„Kennitala“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SvartMan (spjall | framlög)
vísa á nýja og uppfærða, íslenska heimild Þjóðskrár
SvartMan (spjall | framlög)
→‎Fyrstu átta stafirnir: raðtalan er valin með frekar fyrirsjáanlegum hætti
Lína 10: Lína 10:
* Fyrirtæki stofnað [[17. júní]] [[2007]] fær fyrri hlutann 570607
* Fyrirtæki stofnað [[17. júní]] [[2007]] fær fyrri hlutann 570607


Næstu tveir stafir kennitölunnar eru valdir af handahófi,<ref name="tjodskra"/> þó er varast að þeir verði eins og aðrir sem þegar var úthlutað þannig að einstaklingar fæddir sama dag fái ekki sömu tvo stafi.
Næstu tveir stafir kennitölunnar er raðtala, 20 eða hærri, valin við fæðingu.<ref name="tjodskra"/>


=== Níundi stafurinn ===
=== Níundi stafurinn ===

Útgáfa síðunnar 24. mars 2016 kl. 16:50

Kennitala (skammstafað sem kt.) er einkvæmt 10-tölustafa númer sem einstaklingar, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki nota á Íslandi til að auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við stofnanir, fyrirtæki og aðra einstaklinga. Þetta númer er á forminu DDMMÁÁ-NNPÖ þar sem DD er dagurinn, MM er mánuðurinn, ÁÁ eru síðustu tveir stafirnir í fæðingarárinu, NN er handahófskennd tala, P er prófsumma sem er reiknuð út frá fyrstu átta tölunum og Ö táknar öldina.[1] Kennitölur voru teknar upp á áramótum 1987-1988, en áður var notast við nafnnúmer.

Uppbygging

Fyrstu átta stafirnir

Fyrstu 6 stafir kennitölu eru myndaðir af fæðingardagsetningu einstaklings. Ef um félagasamtök, stofnun eða fyrirtæki er að ræða er notuð stofndagsetning þess nema hvað tölunni 4 er bætt við fyrsta tölustafinn.

Dæmi:

Næstu tveir stafir kennitölunnar er raðtala, 20 eða hærri, valin við fæðingu.[1]

Níundi stafurinn

Níundi stafur kennitölunnar er vartala, og virkar sem ákveðin prófsumma sem er fengin með því að beita ákveðnu reikniriti á fyrstu 8 tölurnar. Fyrstu átta tölurnar eru margfaldaðar með tölunum 2, 3, 4, 5, 6, 7, 2 og 3 frá hægri til vinstri, margfeldin eru svo lögð saman og módúlus 11 fundinn af summunni,[1] þessi módúlus er svo notaður sem níundi stafurinn. Þannig er hægt að athuga hvort að kennitala sé löglega mynduð og hafna kennitölum sem slegnar eru inn sem ekki standast þetta vartölupróf.

Dæmi hvernig reikna ætti út níunda staf kennitölu einstaklings sem byrjar á 120160 og hefur handahófskenndu stafina 33.[1]

Fyrst eru fyrstu átta tölurnar margfaldaðar með fyrirframákveðinni talnarunu:

og þar sem

þar sem er samleifa

þar sem samleifin er . Ef afgangurinn er 0 þá er vartalan 0, ef afgangurinn er 10 þá er vartalan ónothæf. Þá raðtalan hækkuð um einn og ný vartala reiknuð áður en kennitalan er gefin út. Því mun afgangurinn aldrei vera 10 í gildri kennitölu.

Svo er afgangurinn dreginn frá tölunni ellefu

og níundi stafurinn er því átta. Ef niðurstaðan er 11 þá skal vartalan vera 0.

Ef niðurstaðan er 10 þá er vartalan ónothæf. Er þá raðtalan hækkuð um einn og ný vartala reiknuð út þar til gild vartala finnst.

Tíundi stafurinn

Tíundi og síðasti stafur kennitölunnar táknar öldina sem aðilinn er fæddur eða stofnaður:[1]

Tilvísanir

Heimildir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 „Um kennitölur“. Þjóðskrá. Sótt 22. apríl 2014.

„Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?“. Vísindavefurinn.

Tengt efni

Tenglar

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.