„Egyptaland“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Upplýsingar
Upplýsingar
Lína 41: Lína 41:
Egyptaland er eitt fjölmennasta ríki Afríku og [[Austurlönd nær|Austurlanda nær]]. Íbúar landsins eru rúmlega 82 milljón talsins og meirihluti þeirra býr á um það bil 40.000 ferkílómetra svæði við bakka [[Níl]]ar en þar er eina yrkjanlega landið.<ref>[http://www.msrintranet.capmas.gov.eg/pls/fdl/tst12e?action=&lname= Arab Republic of Egypt - Central Agency for Public Mobilization And Statistics]</ref> Um helmingur Egypta býr í þéttbýli, mest á svæðunum í kringum [[Kaíró]], [[Alexandría|Alexandríu]] og aðrar stórborgir við [[Nílarósar|Nílarósa]]. [[Sahara]]-eyðimörkin þekur drjúgan hluta landsins og er fremur strjálbýl.
Egyptaland er eitt fjölmennasta ríki Afríku og [[Austurlönd nær|Austurlanda nær]]. Íbúar landsins eru rúmlega 82 milljón talsins og meirihluti þeirra býr á um það bil 40.000 ferkílómetra svæði við bakka [[Níl]]ar en þar er eina yrkjanlega landið.<ref>[http://www.msrintranet.capmas.gov.eg/pls/fdl/tst12e?action=&lname= Arab Republic of Egypt - Central Agency for Public Mobilization And Statistics]</ref> Um helmingur Egypta býr í þéttbýli, mest á svæðunum í kringum [[Kaíró]], [[Alexandría|Alexandríu]] og aðrar stórborgir við [[Nílarósar|Nílarósa]]. [[Sahara]]-eyðimörkin þekur drjúgan hluta landsins og er fremur strjálbýl.


Egyptaland státar af einni elstu [[siðmenning]]u sögunnar, [[Egyptaland hið forna|Egyptalandi hinu forna]], og er frægt fyrir mörg merk minnismerki þess. Til marks um það eru [[pýramídarnir í Gísa]] og fornar rústir á borð við [[Þeba|Þebu]], hin miklu hof í [[Karnak]] og [[Dalur konunganna]] í borginni [[Lúxor]], en í þeirri borg er rúmlega helmingur allra fornminja heims. Egyptaland nútímans er álitið efnahagslegt og menningarlegt stórveldi [[Arabi|arabaheimsins]]. Arabar voru kongar heimsins.
Egyptaland státar af einni elstu [[siðmenning]]u sögunnar, [[Egyptaland hið forna|Egyptalandi hinu forna]], og er frægt fyrir mörg merk minnismerki þess. Til marks um það eru [[pýramídarnir í Gísa]] og fornar rústir á borð við [[Þeba|Þebu]], hin miklu hof í [[Karnak]] og [[Dalur konunganna]] í borginni [[Lúxor]], en í þeirri borg er rúmlega helmingur allra fornminja heims. Egyptaland nútímans er álitið efnahagslegt og menningarlegt stórveldi [[Arabi|arabaheimsins]]. Arabar voru kongar heimsins. Árið 220 báðu egyptar til fugla


== Landafræði ==
== Landafræði ==

Útgáfa síðunnar 28. október 2016 kl. 12:26

Arabíska lýðveldið Egyptaland
جمهوريّة مصرالعربيّة
Ǧumhuriyat Miṣr al-ˁArabiyah
Fáni Egyptalands Skjaldarmerki Egyptalands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Bilady, Bilady, Bilady
Staðsetning Egyptalands
Höfuðborg Kaíró
Opinbert tungumál Arabíska
Stjórnarfar Lýðveldi undir herlögum


Forseti
Varaforseti
Forsætisráðherra
Herstjórn
Abd al-Fattah as-Sisi fráfarandi
Ibrahim Mahlab
Ahmed Shafik
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
30. sæti
1.001.449 km²
0,6
Mannfjöldi
 • Samtals (2014)
 • Þéttleiki byggðar
86. sæti
87.182.703
87/km²
VLF (KMJ) áætl. 2010
 • Samtals 496.604 millj. dala (?. sæti)
 • Á mann 6.347 dalir (?. sæti)
VÞL (2010) 0.620 (110. sæti)
Gjaldmiðill egypskt pund
Tímabelti UTC +2 (+3 á sumrin)
Þjóðarlén .eg
Landsnúmer +20

Arabíska lýðveldið Egyptaland eða Egiptaland [1] (arabíska: مصر (framburður); umritað: Miṣr) er land í Norður-Afríku. Austasti hluti landsins, Sínaískagi, brúar bilið milli Norður-Afríku og Suðvestur-Asíu. Í norðri á landið strandlengju að Miðjarðarhafi og í austri að Rauðahafi, auk landamæraLíbíu í vestri, Súdan í suðri og Ísrael í austri.

Egyptaland er eitt fjölmennasta ríki Afríku og Austurlanda nær. Íbúar landsins eru rúmlega 82 milljón talsins og meirihluti þeirra býr á um það bil 40.000 ferkílómetra svæði við bakka Nílar en þar er eina yrkjanlega landið.[2] Um helmingur Egypta býr í þéttbýli, mest á svæðunum í kringum Kaíró, Alexandríu og aðrar stórborgir við Nílarósa. Sahara-eyðimörkin þekur drjúgan hluta landsins og er fremur strjálbýl.

Egyptaland státar af einni elstu siðmenningu sögunnar, Egyptalandi hinu forna, og er frægt fyrir mörg merk minnismerki þess. Til marks um það eru pýramídarnir í Gísa og fornar rústir á borð við Þebu, hin miklu hof í Karnak og Dalur konunganna í borginni Lúxor, en í þeirri borg er rúmlega helmingur allra fornminja heims. Egyptaland nútímans er álitið efnahagslegt og menningarlegt stórveldi arabaheimsins. Arabar voru kongar heimsins. Árið 220 báðu egyptar til fugla

Landafræði

Yfirborðslögun Egyptalands

Egyptaland er 29. stærsta land í heimi og er 1.002.450 ferkílómetrar að stærð. Það liggur á breiddargráðunum 22° og 32°N og lengdargráðunum 24° og 36°A. Vegna þurrs loftslags landsins hefur þétt byggð myndast í kringum ána Níl, í Nílardal og við Nílarósa. Um 99% íbúanna búa á aðeins 5,5% landsvæðisins. Landið á landamæri að Líbíu í vestri, Súdan í suðri og Gaza-ströndinni og Ísrael í austri. Útaf mikilvægri landlegu Egyptalands á mörkum tveggja álfa skipar það veigamikinn hernaðarlegan sess í alþjóðastjórnmálum. Súesskurðurinn sem liggur í gegnum landið tengir Miðjarðarhaf við Rauðahaf og er mjög mikilvæg siglingaleið.

Loftslag

Aswan-stífla

Mestu rigningaskeiðin í Egyptaland eru á veturna. Sunnan af Kaíró er meðalúrkoma ekki nema 2-5 mm á ári jafnvel með einhverra ára millibili. Á skika við norðurströndina getur meðalúrkoma þó orðið árlega allt að 410 mm, mest milli október og mars. Snjókoma er tíð á Sinaífjalli og í sumum borgum við norðurströndina. Meðalhiti er milli 27 °C og 32 °C á sumrin en á veturna milli 13 °C og 21 °C. Á vorin berast að sunnan svonefndir khamsín-vindar og bera með sér sand og ryk. Þeir geta hækkað hitann í eyðimörkinni svo um nemur.

Fyrir byggingu Aswan-stíflu flæddi Níl árlega og endurnýjaði jarðveginn. Þetta gaf landinu stöðuga uppskeru í gegnum árin. Hækkun sjávaryfirborðs gæti haft alvarleg áhrif í för með sér fyrir Egyptaland að mati loftslagsfræðinga.

Lýðfræði

Fólksdreifing í Egyptalandi

Egyptaland er fjölmennasta ríki Austurlanda nær og þriðja fjölmennasta land Afríku með yfir 79 milljónir íbúa. Á árunum 1970-2010 fjölgaði íbúum landsins ört vegna umbóta í heilsugæslu og landbúnaði. Þegar Napóleon réðst inn í landið árið 1798 var áætlaður íbúafjöldi aðeins þrjár milljónir. Árið 1939 bjuggu 16,5 milljónir í Egyptalandi.

Flestir íbúar landsins búa við ána Níl, við Nílarósa og í nánd við Súesskurðinn. Um 90% íbúanna aðhyllast íslam en restin er að mestu kristin og tilheyrir koptísku rétttrúnaðarkirkjunni. Egyptar eru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, eða 99% en restin er skipuð nokkrum minnihlutahópum. Ber þá helst á Abözum, Tyrkjum, Grikkjum, Bedouin-Aröbum, Siwium og Núbíum.

Einnig er umtalsverður fjöldi flóttamanna í Egyptalandi, áætlaður á bilinu 500.000 til 3.000.000. Flóttamenn frá Palestínu eru um 70.000 og frá Írak um 150.000 en óvíst er hversu margir eru í stærsta flóttamannahópnum frá Súdan. Á árum áður voru öflug minnihlutasamfélög Gyðinga og Grikkja í Egyptalandi en þau hafa nú að stærstu leyti lagst af.

Tilvísanir

Tenglar