„Mið-Austurlönd“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 17: Lína 17:
== Landafræði ==
== Landafræði ==
[[Mynd:Landafræði.jpg|thumb|Svæðislýsing á Mið-Austurlöndum.]]
[[Mynd:Landafræði.jpg|thumb|Svæðislýsing á Mið-Austurlöndum.]]
Landslag Mið-Austurlanda er margbreytilegt, enda um stórt svæði að ræða. Mið-Austurlönd eru í þremur [[Heimsálfa|heimsálfum]], [[Asía|Asíu]], [[Afríka|Afríku]] og [[Evrópa|Evrópu]].<ref>Fisher, W. B. (2013). ''The Middle East : a physical, social, and regional geography''. New York: Routledge.</ref> Þetta svæði er fyrst og fremst [[eyðimörk]]. Einnig má finna þar [[Fjallgarður|fjallagarða]], [[Háslétta|hásléttu]] sem og miklar [[Á|ár]] og [[fljót]] (t.d. [[Tígris|Tígrís]], [[Níl]] og [[Efrat]]). Þrátt fyrir miklar eyðimerkur má einnig finna frjó svæði þar sem [[landbúnaður]] er hentugur, eins og nálægt Miðjarðarhafinu og það svæði sem áður var [[Mesópótamía|Mesapotamia]]. Annars staðar má finna land auðugt af [[Gull|gulli]], eins og í Norður Afríku og enn annars staðar land auðugt af [[Steinefni|steinefnum]] eins og í [[Levant]].
Landslag Mið-Austurlanda er margbreytilegt, enda um stórt svæði að ræða. Mið-Austurlönd eru í þremur [[Heimsálfa|heimsálfum]], [[Asía|Asíu]], [[Afríka|Afríku]] og [[Evrópa|Evrópu]].<ref>Fisher, W. B. (2013). ''The Middle East : a physical, social, and regional geography''. New York: Routledge.</ref> Þetta svæði er fyrst og fremst [[eyðimörk]]. Einnig má finna þar [[Fjallgarður|fjallagarða]], [[Háslétta|hásléttu]] sem og miklar [[Á|ár]] og [[fljót]] (t.d. [[Tígris|Tígrís]], [[Níl]] og [[Efrat]]). Þrátt fyrir miklar eyðimerkur má einnig finna frjó svæði þar sem [[landbúnaður]] er hentugur, eins og nálægt Miðjarðarhafinu og það svæði sem áður var [[Mesópótamía|Mesapotamia]]. Margt má finna á landsvæði Mið-Austurlanda, og þá er olían líklega þekktasta dæmið. Annars staðar má finna land auðugt af [[Gull|gulli]], eins og í Norður Afríku og enn annars staðar land auðugt af [[Steinefni|steinefnum]] eins og í [[Levant]].


== Þjóðernishópar og tungumál ==
== Þjóðernishópar og tungumál ==

Útgáfa síðunnar 10. apríl 2016 kl. 22:54

Heimskort sem sýnir staðsetningu Mið-Austurlanda (græn).

Mið-Austurlönd er samheiti yfir svæði sem nær frá botni Miðjarðarhafsins, meðfram RauðahafinuArabíuskaganum og teygir sig frá Persaflóa að Indlandi. Mismunandi forsendur geta legið fyrir því hvaða lönd tilheyra Mið-Austurlöndum. Saga mismunandi ríkja getur þannig gert það að verkum að þau eru talin til Mið-Austurlanda á meðan önnur hafa tengingu á grundvelli tungumáls, menningar eða trúar. Hefðbundið er hins vegar að flokka eftirfarandi lönd innan Mið-Austurlanda:

Tyrkland, Sýrland, Líbanon, Írak, Íran, Palestína, Ísrael, Jórdanía, Egyptaland, Súdan, Líbýa, Sádí-Arabía, Kúveit, Jemen, Óman, Barein, Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Seinna meir bættust við Túnis, Alsír og Marokkó sem voru öll áður fyrr tengd við Frakkland en hafa þau orðið náin Arabíu-ríkjunum bæði í kennd (e. sentiment) og utanríkisstefnu (e. foreign policy). Einnig gera landfræðilegar ástæður það að verkum að Afganistan og Pakistan séu flokkuð við og tengd við málefni Mið-Austurlanda.[1]

Menningarsvæði Mið-Austurlanda nær allt aftur til fornaldar og hefur haft mikil áhrif á þann menningarheim sem við búum við í dag. Eins og gefur að skilja einkennist svæðið af gífurlegum fjölbreytileika sem hefur þó orðið töluvert fyrir barðinu á einföldun af hálfu Vesturlanda í umfjöllun sinni og nálgun að þeim fjölmörgu samfélagögum sem þar er að finna.

Hugtakanotkun

Málverkið Snákatemjarinn eftir Jean-Léon Gérôme. Málverkið prýddi forsíðu bókar Edward Saids, Orientalism og þykir lýsa dæmigerðri óríentalískri senu.

Ekki er fullkomin eining um hvernig á að skilgreina Mið-Austurlönd og hvaða ríki falla innan vébanda svæðisins. Það hefur verið lagt til að best sé að skilgreina Mið-Austurlönd sem landfræðilegt hugtak sem á við það svæði sem fyrsta bylgja landvinninga múslima náðu yfir. Sé svo gert, nær það frá Marokkó yfir til Afganistan, Pakistan og Tyrklands.[2]

Notkun orðsins Mið-Austurlönd hefur sætt gagnrýni þar sem hugtakið þykir miðast um of við Evrópu- og Norður-Ameríkubúa. „Svæðisbundin landfræðiheiti byggð á leiðbeiningum eru alltaf vandkvæðum háð,” segir Karen Pinto í Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa. „Þau komast ekki hjá því að ýja að sjónarhorni, og í þessu tilfelli er sjónarhornið augljóslega Vestrið”.[2] Hugtakið er upprunið frá nýlendutímabilinu en það var bandarískur flotaforingi sem kom fyrstur fram með hugtakið.[3]

Áður fyrr var miðja landsvæðisins sem um ræðir nefnt Austurlönd nær en það nafn var gefið af vestrænum landfræðingum sem skiptu Austurlöndum, það er óríentinum, niður í þrjú landsvæði.[3] Fræðimaðurinn Edward Said kom fram með hugtakið óríentalismi í samnefndri bók sinni er kom út árið 1978 en í henni gagnrýndi hann meðal annars slíkar hugmyndir um óríentinn og lýsti því hvernig þær viðhalda ákveðnum ójöfnum valdatengslum.[4]

Landafræði

Mynd:Landafræði.jpg
Svæðislýsing á Mið-Austurlöndum.

Landslag Mið-Austurlanda er margbreytilegt, enda um stórt svæði að ræða. Mið-Austurlönd eru í þremur heimsálfum, Asíu, Afríku og Evrópu.[5] Þetta svæði er fyrst og fremst eyðimörk. Einnig má finna þar fjallagarða, hásléttu sem og miklar ár og fljót (t.d. Tígrís, Níl og Efrat). Þrátt fyrir miklar eyðimerkur má einnig finna frjó svæði þar sem landbúnaður er hentugur, eins og nálægt Miðjarðarhafinu og það svæði sem áður var Mesapotamia. Margt má finna á landsvæði Mið-Austurlanda, og þá er olían líklega þekktasta dæmið. Annars staðar má finna land auðugt af gulli, eins og í Norður Afríku og enn annars staðar land auðugt af steinefnum eins og í Levant.

Þjóðernishópar og tungumál

Í Mið-Austurlöndum býr ekki einsleitur hópur fólks heldur má finna þar marga og fjölbreytta þjóðernishópa (e. ethnic groups) og enn fleiri tungumál.[6] Helstu þjóðernishópanir eru Arabar, Tyrkir, Persar (Íranir) og Kúrdar. Í sumum heimildum er fólkinu skipt í Evrópubúa eða Asíubúa.[7] Sú skipting er of mikil einföldun þar sem þetta eru ekki þjóðernishópar.

Tungumál Mið-Austurlanda eru semitísk (þá aðallega arabíska, hebreska og arameíska), indóevrópsk (aðallega persneska, kúrdíska, Luri og Baluchi) og Altaí (aðallega tyrkneska, turkmenska og Azeri).[8] Innan hvers lands má oft á tíðum finna fjöldan allan af tungumálum. Þess má þó geta að til eru mismunandi mállýskur hinna ýmsu tungumála í Mið-Austurlöndum, eins og í arabísku. Og þar með er t.d. arabíska í einu landi ekki endilega töluð eins og arabíska í öðru landi.

Hér fyrir neðan má sjá helstu þjóðernishópa og tungumál hvers lands fyrir sig í Mið-Austurlöndum.[9][10] Sá þjóðernishópur eða tungumál sem er gefið upp fremst er hið útbreiddasta.

Fáni Afghanistans Afganistan

Mynd:Margir þjóðernishópar Mið-Austurlanda.jpg
Margir og fjölbreyttir þjóðernishópar Mið-Austurlanda. Á myndina vantar Pakistan.
  • Þjóðernishópar: Pashtun, Tajik, Hazara, Uzbek, Baluch, Turkmen, Nuristani, Pamiri, Arabar, Gujar, Barhui, Qizilbash, Aimaq, Pashai, Wakhi, Sheghni, Zebaki og Kyrghyz.
  • Tungumál: Dari (opinbert), Pushtun (opinbert), Hazaragi, túrknesk tungumál (þá aðallega Uzbek og Turkmen) en einnig eru yfir 30 önnur tungumál töluð í Afganistan.

Fáni Alsír Alsír

  • Þjóðernishópar: Arabar, Berbar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), Tamazight (Berbísk mállýska, opinber), franska (lingua franca). Einnig eru ýmsar mállýskur af arabísku og berbísku, eins og Shawiya berbíska (Tacawit) Mzab berbíska og Tuareg berbíska (Tamahaq).

Fáni Barein Barein

  • Þjóðernishópar: Bareinar, Arabar, Afríkubúar og Evrópubúar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska, Farsi, Urdu.

Fáni Egyptalands Egyptaland

  • Þjóðernishópar: Egyptar í stórum meirihluta.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska og franska (bæði vítt skilin).

Fáni Íraks Írak

  • Þjóðernishópar: Arabar, Kúrdar, Túrkmenar, Assyríar, Armenar, Yazidis
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), kúrdíska (Sorani og Karmanji), turkmenísk mállýska og assýríska, armeníska.

Fáni Íran Íran

  • Þjóðernishópar: Persar, Kúrdar, Lur, Baloch, Arabar, Túrkmenar (e. turkmen),Turkir, Azerar, Qashqa'is, Bakhtiaris, Shahsevans, Afshars, Boyer Ahmadis.
  • Tungumál: Persneska (opinbert), turkískar mállýskur (t.d. Azeri), kúrdíska, Gilaki, Mazandarani, Luri, Balochi, arabíska.

Fáni Ísraels Ísrael

  • Þjóðernishópar: Meirihlutinn Gyðingar, Arabar.
  • Tungumál: Hebrew (opinbert), arabíska (opinbert fyrir arabíska minnihlutan), enska (vítt skilið).

Fáni Jemen Jemen

  • Þjóðernishópar: Arabar í meirihluta, Afro-Arab, Suður Asíubúar, Evrópubúar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), Socotri, Marhi.

Fáni Jórdaníu Jórdanía

  • Þjóðernishópar: Arabar í meirihluta, Circassian, Armenar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (víða töluð).

Fáni Katar Katar

  • Þjóðernishópar: Arabar, Indverjar, Pakistanar, Íranar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (vítt skilin).

Fáni Kúveit Kúveit

  • Þjóðernishópar: Kúveitar, Arabar, Asíbúar, Afríkubúar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (víða töluð).

Fáni Líbanon Líbanon

  • Þjóðernishópar: Stór meirihluti Arabar, Armenar, Phoenicians.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), franska, enska, armeníska.

Fáni Líbýu Líbýa

  • Þjóðernishópar: Arabar, Berbar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), berbíska (aðallega Nafusi, Ghadamis, Suknah, Awjilah, Tamasheq), ítalska og enska (bæði víða skilin).

Fáni Marokkó Marokkó

Mynd:Tungumal M-A.png
Ýmis tungumál Mið-Austurlanda. Á myndina vantar Pakistan.
  • Þjóðernishópar: Arab-Berbar; Arabar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), ýmis tungumál berba (Tamazight, Tachelhit, Tarifit), franska (mál verslunar, ríkisstjórnarinnar og diplómata).

Fáni Óman Óman

  • Þjóðernishópar: Arabar, Baluchi, Afríkubúar, Suður Asíbúar (frá Indlandi, Pakistan, Sri Lanka og Bangladesh).
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska, Baluchi, Urdu, indverskar mállýskur.

Fáni Pakistan Pakistan

  • Þjóðernishópar: Punjabi, Pashtun, Sindhi, Sariaki, Muhajirs, Balochi.
  • Tungumál: Punjabi (mest talað), Sindhi, Saraiki (mállýska af punjabi), Pashto, Urdu (opinbert), Balochi, Hindko, Brahui, enska (lingua franca), Burushaki.

Fáni Palestínu Palestína

  • Þjóðernishópar: Arabar, Gyðingar.
  • Tungumál: Arabíska, hebrew, enska (vítt skilin).

Fáni Sameinuðu arabísku furstadæmanna Sameinuðu arabísku furstadæmin

  • Þjóðernishópar: Suður Asíubúar, Arabar, Íranar, Emirati.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), persneska, enska, Hindi, Urdu.

Fáni Sádí-Arabíu Sádí-Arabía

  • Þjóðernishópar: Arabar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (vítt skilin).

Fáni Súdan Súdan

  • Þjóðernishópar: Súdanskir Arabar, Fur, Beja, Nuba, Fallata.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), enska (opinbert), Nubian, Ta Bedawie, Fur.

Fáni Sýrlands Sýrland

  • Þjóðernishópar: Arabar, kúrdar, Armenar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert), kúrdíska, armeníska, Aramaic, Cicrassian (víða skilin), franska, enska (nokkuð skilin).

Fáni Túnis Túnis

  • Þjóðernishópar: Stór meirihluti Arabar, Gyðingar.
  • Tungumál: Arabíska (opinbert sem og mál viðskipta), franska (mál viðskipta) og Tamazight.

Fáni Tyrklands Tyrkland

  • Þjóðernishópar: Tyrkir, Kúrdar.
  • Tungumál: Tyrkneska, kúrdíska.

Saga

Allt frá upphafi mannkynssögunnar (3500-3000f.kr) hefur svæðið sem við þekkjum í dag sem Mið-Austurlönd verið miðpunktur heimsmála hvort sem um er að ræða í menningarlegum, trúarlegum, stjórnmálalegum eða efnahagslegum skilningi. Forsögu svæðisins má rekja til elstu samfélaga manna í Mesópótamíu (Súmerar, Akkadíumenn, Assyringar, Babýlóníumenn) og Egyptalandi (Egyptar). Mesópótamía átti upptök sín á milli ánna Efrat og Tígris á því svæði sem Irak er í dag en Egyptaland liggur við ánna Níl. Landfræðileg lega gerði svæðin einstaklega hentug til ræktunar sem skipti sköpum fyrir fyrstu samfélög manna sem áttu allt sitt undir landbúnaði.[11]

Um 3000f.kr. áttu sér stað miklar breytingar í Mesópótamíu í kjölfar þess að borgir urðu að miðstöðum stjórnkerfis mannnlegs samfélags. Dregið var úr mikilvægi ættartengsla í pólitík, vart var við aukna verkaskiptingu og sérhæfingu, og stéttaskipting þróaðist með samþjöppun auðs. Upphaf þessara breytinga má rekja til Súmera sem stofnuðu nokkrar borgir í suðurhluta Mesópótamíu. Fyrstir til að þróa með sér ritmál í formi fleygleturs lögðu þeir jafnframt grunninn að félagslegum- efnahagslegum og vitsmunalegum grundvelli Mesópótamíu.[12]

Mesópótamía var sameinuð bæði stjórnmála- og menningarlega af Babýlóníyumönnum undir stjórn Hammurabi (r. 1792-1750f.kr) sem er þó fyrst og fremst hvað þekktastur fyrir lagabálk sinn sem er sá elsti sem varðveist hefur. Lögin gefa merkilega vísbendingu um daglegt líf íbúa auk þess sem þar kemur bersýnilega í ljós hve ríkjandi stéttaskipting var í samfélagi Babýlóníumanna. Hvað merkilegast þykir þó vera krafa laganna þess efnis að refsing væri í samræmi við þann glæp sem framinn var; auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.[13] 

Mörg stórveldi hafa litið dagsins ljós í Austurlöndum nær og eiga þau það nær öll sameiginlegt að hafa söðlað undir sig gífurlegt landsvæði. Merkilegt er að líta til þess hve gífurlega fjölbreytt menningarsvæði áttu uppruna sinn að rekja til þessa svæðis og hve ríkjandi þau eru fyrir áhugasvið nútímamanna.

Egyptaland

Um svipað leyti og menningarsvæði Súmera hóf útþenslu var Egyptaland sameinað úr tveimur aðskildum ríkjum, Neðra- og Efra-Egyptalandi, árið 3150f.kr. Sögu Forn-Egyptalands er að jafnaði skipt í þrjú tímabil sem kennd eru við konungsættir.[11]

  • Fornöld (3100-2660 f.Kr.)
  • Gamla ríkið (2660-2180 f.Kr)
    • Tímabil píramídanna
    • Helsta borg Memphis (Menefer)
  • Mið-ríkið (2080-1640 f.Kr)
    • Helstu konungar: Amenemhet, Sensuret
    • Helstur borgir: Þeba og Memphis)
  • Nýja ríkið (1570-1075 f.Kr)
    • Tími faraóanna: Hatshepsut, Tutmosis, Akhenaten, Ramses II

Persía

Persneska heimsveldið undir stjórn Darius mikla (552-584 f.Kr)

Persar ruddu sér til rúms á 6.öld f.Kr. Valdatíð þeirra entist frá 559 f.Kr. og allt til 330 f.Kr þegar þeir litu í lægra haldi fyrir Makedóníumönnum með Alexander mikla í broddi fylkingar. Hefðbundið er að tengja upphaf Persaveldis við Kýrus milda (576-530 f.Kr.) sem lagði grunninn að fjölmenningarlegu heimsveldi Persa sem átti síðar eftir að verða það stærsta í sögu fornaldar undir stjórn Daríusar mikla (552-486 f.Kr.). Alexander mikli lagði áherslu á að viðhalda stærð og styrk Persaveldis eftir að hann hafði sigrað það og tekið sér stöðu Persakonungs árið 330 f.Kr. Veldi Alexanders varð þó tiltölulega skammlíft en hann lést af veikindum árið 323f.kr. og þar með liðaðist gríðarlegt veldi hans í sundur.[14]

Grikkir

Saga Grikklands til forna er jafnan miðuð við upphaf hins grískumælandi heims um 1600 f.Kr. Vísun til Forn-Grikkja takmarkast ekki við það landsvæði sem við þekkjum sem Grikkland í dag heldur nær yfir víðfeðmra svæði þar sem grískumælandi íbúar dvöldu í fornöld. Grísk menningarsaga er jafnan álitin bera með sér rætur vestrænnar menningar nútímans sem Rómverjar hafi borið með sér til Evrópu.[15]

Rómarveldi og Býsansríkið

Rómarveldi stærst árið 117 undir stjórn Trajanusar

Róm varð lýðveldi um 510 f.Kr. og varð í kjölfarið að stórveldi. Landvinningar á Appenínaskaganum og sigrar á grískum nýlendum á Ítalíu kom þeim í kjörstöðu á toppi Miðjarðarhafs. Rómverjar háðu síðar þrjú stríð, púnversku stríðin (264-241 f.Kr.), sem tryggðu þeim yfirráð fyrir botni- og um vestanvert Miðjarðarhaf. Frekari landvinningar skiluðu þeim jafnframt yfirráðum á Spáni og í Frakklandi.[16]

Borgarastyrjöld um miðja 1.öld f.Kr leyddi til þess að í Róm var komið á keisaraveldi um 27 f.Kr. Rómarveldi náði hámarki sínu undir stjórn Trajanusar 98-117 e.Kr. Hnignunartímabil heimsveldisins hófst á 2.öld f.Kr. sem endaði með því að ríkinu var skipt í tvennt árið 293 og varð sú skipting varanleg frá árinu 395. Upp úr þessum klofningi varð Austurrómverska keisaradæmið, stundum nefnt Býsansríkið, til en höfuðborg þess var í Konstantínópel sem þekkist í dag sem Istanbul.[17]

Islam og kalífatið

Myndin sýnir úþenslu kalífatsins

Á 6.öld var Austurlöndum nær skipt milli tveggja ríkja, Austurrómverska keisaradæmisins í vestri og Sassanída veldisins í austri. Pattstaða hafði myndast í harðvígum deilum ríkjanna sem rekja mátti til langvarandi hernaðar milli Rómarveldis og Persíu. Við þessar kringumstæður reis nýtt afl sem gerði tilkall til valda í Mið-Austurlöndum; arabískt veldi Islam.[18] Í kjölfar andláts spámannsins Múhameð (570-632) hófu eftirmenn hans umtalsverða landvinninga sem teigðu sig langt út fyrir upptök sín á Arabíuskaganum. Árangurinn reyndist undraverður og innan við 100 árum eftir fráfall spámannsins hafði útþensla Araba náð að Indlandi í austri og til Spánar. Stjórnskipun ríkisins var til að byrja með í höndum Rashidun kalífanna (623-661) en að valdatíð þeirra lokinni er hefðbundið að miða við valdatíð Umayyad kalífatsins (661-750) og síðar Abbasída kalífatsins (750-1258).[19] Á 10. öld gekk kalífatið í gegnum hnignunartímabil. Landsvæðamissir og efnahagserfiðleikar gerðu það að verkum að heimsveldið liðaðist í sundur og forsenda myndaðist fyrir nýja aðila til að taka við stjórnartaumunum.[20]

Ottómanaveldið

Ottómanar risu til valda á fyrri hluta 15.aldar í Anatólíu á því svæði sem við þekkjum í dag sem Tyrkland. Eftir að hafa náð Konstantínópel á sitt vald árið 1453 og gert hana að höfuðborg sinni hófu Ottómanar reglubundna útþenslu ríkisins til austurs inn í Mið-Austurlönd árið 1514. Áður en langt um leið var fyrrum Býsansríkið innlimað í heild sinni í Ottómanaveldið og á 16.öld beindu þeir augum sínum niður með Miðjarðarhafinu og inn í Norður-Afríku. Á hápunkti sínum náði veldi Ottómana til Ungverjalands í Evrópu, Alsír í Norður-Afríku, umkringdi Rauðahafið og teygði sig einnig niður Persaflóa. Ottómanaveldið var eitt stærsta, best skipulagða og langlífasta heimsveldi sögunnar en valdatíð þess náði til 6.alda (1299-1922)[21]

Trúarbrögð

Hagkerfi

Olíu- og gasforði Mið-Austurlanda

Hagkerfi Mið-Austurlanda eru margbreytileg þar sem þau liggja yfir vítt og sundurleitt landsvæði. Katar telst efnaðasta ríki Mið-Austurlanda (og heimsins) en landsframleiðsla Katar miðað við höfðatölu eru 12,100 dollarar sem miðað við gengi í mars 2016 jafngildir 12,6 milljónum íslenskra króna.[22] En jafnt við gríðarlega efnuð ríki má finna mjög fátæk ríki í Mið-Austurlöndum. Jemen er í neðsta sæti á lista CIA factbook á landsframleiðslukvarða miðað við heiminn. Þá lifa jafnframt 54% þegna Jemens undir fátæktarmörkum.[23]

Sum ríki í Mið-Austurlöndum, sérstaklega við persaflóann, eru algerlega háð olíuiðnaðinum. Til að mynda kemur 80% af innkomu Sádí-Arabíska ríkisins frá olíuiðnaði. Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmin falla einnig undir þennan flokk. Önnur ríki innan Mið-Austurlanda hafa mun fjölbreytilegri uppsprettur innkomu. Þau hagnast meðal annars á landbúnaði, bómull, búfénaði, vefnaði, leðurvinnslu, skurðlækningatækjum og hernaðarbúnaði. Í hagkerfum Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein eru bankaviðskipti einnig mikilvæg uppspretta innkomu. Ferðamennska hefur einnig verið stór liður í hagkerfi ríkja á borð við Tyrkland, Egyptaland, Líbanon og Ísrael.

Stjórnarfar

Afganistan.

Íslamska lýðveldið Afganistan er lýðræðisríki, nánar tiltekið forsetaræði. Ríkisvald Afganistan skiptist skv. Stjórnarskrá ríkisins í þrjá hluta. Framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er þjóðhöfðingi og æðsti ráðamaður varnarliðs Afganistan. Forsetinn er kosinn í allsherjarkosningum en hann þarf hreinan meirihluta atkvæða til að ná kjöri. Forsetinn skipar ríkistjórn Afganistan. Þjóðþingið fer með löggjafarvaldið. Þjóðþing Afganistan situr í tveimur deildum. Neðri deildin kallast Wolesi Jirga eða deild fólksins (e. House of people). Fulltrúar neðri deildarinnar eru kosnir í allsherjarkosningum. Efri deildinn kallast Merhrano Jirga eða öldungardeildinn (e. House of elders). Fulltrúar hennar eru skipaðir. Dómsvaldið er óháð framkæmdar- og löggjafarvaldinu en það samanstendur af þremur dómsstigum. Áfrýjunarrétt (e. Appeal Court), Hárétt (e.High Court) og Hæstarétt (e. Supreme Court).

Barein.

Barein er einræðisríki, nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Barein er konungsríki þar sem konungurinn (e. the amir) fer fyrir framkvæmdarvaldinu og velur í ríkistjórn. Konungurinn er þjóðhöfðingi jafnt sem æðsti stjórnandi varnarliðs Barein. Þrátt fyrir að konungurinn fer með framkvæmdarvaldið hefur hann framselt það að miklu leiti til ríkisstjórnarinnar frá með 1956. Konungurinn skipar forsætisráðherra sem skipar í og fer fyrir ríkistjórninni sem er skipuð 18 ráðherrum. Konungur og Forsætisráðherra hafa báðir neitunarvald þegar að það kemur að ákvörðunum ríkistjórnarinnar. Stór hluti ráðherra Barein eru meðlimir Al Khalifa Konungsfjölskyldunnar.1 Embætti Konungs gengur frá föður til sonar en konungur getur þó ákveðið að framselja embættið til annars ættingja hans sem er karlkyns. Dómstólar Barein eru aðskildir frá framkvæmdarvaldinu. Löggjafarvald Barein er í höndum Þjóðþingsins (e. the National Assembly) Þjóðþingið situr í tveimur deildum fulltrúardeildin (e. the chamber of deputies) sem hefur 40 kjörna meðlimi og Shura Ráðið (e. the Shura council) sem hefur 40 meðlimi skipaða af konungi.

Egyptaland.

Egyptaland er formlega lýðræðisríki með forsetaþingræði. Stjórnskipan Egyptalands hvílir á stjórnarskrá sem var sett árið 1971, en endurbætt og aðlöguð að hinni nýju stjórnskipan í þjóðaratkvæðagreiðslu 19.mars 2011. Egypska þingið samanstendur af tveimur deildum. Samkunda Fólksins eða Majlis al Shaab er neðri deild þingsins. Hún samanstendur af 498 kjörnum og 10 skipuðum fulltrúum. Efri deildin kallast Shura Ráðið (e. the Shura Council) og samanstendur af 270 kjörnum og 90 skipuðum fulltrúum. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Hann er kosinn í allsherjarkosningum. Forsetinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars þarf hann að vera Egypskur ríkisborgari, báðir foreldrar hans þurfa að vera Egypskir, hann þarf að hafa sinnt herskyldu og hafa náð 40 ára aldri. Dómsvaldið í Egyptalandi er óháð framkvæmdar og löggjafarvaldinu. Egypska dómskerfið samanstendur af veraldlegum og trúarlegum dómstólum.

Írak.

Írak er lýðræðisríki, nánar tiltekið sambandsríki sem býr við þingræði. Forsætisráðherra Írak fer með framkvæmdarvaldið ásamt forsetanum og ríkistjórn Írak sem kallast ráðherraráðið (e. Council of Ministers) Löggjafarvaldið er í honum tveggja löggjafarsamkundna, fulltrúaráðsins (e. Council of representatives) og Sambandsráðsins (e. Federation Council). Dómsvaldið í Írak er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.

Íran.

Íslamska lýðveldið Íran er eina klerkaveldið (e.theocracy) í heiminum. Klerkaveldi sem stjórnskipan flokkast undir einræði. Klerkaveldi er stjórnarform þar sem æðsti valdhafi er sagður fara með vald Guðs, öll löggjöf byggir á trúarbrögðum og á að tjá vilja Guðs. Íslamska lýðveldið Íran var sett á fót árið 1979 í kjölfari byltingar gegn einveldisstjórn Mohammad-Reza Shah Pahlavi. Tvær tegundir stjórnsýslu stofnanna eru við lýði í Íran. Embætti sem er kosið í og embætti sem er skipað í. Kerfið flækist síðan vegna tilvistar hinna mörgu valdakjarna (e.multiple power centers). Hinir svokölluðu valdakjarnar eru stofnanir sem eru hugsaðar sem trúarleg viðbót við hinar hefðbundnu ríkistofnanir. Þar af leiðandi deila valdakjarnarnir ábyrgð með þeim stofnunum sem þeir eru viðbót við. Æðsta yfirvald íslamska lýðveldisins Íran er embætti leiðtogans (e.supreme leader). Embættið sameinar trúarlegt og veraldlegt yfirvald. Leiðtoginn er skipaður ævilangt af samkundu sérfræðinga. Samkundan samanstendur af 86 klerkum sem eru kosnir til átta ára í senn. Forsetinn er kosin með allsherjar kosningu á fjögurra ára fresti. Hann verður að vera twelver Shiite og karlkyns. Hann þarf ekki að vera klerkur þrátt fyrir að það sé algengast. Forsetinn fer fyrir framkvæmdarvaldinu fyrir utan þau málefni sem Leiðtoginn sér um. Forsetinn skrifar undir frumvörp sem þingið hefur samþykkt og staðfestir þau sem lög. Hann skipar meðlimi ríkistjórnarinnar (e. Cabinet) og ríkistjóra fylkja (e.provincial governors). Þingið getu lýst yfir vantrausti á forsetan og leiðtoginn síðan svipt hann embætti í kjölfarið. Íranska þingið situr í einni deild og er kallað Majles. Það samanstendur af 290 þingmönnum sem eru kosnir í allsherjar kosningum til fjögurra ára í senn. Allir nema fimm af meðlimum þingsins þurfa að vera múslimar. Stjórnarskrá Íran kveður á um að Kristnir eigi að hafa þrjá fulltrúa á þingi, Gyðingar einn og Zaraþústrar einn. Þingið hefur löggjafarvald en löggjöfin má ekki ganga gegn stjórnarskránni eða Islam. Samkvæmt 156.grein stjórnarskrár Íran er dómsvaldið óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Leiðtoginn skipar æðsta yfirmann dómkerfisins sem útnefnir síðan forseta hæstaréttar (e. head of the supreme court).

Israel.

Ísrael er lýðræðisríki, nánar tiltekið þingræðisríki. Ísraelska ríkisvaldið skiptist í þrjá hluta. Framkvæmdarvald, Löggjafarvald og Dómsvald. Forsætisráðherra Ísrael fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Ísraelska þingið fer með löggjafarvaldið og kallast Knesset. Þingið situr í einni deild og hefur 120 fulltrúa sem er kosnir í allsherjarkosningum. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Þrátt fyrir að Ísrael hefur ekki stjórnaskrá hefur ríkið svokölluð grunnlög sem þjóna á vissan hátt sama hlutverki. Forseti Ísrael er kosinn af þinginu til 7 ára í senn. Hann talar fyrir hönd Ísrael í alþjóðakerfinu en hefur lítil raunveruleg völd.

Jemen.

Stjórnarfar í Jemen er óljóst í dag vegna yfirtöku vopnaðra samtaka sem kallast Houthis eða Ansar Allah á árunum 2014-2015. Samtökin tóki ríkið yfir og tilkynntu að þau myndu leysa upp þáverandi stjórnfyrirkomulag.

Jórdanía.

Jórdanía er einræðisríki, nánar tiltekið konungsríki sem er bundið af stjórnarskrá. Stjórnarskráin skiptir völdum ríkistjórnarinnar í framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald. Löggjafarvaldið er bæði í höndum konungs og þingsins. Konungurinn fer líka með framkvæmdarvaldið með aðstoð ríkistjórnarinnar sem er kölluð Ráðherraráðið (e. Council of Ministers). Dómsvaldið er falið sjálfstæðum dómstólum sem eru óháðir framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Löggjafarþingið er kallað þjóðþingið og situr í tveimur deildum. Efri deildin kallast Öldungadeild (e. House of Notbles). Hún hefur 30 fulltrúa skipaða af konungi. Konungur skipar þingmennina til 4 ára í senn í tveimur helmingum, annan helminginn þegar tvö ár eru liðin af kjörtímabilinu. Þeir þingmann sem þá eru skipaðir sinna embætti þangað til tvö ár eru liðinn af næsta kjörtímabili. Neðri deildin kallast Fulltrúadeildin. Fulltrúadeildin hefur 30 kjörna fulltrúa. Þingið er í raun frekar valdalaust og konungur fer að mestu leiti með löggjafavaldið. Dómskerfið í Jórdaníu byggir á Sharia lögum Íslamstrúar ásamt lögum með evrópskan uppruna. Það eru þrjár tegundir dómstóla í Jórdaníu: Borgararéttur, Trúarréttur og sérstakir dómstóla (e.special courts).

Líbanon.

Líbanon er lýðræðisríki, nánar tiltekið þingræðisríki. Ríkisvaldinu er skipt eftir stjórnarskrá landsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og óháð dómsvald. Löggjafarvaldið liggur hjá Fulltrúaþinginu (e. Chamber of deputies) sem saman stendur af 128 fulltrúum sem eru kosnir á 4 ára fresti í allsherjarkosningum. Ríkistjórn Líbanon fer með framkvæmdarvaldið með forsætisráðherra landsins í forsvari. Dómsvaldið liggur hjá sjálfstæðum dómstólum.

Marokkó.

Marokkó er einræðisríki, nánar tiltekið Konungsríki sem gengur í arf og er bundið af stjórnarskrá. Konungur fer með framkvæmdarvaldið hann skipar ríkistjórnina. Konungur getur rofið þing, ógilt stjórnarskránna og komið á kosningum. Hann er einnig æðsti yfirmaður hersins. Þingið situr í tveimur deildum fulltrúadeildinni og ráðgjafadeildinni. Þingið hefur samt í raun enginn völd. Valdið liggur allt hjá konungi. Dómstólar eru formlega sjálfstæðir í Marokkó. Konungur hefur hins vegar mikil áhrif í dómskerfinu.

Óman.

Óman er einræðisríki nánar til tekið konungsríki. Í Oman er Soldánin (konungur) bæði þjóðarleiðtogi og forsætisráðherra ríkistjórnarinnar, sem fer með framkvæmdarvaldið. Soldánin fer með löggjafarvaldið en hefur ráðgefandi ráð kallað ráðherraráðið (e.Council of  Ministers) sem er skipað 27 meðlimum. Ráðherraráðið hefur þó engin raunverulög völd. Dómskerfi Oman byggir á túlkun Ibadi á hinum Íslömsku sharia lögum. Dómstólar fara eftir héruðum og er stjórnað í samvinnu við gadi. Gadi er dómari sem hefur fengið stöðu sína annað hvort með því að útskrifast frá háskóla með gráðu í Íslömskum lögum eða með því að hafa stundað nám hjá innlendum trúarbragða sérfræðingum. Þrátt fyrir að stýrast mest af sharia lögum reynir dómskerfið að komast að niðurstöðu sem er sanngjörn öllum aðilum. Þar af leiðandi hafa ættbálkalög í mörgum tilvikum blandast trúarlegum lögum.    

Pakistan.

Pakistan er lýðræðisríki, nánar tiltekið sambandsríki sem býr við þingræði. Þing sambandsríkisins kallast Majlis-is-shoora eða ráðgjafaráðið. Ráðgjafaráðið fer með löggjafarvaldið. Það samanstendur af öldungadeild sem er efri deildin og Þjóðþinginu sem er neðri deildin. Forsetinn er þjóðhöfðingi og hann skipar forsætisráðherrann. Forsætisráðherrann er alltaf valin úr hópi þingmanna þjóðþingsins. Hann fer fyrir framkvæmdarvaldinu. Dómstólar í Pakistan eru óháðir framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Forseti Pakistan skipar dómara Hæstaréttar.

Palestína.

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin.

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin eru sambandsríki sem samanstendur af sjö ríkjum sem búa við einræði. Þau eru: Abu Dhabi, Ajman, Dubai,Fujairah, Ras al-khaimah, Sharjah og  Umm al-Quwain. Ríkin búa við bráðabirgða stjórnarskrá sem var sett 1972. Stjórnarskráin skiptir ríkisvaldinu í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Hún skiptir einnig löggjafar- og framkvæmdarvaldinu í alríkislögsögu og lögsögu furstadæmanna. Ríkistjórnin fer með utanríkisstefnu sambandsríkjanna, vörn þeirra og öryggismál, innflytjendamál og samskiptamál. Furstarnir fara með önnur völd. Framkvæmdarvaldið samanstendur af Æðsta ráði sambandsins( e.supreme council), Ráðherraráðinu (e.Cabin of Ministers) og forsetanum. Æðsta ráðið fer með löggjafar og framkvæmdarvaldið á alríkisstiginu. Æðsta ráðið samanstendur af furstum ríkjanna sjö. Það kýs innan sinna raða formann og varaformann til fimm ára í senn. Æðsta ráðið sér um alla stefnumótun og löggjöf fyrir alríkið. Forsetinn er stjórnarformaðu æðsta ráðsins, hann er þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi varnarliðs furstadæmanna. Forsetinn skipar forsætisráðherrann, Vara forsætisráðherrana tvo, ráðherra ríkistjórnarinnar og alla æðstu yfirmenn hersins. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu. Það samanstendur of forseta dómsvaldsins og fimm öðrum dómurum sem eru skipaðir af Forseta furstadæmanna. Skipan þeirra er hins vegar einnig háð samþykki æðsta ráðsins.    

Sádí-Arabía

Konungsríkið Sádí-Arabía er einræðisríki sem gengur í arf. Árið 1992 vöru sett lög um rétt og ábyrgð ríkistjórnarinnar sem kallast Grunn lög um stjórnunarhætti (e. Basiv Law of Governance). Konungur Sádí-Arabía er einnig forsætisráðherra, þjóðhöfðingi og æðsti stjórnandi hersins. Embætti konungs gengur í arf. Ríkistjórnin eða Ráðherraráðið (e.Council of Ministers) er skipað af konungi á fjögurra ára fresti og er oftast mannað meðlimum konungsfjölskyldunnar. Löggjafarvaldið er í höndum konungs en hann hefur ráðgefandi þing (e. Consultive Counsil) sem er þekkt sem Majlis as-Shura eða Shura Ráðið (e. Shura Council). Ráðið samanstendur af 150 meðlimum sem eru skipaðir til 4 ára. Árið 2011 tilkynnti konungur að konur mættur sitja í ráðinu og skipaði 30 konur í ráðið. Löggjafarvald Sádí-Arabíu fylgir Sharia lögum Íslamstrúar. Réttarkerfi Sádía-Arabíu samanstendur af þremur megin hlutum. Fyrsta tilfellis dómstólum (e. Courts of the First Instance) sem eru almennir dómstólar. Dómstólar ógildinga (e.Courts of Cassation) og æðstu dómstólar (e. Supreme Judicial Council).    

Súdan.

Sýrland.

Sýrland er formlega lýðræðisríki sem býr við forsetaþingræði. Forsetinn er þjóðhöfðingi, hann fer fyrir framkvæmdarvaldinu ásamt því að vera æðsti yfirmaður hersins. Forsetinn er kosin í allsherjarkosningum á 7 ára fresti. Forsetinn skipar forsætisráðherra. Þing fólksins eða Majlis al-shaab fer með löggjafarvald í sýrlandi. Þingið situr í einni deild og er kosið í allsherjarkosningum á 4 ára fresti. Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu, dómarar eru tilnefndir af forsetanum en síðan skipaðir af æðsta dómsráðinu (e. supreme judical council.)

Túnis.

Tyrkland.

Tyrkland er lýðræðisríki, nánar til tekið þingræðisríki. Forseti ásamt ríkistjórninni fara með framkvæmdarvaldið. Völd forseta eru þó lítil. Forsetinn er þjóðhöfðingi og er kosinn til sjö ára í senn. Þjóðþingið (e.Grand national assembly) fer með löggjafarvaldið en það er skipað 450 fulltrúum sem eru kosnir í alsherjakosningum til fimm ára í senn.  Dómsvaldið er óháð framkvæmdar- og löggjafarvaldinu.


  1. Gwinn, R. P., Swanson, C. E. og Goetz, P. W. (ritstjórar). (1985). The New Encyclopædia Britannica: Micropædia (15. útgáfa, 8. bindi). Chicago: Encyclopædia Britannica.
  2. 2,0 2,1 Karen Pinto. (2004). The Middle East. Í Philip Mattar (ritstjóri), Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa (bls. 1522-1523). Bandaríkin: Thomson Gale.
  3. 3,0 3,1 Gwinn, R. P., Swanson, C. E. og Goetz, P. W. (ritstjórar). (1985). The New Encyclopædia Britannica: Micropædia (15. útgáfa, 8. bindi). Chicago: Encyclopædia Britannica.
  4. Said, E. W. (1978). Orientalism. New York: Pantheon Books.
  5. Fisher, W. B. (2013). The Middle East : a physical, social, and regional geography. New York: Routledge.
  6. Anderson, E. (2000). Middle East: Geography and geopolitics. New York: Routledge.
  7. [1] CIA. Sótt 6. apríl 2016
  8. Takac, S. A. og Cline, E. H. (ritstjórar). (2015). The Ancient world. London: Routledge.
  9. [2] CIA. Sótt 5. apríl 2016
  10. Mattar, P. (ritstjóri). (2004). Encyclopedia of the Modern Middle East & North Africa. (2. útgáfa). Detroit: Thomson Gale.
  11. 11,0 11,1 McKay, A History of World Societies, bls. 44-46.
  12. Bulliet, The Earth and Its Peoples: A Global History, bls. 32
  13. McKay, A History of World Societies, bls. 42-44
  14. McKay, A History of World Societies, bls. 58-59
  15. McKay, A History of World Societies, bls. 116-117
  16. McKay, A History of World Societies, bls. 143-146
  17. McKay, A History Of World Societies, bls. 153-160
  18. Esposito, The Oxford History of Islam, bls. 1-3
  19. Cleveland, Bunton, A History of the Modern Middle East, bls. 4-15
  20. Esposito, The Oxford History of Islam, bls. 351
  21. McKay, A History of World Societies, bls. 587-595
  22. [3] Aneki. (2014). Richest countries in the Middle East. Sótt 6. apríl 2016
  23. [4] CIA. Sótt 6. apríl 2016