„Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Koettur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Koettur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{Tvöföld mynd|right|Flag of Europe.svg|210|Flag of Iceland.svg|190|Fáni Evrópusambandsins.|Fáni Íslands.}}
{{Tvöföld mynd|right|Flag of Europe.svg|210|Flag of Iceland.svg|190|Fáni Evrópusambandsins.|Fáni Íslands.}}
'''Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið''' hófust [[27. júlí]] [[2010]] í framhaldi af því að Ísland sótti um aðild Sambandinu eftir [[þingsályktun]] [[Alþingi|Alþingis]] sem samþykkt var [[16. júlí]] [[2009]].<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/16/samthykkt_ad_senda_inn_umsokn/ Send verður inn umsókn um aðild að ESB]<br>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/16/yfirlysing_forsaetisradherra_um_esb/ Yfirlýsing forsætisráðherra um ESB]<br>[http://www.visir.is/island-saekir-um-adild-ad-esb/article/2009803431681 Ísland sækir um aðild að ESB]<br>[http://www.althingi.is/altext/137/s/0283.html Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu]</ref> Ísland er aðili að [[EFTA]] og hefur verið hluti af [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]] (EES) síðan 1993.
'''Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið''' hófust [[27. júlí]] [[2010]] í framhaldi af því að Ísland sótti um aðild Sambandinu eftir [[þingsályktun]] [[Alþingi|Alþingis]] sem samþykkt var [[16. júlí]] [[2009]].<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/16/samthykkt_ad_senda_inn_umsokn/ Send verður inn umsókn um aðild að ESB]<br>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/16/yfirlysing_forsaetisradherra_um_esb/ Yfirlýsing forsætisráðherra um ESB]<br>[http://www.visir.is/island-saekir-um-adild-ad-esb/article/2009803431681 Ísland sækir um aðild að ESB]<br>[http://www.althingi.is/altext/137/s/0283.html Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu]</ref> Ísland er aðili að [[EFTA]] og hefur verið hluti af [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]] (EES) síðan 1993.


[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð]] og [[Samfylkingin]] sem mynduðu [[Önnur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur|aðra ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur]] samþykktu að sækja um aðild með þeim fyrirvara að [[þjóðaratkvæðagreiðsla]] yrði haldin um inngönguna.
[[Vinstrihreyfingin – grænt framboð]] og [[Samfylkingin]] sem mynduðu [[Önnur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur|aðra ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur]] samþykktu að sækja um aðild með þeim fyrirvara að [[þjóðaratkvæðagreiðsla]] yrði haldin um inngönguna.

Útgáfa síðunnar 18. júlí 2016 kl. 15:13

Snið:Tvöföld mynd Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust 27. júlí 2010 í framhaldi af því að Ísland sótti um aðild að Sambandinu eftir þingsályktun Alþingis sem samþykkt var 16. júlí 2009.[1] Ísland er aðili að EFTA og hefur verið hluti af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) síðan 1993.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin sem mynduðu aðra ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykktu að sækja um aðild með þeim fyrirvara að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um inngönguna.

Framsóknarflokkurinn samþykkti á flokksþingi 2010 að „Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu og mun flokkurinn berjast fyrir þeim rétti“.[2]

Á landsfundi sínum sumarið 2010 samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn stjórnmálaályktun þar sem inngöngu í ESB var hafnað „enda er mikilvægara nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja.”[3] Í kjölfar alþingiskosninganna 2013 var mynduð stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en í stjórnarsáttmála hennar er kveðið á um að hlé verði gert á aðildarviðræðum og að ekki verði haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Umsókn um aðild að ESB

Kort sem sýnir útlínur Íslands og Evrópusambandsins.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsóknina með formlegum hætti þann 23. júlí 2009.[4] Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, hafði þó afhent umsóknina í Stokkhólmi 17. júlí.[5] Ísland hefur hins vegar verið aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) síðan 1970, en þeim var ætlað að stuðla að frjálsri verslun. Með Evrópska efnahagssvæðiðnu, sem Ísland gerðist aðili að 1994 fengu íslensk fyrirtæki aukinn aðgang að evrópskum markaði.

Mikil umræða hefur verið um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB, nú eða þá upptöku evrunnar, eða annars gjaldmiðils á síðustu árum. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var í apríl 2008 eru ríflega ⅔ Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn að ESB. Í könnun frá því febrúar þegar spurt var um hvort sækja ætti um aðild (ath: ekki undirbúa umsókn um aðild) frá því í febrúar sama ár svaraði 55,1% játandi.[6] Síðan þá hafa margar kannanir verið gerðar um fylgi umsóknar, samningaviðræðna og fleiri atriða sem viðkoma Evrópusambandinu en meirihluti landsmanna er þó andvígur inngöngu (apríl 2012). 54% eru andvígir inngöngu, 28% fylgjandi og 18% hlutlausir, þá eru þeir sem eru andvígir inngöngu ólíklegri til þess að breyta afstöðu sinni.[7].

Það var ekki stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem mynduð var eftir Alþingiskosningar 2007, að sækja um inngöngu í ESB. Samfylkingin hefur lýst því yfir að það sé á þeirra stefnu að sækja um aðild, en Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur því.[8]

Landssamband íslenskra útvegsmanna, hagsmunasamtök atvinnurekenda í íslenskum sjávarútvegi, eru mótfallin aðild að ESB fyrst og fremst á grundvelli þess að þá muni Ísland missa stjórn yfir sjávarútvegsmiðum sínum en fleira komi til.[9] Þetta hefur Eiríkur Bergmann, dósent við Háskólann á Bifröst, dregið í efa og segir hann að „[s]é það rétt að sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB sé raunverulega meginhindrunin ættu andstæðingar aðildar ekki að mótmæla því að látið væri reyna á viðunandi aðildarsamning, en á því hafa þeir ekki viljað ljá máls og raunar barist harkalega gegn. Sú staðreynd ... bendir til þess að það sé eitthvað annað en sjávarútvegurinn sem raunverulega hindri ESB-aðild Íslands.[10]

Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009

Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2009, þegar gengi krónunnar féll um meira en helming á innan við ári og rekstur allra þriggja íslensku viðskiptabankanna var yfirtekinn af hinu opinbera, blés nýju lífi í umræðu um inngöngu í ESB. Í skoðanakönnun Capacent sem birt var 18. október kom fram að 70% íslensku þjóðarinnar vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB.[11] Innan Sjálfstæðisflokksins hefur varaformaður hans, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sagt að Íslendingar þurfi að taka afstöðu til ESB „með hagsmuni Íslands til lengri tíma litið og þora að gera það“.[12] Alþýðusamband Íslands ályktaði 27. október 2008 að aðildarviðræður við ESB um hugsanlega inngöngu ættu að hefjast, sem hluti af aðgerðum til að endurheimta fjármálastöðugleika og auka trúverðugleika eftir bankahrunið.[13] Þann 15. desember 2008 birti Viðskiptaráð Íslands ályktun þar sem stjórn þess samþykkti að sækja ætti um aðild að ESB vegna þess „að raunverulegir efnahagslegir kostir fylgja aðild að myntbandalagi Evrópu og Evrópusambandinu“.[14]

Skilyrði Íslands fyrir inngöngu

Forsendur þess að land geti gerst aðildarríki að ESB er að það uppfylli Kaupmannahafnarskilyrðin, um að stöðugleiki ríki í landinu og að það sé lýðræðisríki sem virðir mannréttindi. Ennfremur þarf Ísland að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir evruna, að:

  1. Verðbólga sé innan við 1,5% hærri en meðaltal þeirra þriggja ESB-ríkja með lægstu verðbólguna.
  2. Skuldastaða ríkissjóðs sé innan við 60% af landsframleiðslu og fjárlagahalli sé innan við 3%.
  3. Tilvonandi aðildarríki skulu hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu (ERM II) sem aðlögun að peningakerfi Evrópu (EMS) samfellt í tvö ár og mega ekki gengisfella gjaldmiðil sinn á því tímabili.
  4. Stýrivextir til lengri tíma mega ekki vera meira en tveimur prósentum hærri en meðaltal þeirra þriggja ríkja ESB með lægstu lang-tíma stýrivextina.

Stöðugleikasáttmálinn var gerður milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins sumarið 2009 meðal annars með það fyrir augum að Ísland uppfylli ofangreind skilyrði. Í október 2009 var Daniel Gros, framkvæmdastjóri hugveitunnar Centre for European Policy Studies, kosinn af Alþingi í bankaráð Seðlabanka Íslands.

Alþingiskosningar 2013 og stjórnarskipti

Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi í kosningunum og stjórnarandstöðuflokkarnir Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku við stjórnartaumunum. Báðir flokkarnir höfðu ályktað um það í aðdraganda kosninga að stöðva aðildarviðræður. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir:

Gæsalappir

Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

— Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Tilvísanir

Tenglar

Stofnanir, stjórnmálaflokkar og félagasamtök

Fjölmiðlar og fræðigreinar