„Miðborg Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Hnit: 64°08′51″N 21°56′11″V / 64.14750°N 21.93639°V / 64.14750; -21.93639
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Koettur (spjall | framlög)
Myndin er klárlega tekin í Bankastræti og sýnir Lækjartorg ekki nema að litlum hluta á hægri hluta myndinnar. Breyti því lýsingunni.
Lína 13: Lína 13:


==Byggð==
==Byggð==
Í miðborginni er mjög blönduð byggð, en verslanir og önnur fyrirtæki eru helst staðsett í Kvosinni og við tilteknar götur, eins og [[Laugavegur|Laugaveg]] og [[Skólavörðustígur|Skólavörðustíg]]. Töluvert er um atvinnuhúsnæði innan um íbúðir í hverfinu svo jafnvel er ómögulegt að skilgreina hluta þess sem annað hvort atvinnusvæði eða íbúðabyggð. Íbúar í miðborginni voru rúmlega 8300 talsins árið 2012.
Í miðborginni er mjög blönduð byggð, en verslanir og önnur fyrirtæki eru helst staðsett í Kvosinni og við tilteknar götur, eins og [[Laugavegur|Laugaveg]] og [[Skólavörðustígur|Skólavörðustíg]]. Töluvert er um atvinnuhúsnæði innan um íbúðir í hverfinu svo jafnvel er ómögulegt að skilgreina hluta þess sem annað hvort atvinnusvæði eða íbúðabyggð. Íbúar í miðborginni voru rúmlega 8300 talsins árið 2014<ref>{{vefheimild|url=http://arbok.reykjavik.is/index.php/is/ibuafjoeldi|titill=Árbók REykjavíkur|árskoðað=2015|mánuðurskoðað=21. desember}}</ref>.


==Formleg afmörkun==
==Formleg afmörkun==

Útgáfa síðunnar 21. desember 2015 kl. 11:54

64°08′51″N 21°56′11″V / 64.14750°N 21.93639°V / 64.14750; -21.93639

Séð niður í Austurstræti úr Bankastræti.

Miðborg Reykjavíkur eða Miðbær Reykjavíkur (stundum nefnd Miðbærinn, Austurbær eða gamli Austurbær) er hverfi í Reykjavík sem inniheldur elstu hluta borgarinnar. Hverfinu tilheyra hverfahlutarnir Tjarnarbrekka, Víkin, Arnarhóll, Skuggahverfi, Laufás, Spítalahlíð, Þingholt, Ásgarður, og Tungan.

Í miðborginni er miðstöð stjórnsýslu á Íslandi. Þar eru Alþingishúsið, Stjórnarráðshúsið og Hæstiréttur Íslands. Flest ráðuneytin eru með skrifstofur sínar við Arnarhól. Reykjavíkurhöfn er fyrir norðan Kvosina. Í miðborginni eru líka helstu kennileiti borgarinnar eins og Tjörnin, þar sem Ráðhús Reykjavíkur er staðsett, og Hallgrímskirkja efst á Skólavörðuholti.

Þjónustumiðstöð fyrir miðborgina og Hlíðar er á Skúlagötu 21. Í hverfinu eru tveir grunnskólar; Tjarnarskóli og Austurbæjarskóli, og þrír framhaldsskólar; Menntaskólinn í Reykjavík, Iðnskólinn í Reykjavík og Kvennaskólinn í Reykjavík.

Saga

Kvosin um miðja 19. öld.

Hverfinu tilheyrir elsti hluti borgarinnar, Kvosin, þar sem fyrst tók að myndast þorp með Innréttingunum á síðari hluta 18. aldar í núverandi Aðalstræti. Þar er nú eitt hús varðveitt frá þeim tíma, Aðalstræti 10. Veturinn 2001 fór fram fornleifauppgröftur við suðurenda Aðalstrætis þar sem rannsakaðar voru leifar skála frá landnámsöld og menn hafa ímyndað sér að þarna hafi verið skáli Ingólfs Arnarsonar sem fyrstur hóf varanlega búsetu á Íslandi. Hverfið á sér bæði langa og fjölbreytta byggingasögu en þar er að finna byggingar frá öllum tímum frá 18. öld fram á 21. öldina.

Byggð

Í miðborginni er mjög blönduð byggð, en verslanir og önnur fyrirtæki eru helst staðsett í Kvosinni og við tilteknar götur, eins og Laugaveg og Skólavörðustíg. Töluvert er um atvinnuhúsnæði innan um íbúðir í hverfinu svo jafnvel er ómögulegt að skilgreina hluta þess sem annað hvort atvinnusvæði eða íbúðabyggð. Íbúar í miðborginni voru rúmlega 8300 talsins árið 2014[1].

Formleg afmörkun

Í suður og vestur markast hverfið af línu sem er dregin um eftirtaldar götur: Suðurbugt (austurendi), Geirsgötu, Norðurstíg, Vesturgötu, Garðastræti, Túngötu, Suðurgötu, Sturlugötu, Oddagötu, Eggertsgötu, Njarðargötu, beinni línu að horni Einarsness/Skeljaness, Skeljanes og þaðan í sjó. Í austur markast hverfið af línu sem er dregin um Snorrabraut, gamla Flugvallarveg og Hlíðarfót.

Tilvísanir

  1. „Árbók REykjavíkur“. Sótt 21. desember 2015.

Tenglar

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.