„Eiður Smári Guðjohnsen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:
|fæðingarbær=[[Reykjavík]]
|fæðingarbær=[[Reykjavík]]
|fæðingarland=Ísland
|fæðingarland=Ísland
|dánardagur=
|dánardagur=5. febrúar 2016
|dánarbær=
|dánarbær=Jerúsalem
|dánarland=
|dánarland=Jerúsalem
|hæð=
|hæð=
|staða=Sóknartengiliður
|staða=Sóknartengiliður, Snareðla
|núverandi lið=Bolton Wanderers
|núverandi lið=Bolton Wanderers
|númer=
|númer=

Útgáfa síðunnar 5. febrúar 2016 kl. 10:41

Eiður Smári Guðjohnsen
Upplýsingar
Fullt nafn Eiður Smári Guðjohnsen
Fæðingardagur 15. september 1978 (1978-09-15) (45 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Dánardagur    5. febrúar 2016
Dánarstaður    Jerúsalem, Jerúsalem
Leikstaða Sóknartengiliður, Snareðla
Núverandi lið
Núverandi lið Bolton Wanderers
Yngriflokkaferill
Brussegemi[1]
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1994
1995-1997
1998
1998-2000
2000-2006
2006-2009
2009-2010
2010
2010-2011
2011
2011-2012
2012-2013
2013-2014
2014-
Valur
PSV
KR
Bolton Wanderers
Chelsea F.C.
FC Barcelona
Monaco
Tottenham
Stoke
Fulham
AEK Athens

Cercle Brugge
Club Brugge
Bolton Wanderers

17 (7)
13 (3)
6 (0)
59 (19)
186 (54)
72 (10)
9 (0)
11 (1)
4 (0)
10 (0)
10 (1)
13 (6)
26 (3)
19 (5)
Landsliðsferill2
1992-1994
1994-1996
1994-1998
1996-2013
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
27 (6)
9 (2)
11 (5)
78 (24)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 27. apríl 2011.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
15. október 2010.

Eiður Smári Guðjohnsen (f. 15. september 1978) er íslenskur knattspyrnumaður. Hann byrjaði atvinnuferill sinn hjá hollenska félaginu PSV Eindhoven og hefur síðan átt litríkan feril í atvinnuknattspyrnu.

24. apríl 1996 urðu Guðjonsen og faðir hans, knattspyrnumaðurinn Arnór Guðjohnsen, fystu feðgarnir til að spila í landsleik gegn Eistlandi í Talinn. Arnór var í byrjunarliðinu og Guðjonsen kom inn í hálfleik sem varamaður fyrir föður sinn. Þáverandi forseti Knattspyrnusambands Íslands Eggert Magnússon gaf þjálfaranum Loga Ólafssyni skipun um að spila leikmennina ekki saman fyrr en leikurinn gegn Makedóníu yrði tveimur mánuðum síðar.

Það varð þó aldrei, því að hinn ungi Guðjonsen öklabrotnaði í U19 landsliðsleik gegn Írlandi 1996.[2] Hann spilaði með PSV Eindhoven í Hollandi og liðið loks rifti samningi sínum við hann. Eidur gekk því til liðs við Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Það var þó stutt því Eiður Smári spilaði aðeins 8 leiki með KR áður en hann fór til Bolton árið 1998 eftir að Guðni Bergsson þáverandi leikmaður Bolton lýsti Eiði sem ótrúlegum leikmanni. Eiður er langmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 24 mörk.

Bolton Wanderers

Eiður spilaði aðallega með varaliði Bolton árið 1998 þar sem hann barðist við að ná sér af meiðslum sínum. En eftir að Bolton seldi Arnar Gunnlaugsson til Leicester City ákvað Colin Todd að fríska upp á framlínuna og Eiður fékk að spreyta sig með aðalliðinu snemma árs 1999. Þetta tímabil skoraði Eiður 5 mörk. Á tímabilinu 99/00 átti Eiður frábært tímabil með Bolton og skoraði 18 mörk. Eftir þetta frábæra tímabil voru mörg lið á eftir leikmanninum. Eiður hafði lýst því yfir að hann vildi vera lengur hjá Bolton en hann féllst á tillboð frá Chelsea upp á 4 milljónir punda.

Chelsea FC

Eiður Smári byrjaði vel og 01/02 tímabilið var mjög gott með Jimmy Floyd Hasselbaink sér við hlið. Eiður og Jimmy eru af mörgum talnir besta framherjapar Chelsea frá upphafi. Þetta tímabil skoraði Eiður 23 og hjálpaði Hasselbaink skora heil 27 mörk. Þessi boltameðferð hjá honum sem hann fullkomnaði með frábærum mörkum fór alls ekki framhjá neinum.

Árið 2004 skoraði hann sína fyrstu þrennu á sínum atvinnumannaferli á móti Blackburn Rovers. Á þessum sex árum sem hann spilaði með Chelsea átti hann yfir 60 stoðsendingar og Jose Mourinho taldi sig þurfa að setja Eið Smára á miðjuna, kanntinn eða sem djúpan framherja þar sem hann taldi leikmanninn hafa svakalega yfirsýn, fyrstu snertingu og knatttækni. Eftir yfirtöku Roman Abramovich á félaginu og komur Andriy Shevchenko, Adrian Mutu, Didier Drogba, Salomoun Kalou og Mikael Ballack var ljóst að Eiður myndi ekki fá mörg tækifæri með Chelsea á næsta tímabili. Eiður skoraði á sínum 6 árum með Chelsea 54 mörk.

FC Barcelona

Þann 14. júní 2006 skrifaði Eiður Smári Guðjohnsen undir fjögurra ára samning við spænska liðið Barcelona og er talið að hann hafi kostað í kringum 12 milljónir punda. Eiður stóð sig vel hjá Barcelona fyrstu 2 árin í framlínunni. En tímabilið 07/08 fékk Eiður ósköp lítið að spreyta sig eftir komu nýja stjórans Guardiola. Eiður var byrjaður að spila á miðjunni sem tengiliður og taldi hann það vera sín besta staða. Tímabilið 08/09 reyndist það síðasta með Barcelona og spilaði hann töluvert meira með liðinu heldur en á síðasta tímabili. Eiður spilaði 113 leiki með Barcelona og skoraði 19 mörk. En í byrjun ársins 2010 tók Guardiola þá ákvörðun að Eiður væri ekki í sínum framtíðarplönum og mætti hann leita sér af nýju liði. Mörg lið á Englandi sýndu Eiði Smára áhuga eftir að hann fór á sölulista hjá Josep Guardiola, stjóra liðsins.

AS Monaco

Eiður Smári gekk til liðs við AS Monaco í Frakklandi á tveggja ára samningi frá FC Barcelona í lok ágústmánaðar 2009 fyrir um það bil þrjár milljónir evra. Eiður náði sér ekki á strik og skoraði ekki deildarmark í yfir tíu leikjum með liðinu þannig að hann staldraði stutt við hjá Monaco því að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur á Englandi á 5 mánaða lánssamningi þann 28. janúar 2010. Eiður hafði þó farið í læknisskoðun hjá West Ham United en valdi á síðustu stundu að fara til Spurs.

Tottenham Hotspur

Eiður Smári kláraði seinna hluta 09/10 tímabilsins hjá Tottenham Hotspur á Englandi, þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá West Ham United. David Sullivan einn af tveimur eigendum West Ham varð bálreiður og sakaði Tottenham um að hafa stolið Eið frá sér. Gianfranco Zola, fyrrum liðsfélagi Eiðs Smára hjá Chelsea og þáverandi þjálfari West Ham, sagði að hann beri alls enga virðingu fyrir Eiði Smára lengur. Eiður Smári stóð sig með prýði hjá Tottenham á þessum 5 mánuðum og hjálpaði liðinu með að komast í Meistaradeild Evrópu. Eiður skoraði sitt fyrsta mark fyrir Spurs í 2-1 sigurleik gegn Stoke City þann 20. mars, þá skoraði hann fyrra mark liðsins og lagði upp hið seinna. Eiður skoraði einnig mark gegn Fulham í FA Cup en sá leikur endaði 3-1 fyrir Tottenham. Eftir þessa góðu frammistöðu leikmannsins sagði Harry að hann dáist að hæfileikum leikmannsins og vill endilega fá hann aftur næsta tímabil.

Stoke City

Eiður Smári gekk til liðs við Stoke City rétt fyrir lok félagsskiptagluggans þann 31. ágúst 2010 á samningi sem gildir út tímabilið. Fyrst virtist þetta vera lánssamningur en seinna kom í ljós að Stoke City hafi borgað um 3 milljónir punda fyrir hann og Eiður Smári var laus allra mála hjá Monaco.

Bolton Wanderers

Þann 4. desember 2014 staðfesti Bolton Wanderers að Eiður Smári hefði skrifað undir samning við félagið. [3]

Einkalíf

Eiður Smári er giftur maður og á þrjú börn með konu sinni Ragnhildi. Börn hans heita Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan. Sveinn og Andri spila knattspyrnu í knattspyrnuakademíu FC Barcelona.

Árið 2003 viðurkenndi Eiður að hann ætti við spilafíkn að stríða og hafði tapað yfir 3 milljónum punda. Hann sagði að hann spilaði mikið fjárhættuspil vegna þess að honum leiddist á Englandi í frítíma sínum

Í febrúar 2010 greindi breska slúðurblaðið The Sun frá að Eiður Smári hafi haldið framhjá konu sinni með frönsku fyrirsætunni Vanessu Perroncell. Bæði Eiður Smári og Vanessa Perroncell neituðu þessum fréttaumfjöllunum.

Tilvísanir

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.