' þar sem hann gerði ráð fyrir því að það tengdist samnefndu landi í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]]. Árið 1645 gáfu hollenskir kortagerðarmenn landinu nafnið ''Nova Zeelandia'' eftir hollenska héraðinu [[Sjáland (Hollandi)|Sjálandi]] (''Zeeland''). Breski landkönnuðurinn [[James Cook]] breytti því síðar í ensku útgáfuna ''New Zealand''.
Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman kom fyrstur Evrópumanna auga á Nýja-Sjáland og nefndi það ''Staten Landt'' þar sem hann gerði ráð fyrir því að það tengdist samnefndu landi í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]]. Árið 1645 gáfu hollenskir kortagerðarmenn landinu nafnið ''Nova Zeelandia'' eftir hollenska héraðinu [[Sjáland (Hollandi)|Sjálandi]] (''Zeeland''). Breski landkönnuðurinn [[James Cook]] breytti því síðar í ensku útgáfuna ''New Zealand''.



Útgáfa síðunnar 16. febrúar 2017 kl. 14:07

Nýja-Sjáland
New Zealand (enska)
Aotearoa (maóríska)
Fáni Nýja-Sjálands Skjaldarmerki Nýja-Sjálands
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
God Defend New Zealand
God Save the Queen
Staðsetning Nýja-Sjálands
Höfuðborg Wellington
Opinbert tungumál enska, maóríska, nýsjálenskt táknmál
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Drottning
Landsstjóri
Forsætisráðherra
Elísabet 2.
Patsy Reddy
Bill English
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
76. sæti
268.021 km²
1,6
Mannfjöldi
 • Samtals (2017)
 • Þéttleiki byggðar
123. sæti
4.759.090
17,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2016
 • Samtals 173,2 millj. dala (67. sæti)
 • Á mann 36.950 dalir (35. sæti)
VÞL 0.913
Gjaldmiðill Nýsjálenskur dalur
Tímabelti UTC +12 (UTC +13 yfir sumarið)
Ekið er vinstri megin
Þjóðarlén .nz
Landsnúmer +64

Nýja-Sjáland er land í Eyjaálfu í suðvesturhluta Kyrrahafsins. Meginhluti ríkisins eru tvær eyjar; Norðurey eða Te Ika-a-Māui, og Suðurey eða Te Waipounamu, auk fjölda minni eyja. Nýja Sjáland er í Tasmanhafi í Suður-Kyrrahafi um 1.500 km austan við Ástralíu og um 1.000 km sunnan við Nýju-Kaledóníu, Fídjieyjar og Tonga. Vegna þess hve afskekkt landið er var það eitt síðasta byggilega landsvæðið sem menn námu. Þar hefur því þróast sérstætt lífríki. Landfræðilega er Nýja-Sjáland mjög fjölbreytt vegna samblands landriss og eldvirkni. Hæsta fjall Nýja Sjálands heitir Mount Cook og er staðsett í Suður-Ölpunum.

Pólýnesar settust að á eyjunum á milli 1250 og 1300 e.Kr. og þróuðu þar sérstaka maóríska menningu. Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman sá eyjarnar fyrstur Evrópumanna árið 1642. Maóríar gengu Breska heimsveldinu á hönd 1840 með Waitangi-friðarsamningnum. Árið eftir varð Nýja-Sjáland bresk nýlenda og hluti af Breska heimsveldinu. Árið 1907 varð Nýja-Sjáland sjálfstjórnarsvæði undir bresku krúnunni. Mikill meirihluti núverandi íbúa Nýja-Sjálands eru af evrópskum uppruna og enska er opinbert tungumál ásamt maórísku og nýsjálensku táknmáli. Tæplega 15% íbúa eru Maóríar.

Nýja-Sjáland er þróað ríki og situr hátt á alþjóðlegum listum sem bera saman heilsu, menntun, efnahagsfrelsi og lífsgæði íbúa ólíkra landa. Frá 9. áratug 20. aldar hefur efnahagslíf Nýja-Sjálands smám saman verið að breytast úr miðstýrðu landbúnaðarhagkerfi í markaðshagkerfi sem byggist á þjónustu. Löggjafi Nýja-Sjálands er þing Nýja-Sjálands sem situr í einni deild, en framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnar Nýja-Sjálands. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er stjórnarleiðtogi. Þjóðhöfðingi landsins er Elísabet 2. Bretadrottning og landstjóri Nýja-Sjálands er fulltrúi hennar. Nýja-Sjáland skiptist í 11 héruð og 67 umdæmi. Konungsríkið Nýja-Sjáland nær auk þess yfir hjálenduna Tókelá, sjálfstjórnarlöndin Cook-eyjar og Niue, og Rosshjálenduna sem er landakrafa Nýja-Sjálands á Suðurskautslandinu. Nýja-Sjáland er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Breska samveldinu, ANZUS-varnarsamstarfinu, Efnahags- og framfarastofnuninni, Samstarfi Kyrrahafseyja og Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna.

Heiti

Brot af korti frá 1657 þar sem heitið Nova Zeelandia kemur fyrir.

Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman kom fyrstur Evrópumanna auga á Nýja-Sjáland og nefndi það Staten Landt þar sem hann gerði ráð fyrir því að það tengdist samnefndu landi í Suður-Ameríku. Árið 1645 gáfu hollenskir kortagerðarmenn landinu nafnið Nova Zeelandia eftir hollenska héraðinu Sjálandi (Zeeland). Breski landkönnuðurinn James Cook breytti því síðar í ensku útgáfuna New Zealand.

Núverandi nafn landsins á maórísku er Aotearoa sem ef oftast þýtt sem „land hins langa hvíta skýs“. Það er ekki vitað hvort Maóríar höfðu eitt heiti yfir báðar eyjarnar saman fyrir komu Evrópumanna. Aotearoa var þá aðeins heiti á Norðureyjunni. Maóríar höfðu nokkur nöfn yfir hvora eyju um sig, þar á meðal Te Ika-a-Māui („fiskur Māuis“) fyrir Norðureyjuna og Te Waipounamu („vötn grænsteinsins“) eða Te Waka o Aoraki („eintrjáningur Aorakis“) fyrir Suðureyjuna.

Á fyrstu evrópsku kortunum voru eyjarnar kallaðar Norðurey, Miðey (nú Suðurey) og Suðurey (nú Stewart-ey) en um 1830 var farið að nota Norður- og Suðurey um tvær stærstu eyjarnar. Landfræðiráð Nýja-Sjálands uppgötvaði árið 2009 að heitin Norðurey og Suðurey höfðu aldrei verið formlega tekin upp. Árið 2013 var ákveðið að formleg heiti skyldu vera Norðurey eða Te Ika-a-Māui og Suðurey eða Te Waipounamu þar sem má nota ýmist enska eða maóríska heitið eða bæði.

Tenglar

Greinar

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.