„Alþingiskosningar 2016“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ice-72 (spjall | framlög)
Ice-72 (spjall | framlög)
Lína 9: Lína 9:


=== Samfylkingin (S) ===
=== Samfylkingin (S) ===
{{Aðalgrein|Kosningabarátta Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2016}}
{{Aðalgrein}}
Stuttu fyrir Alþingiskosningarnar hafði [[Samfylkingin]] kosið sér nýjan formann, [[Oddný G. Harðardóttir|Oddnýju Harðardóttir]] fyrrverandi [[Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands|fjármálaráðherra]] sem tók við af [[Árni Páll Árnason|Árna Páli Árnasyni]] þingmanni. Fjórir höfðu verið í formannsframboðið og auk Oddnýjar voru það þeir [[Magnús Orri Schram]] fyrrverandi þingmaður, [[Guðmundur Ari Sigurjónsson]] bæjarfulltrúi á [[Seltjarnarnesbær|Seltjarnarnesi]] og [[Helgi Hjörvar]] þingflokksformaður.
Stuttu fyrir Alþingiskosningarnar hafði [[Samfylkingin]] kosið sér nýjan formann, [[Oddný G. Harðardóttir|Oddnýju Harðardóttir]] fyrrverandi [[Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands|fjármálaráðherra]] sem tók við af [[Árni Páll Árnason|Árna Páli Árnasyni]] þingmanni. Fjórir höfðu verið í formannsframboðið og auk Oddnýjar voru það þeir [[Magnús Orri Schram]] fyrrverandi þingmaður, [[Guðmundur Ari Sigurjónsson]] bæjarfulltrúi á [[Seltjarnarnesbær|Seltjarnarnesi]] og [[Helgi Hjörvar]] þingflokksformaður.


Tveir þingmenn flokksins tilkynntu í aðdraganda kosninganna að þau myndu ekki sækjast eftir endurkjöri, þau [[Katrín Júlíusdóttir]] fyrrverandi [[Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands|fjármálaráðherra]] og varaformaður flokksins og [[Kristján L. Möller|Kristján Möller]] fyrrverandi [[samgönguráðherra]].
Tveir þingmenn flokksins tilkynntu í aðdraganda kosninganna að þau myndu ekki sækjast eftir endurkjöri, þau [[Katrín Júlíusdóttir]] fyrrverandi [[Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands|fjármálaráðherra]] og varaformaður flokksins og [[Kristján L. Möller|Kristján Möller]] fyrrverandi [[samgönguráðherra]].


Ákveðið var að boða til flokksvals til þess að velj frambjóðendur í [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavíkurkjördæmunum]] tveimur, [[Suðvesturkjördæmi]] og [[Norðvesturkjördæmi]] þar sem flokksmenn myndu kjósa fjóra efstu frambjóðendurna á listanum. Í [[Norðausturkjördæmi]] og [[Suðurkjördæmi]] myndu svo kjörstjórnir flokksins stilla upp lista.
Ákveðið var að boða til flokksvals til þess að velj frambjóðendur í [[Reykjavíkurkjördæmi|Reykjavíkurkjördæmunum]] tveimur, [[Suðvesturkjördæmi]] og [[Norðvesturkjördæmi]] þar sem flokksmenn myndu kjósa fjóra efstu frambjóðendurna á listanum. Í [[Norðausturkjördæmi]] og [[Suðurkjördæmi]] myndu svo kjörstjórnir flokksins stilla upp lista.


=== Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) ===
=== Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) ===

Útgáfa síðunnar 20. ágúst 2016 kl. 22:25

Alþingiskosningar verða næst haldnar á Íslandi laugardaginn 29. október 2016 og verður það í 22. skiptið sem þær eru haldnar frá lýðveldisstofnun. Kosningar voru síðast haldnar vorið 2013 og voru því ekki á dagskrá fyrr enn í síðasta lagi 22. apríl 2017. Átök og stjórnarkreppa vegna leka á gögnum í skattaskjólum sem kölluð hafa verið panamaskjölin sem vörpuðu ljósi á eigur íslenskra ráðamanna í slíkum skjólum urðu til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra og þingkosningum var flýtt til haustsins 2016.[1]

Framboð

Sex flokkar eiga fulltrúa á þingi og ætla þeir að bjóða fram í næstu kosningum og eru þeir: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Píratar. Einnig hafa aðrar stjórnmálahreyfingar sem ekki eiga sæti á þingi gefið það út að þær ætli að bjóða fram lista og eru þær Viðreisn[2], Íhaldsflokkurinn[3], Dögun, Íslenska Þjóðfylkingin, Flokkur Heimilanna, Flokkur Fólksins, Húmanistaflokkurinn og Alþýðufylkingin. Sturla Jónsson íhugar framboð.[4]

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

Samfylkingin (S)

Stuttu fyrir Alþingiskosningarnar hafði Samfylkingin kosið sér nýjan formann, Oddnýju Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra sem tók við af Árna Páli Árnasyni þingmanni. Fjórir höfðu verið í formannsframboðið og auk Oddnýjar voru það þeir Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og Helgi Hjörvar þingflokksformaður.

Tveir þingmenn flokksins tilkynntu í aðdraganda kosninganna að þau myndu ekki sækjast eftir endurkjöri, þau Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og varaformaður flokksins og Kristján Möller fyrrverandi samgönguráðherra.

Ákveðið var að boða til flokksvals til þess að velj frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi þar sem flokksmenn myndu kjósa fjóra efstu frambjóðendurna á listanum. Í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi myndu svo kjörstjórnir flokksins stilla upp lista.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)

Framsóknarflokkurinn (B)

Björt framtíð (Æ)

Píratar (Þ)

Viðreisn (C)

Stjórnarandstöðuþingmenn á sameiginlegum blaðamannafundi í Iðnó í desember 2015.[5]

Mögulegt kosningabandalag

Í mars árið 2015 lagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata til að stjórnarandstöðuflokkarnir Samfylkingin, Björt framtíð, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Píratar myndu mynda með sér kosningabandalag fyrir Alþingiskosningarnar 2017. Bandalagið vildi hún mynda á grundvelli þess að vinna við gerð nýrrar stjórnarskrár yrði lokið og að aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að þessum aðgerðum loknum yrði boðað til kosninga á ný.[6] Í september árið 2015 sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna að hún væri áhugasöm um slíkt bandalag en gat ekki svarað til um hvort hún fengist til að leiða slíkt samstarf.[7] Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar viðraði þá hugmynd í desember 2015 að stjórnarandstaðan myndaði með sér kosningabandalag með Katrínu Jakobsdóttur í forystu.[8] Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hefur þá sagt að það sé siðferðisleg skylda stjórnarandstöðunnar að reyna að mynda ríkisstjórn eftir kosningar.[9]

Úrslit Alþingiskosninga 2013

Flokkur Formenn Atkvæði % +/- Þingmenn +/-
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 50.454 26,7 +3,0 19 +3
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 46.173 24,4 +9,6 19 +10
Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin Árni Páll Árnason 24.294 12,9 -16,9 9 -11
Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð Katrín Jakobsdóttir 20.546 10,9 -10,8 7 -7
Merki Bjartrar framtíðar, fjólublár skjöldur Björt framtíð Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir 15.583 8,2 6 +6
Merki Pírata Píratar Jón Þór Ólafsson 9.647 5,1 3 +3

Kannanir

Graf yfir fylgi stjórnmálaflokka á landsvísu frá kosningum 2013 samkvæmt skoðanakönnunum Gallup.


Fyrir:
Alþingiskosningar 2013
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 2021

Tenglar

Alþingiskosningar 2017

Tilvísanir

  1. Stjórnarandstaðan fundar með forsætisráðherra Rúv. Skoðað 12. apríl 2016.
  2. Vísir.is - Heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt
  3. Kjarninn.is -Nýr Íhaldsflokkur í mótun - Vill kristið samfélag og takmarka fjölda flóttamanna
  4. Vel á annan tug flokk bjóða fram til Alþingis Rúv. Skoðað 17. ágúst, 2016.
  5. Viðskiptablaðið - Stjórnarandstaðan leggur til breytingar á fjárlögum
  6. Vísir.is - Vill að stjórnarandstaðan myndi með sér kosningabandalag
  7. Eyjan.is - Katrín áhugasöm um kosningabandalag á vinstri vængnum - Hanna Birna vill að konur njóti framgangs
  8. Vísir.is - Vill kosningabandalag með Katrínu í brúnni
  9. Kjarninn.is - Árni Páll: Andstöðunni ber siðferðisleg skylda að reyna myndun ríkisstjórnar