„Abies pindrow“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Svarði2 (spjall | framlög)
þýtt úr ensku wiki
 
Svarði2 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{Taxobox
{{Taxobox
|name = Pindrow fir
|name =
|status = lc
|status = lc
| status_ref = <ref name="iucn">{{IUCN2013.2| assessor=Xiang, Q.| assessor2=Carter, G.| assessor3=Rushforth, K.| last-assessor-amp=yes| year=2013| id= 42294| title=Abies pindrow| downloaded=3 May 2014}}</ref>
| status_ref = <ref name="iucn">{{IUCN2013.2| assessor=Xiang, Q.| assessor2=Carter, G.| assessor3=Rushforth, K.| last-assessor-amp=yes| year=2013| id= 42294| title=Abies pindrow| downloaded=3 May 2014}}</ref>
Lína 15: Lína 15:
|binomial = ''Abies pindrow''
|binomial = ''Abies pindrow''
|binomial_authority = ([[John Forbes Royle|Royle]] ex [[David Don|D.Don]]) [[John Forbes Royle|Royle]]
|binomial_authority = ([[John Forbes Royle|Royle]] ex [[David Don|D.Don]]) [[John Forbes Royle|Royle]]
|synonyms =
}}
}}



Útgáfa síðunnar 23. janúar 2017 kl. 15:34

Abies pindrow í New York Botanical Garden
Abies pindrow í New York Botanical Garden
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. pindrow

Tvínefni
Abies pindrow
(Royle ex D.Don) Royle

Abies pindrow er þintegund ættuð úr vestur Himalaja og aðliggjandi fjöllum, frá norðaustur Afghanistan austur í gegn um norður Pakistan og Indland til mið Nepal. Hann vex í 2400 til 3700 metra hæð í skógum með Cedrus deodara, Pinus wallichiana og Picea smithiana, yfirleitt á svalari og rakari hlíðum á móti norðri.

Þetta er stórt sígrænt tré, að 40 til 60 metrum á hæð, og með stofnþvermál að 2 til 2,5 metrum. Hann er með keilulaga krónu með láréttum greinum.

Sprotarnir eru grábleikir til daufgulbrúnir, sléttir og hárlausirT. Barrið er nálarlaga, með því lengsta á nokkrum þin, 4 til 9 sm langt, tiltölulega flatt, gljáandi dökkgrænt að ofan, með tvær hvítleitar loftaugarásir að neðan; barrið er í spíral eftir sprotanum, en undið neðst svo það liggur flatt til beggja hliða á sprotanum. Könglarnir eru breið sívalir til sívalt- keilulaga 7 til 14 sm langir og 3 til 4 sm breiðir, dökk purpuralitir á meðan þeir eru óþroskaðir, og sundrast við þroska til að losa fræin, 5 til 7 mánuðum eftir frjóvgun.

Hin skyldi Abies gamblei, (samnefni A. pindrow var. brevifolia, A. pindrow subsp. gamblei) er með svipaða útbreiðslu, en á nokkuð þurrari stöðum; hann er frábrugðinn með að vera með styttra barr (2 til 4 sm langt), með minna áberandi loftaugarásum og standa meir út frá sprotanum. Könglarnir eru mjög svipaðir.

Nýjustu rannsóknir hinsvegar hafa sýnt að Abies gamblei er ekkert sérstaklega skyldur Abies pindrow. Í vestur Himalajabúsvæðunum í Himalcal ríki í Indlandi sem voru skoðuð af teymi "Dendrological Atlas", í 3000 metra hæð, tók A. gamblei við af A. pindrow, án nokkurra milliforma (blendinga). Þau svæði eru t.d. Churdhar og efri Sangla Valley í 3000 til 3400 metra hæð þar sem tegundirnar eru útlitslega og vistfræðilega greinilega aðskildar. Eftir hæð, emur A. pindrow fyrir í 2000 til 3350 metra hæð (þó mest á milli 2400 og 3000 m) og Abies gamblei frá 3000 til 3500 metra hæð. Sumar tilvísanir um "Abies spectabilis" í 3700 metra hæð í vestur Himalaja eru liklega í raun Abies gamblei, en til að staðfesta þetta þarf nánari rannsóknir.[2]

Nytjar

Abies pindrow er notuð í litlum mæli fyrir timbur á heimaslóðum sínum. Hann er einstaka sinnum ræktaður til prýðis í stærri görðum í vestur [[Evrópa|Evrópu], en þarfnast hás raka og mikla úrkomu til að þrífast vel. Nafnið pindrow er dregið af heiti tegundarinnar á nepölsku.

Tilvísanir

  1. Snið:IUCN2013.2
  2. Zsolt Debreczy; Istvan Racz (2012). Kathy Musial (ritstjóri). Conifers Around the World (1st. útgáfa). DendroPress. bls. 1089. ISBN 9632190610.

Viðbótar lesning

Ytri tenglar

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.