„Iðnhönnun“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Skilgreiningu iðnhönnunar. Á 29. ársþingi alþjóðlegra samtaka iðnhönnuða var farið yfir skilgreininguna, þar sem fagið er lifandi og í stöðugri þróun. Iðnhönnun er t.d. í auknum mæli farin að snúast um verkferla og hugmyndir.
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Kitchen_aid_mixer.jpg|thumb|right|[[KitchenAid]]-hrærivélin var hönnuð af [[Egmont Arens]] árið 1937.]]
[[Mynd:Kitchen_aid_mixer.jpg|thumb|right|[[KitchenAid]]-hrærivélin var hönnuð af [[Egmont Arens]] árið 1937.]]
'''Iðnhönnun''' eða '''vöruhönnun''' er [[hönnun]] framleiðslu[[vara|vöru]] fyrir [[framleiðsla|framleiðslu]] og [[markaðssetning]]u með því bæta [[fagurfræði]] hennar, [[vinnuvistfræði]] og [[notagildi]]. Iðnhönnun er mikilvægur hluti af [[vöruþróun]] og þróun [[vörumerki|vörumerkja]]. Iðnhönnun á rætur sínar að rekja til [[iðnbyltingin|iðnvæðingar]] í framleiðslu neysluvarnings um aldamótin 1900.
'''Iðnhönnun''' eða '''vöruhönnun''' er stefnumótandi og lausnamiðað ferli sem knýr nýsköpun, skapar viðskiptaárangur og leiðir til betri lífsgæða með nýjum vörum, kerfum, þjónustu og upplifun. Iðnhönnun á rætur sínar að rekja til [[iðnbyltingin|iðnvæðingar]] í framleiðslu neysluvarnings um aldamótin 1900.


==Iðnhönnun sem hugverk==
==Iðnhönnun sem hugverk==

Útgáfa síðunnar 6. desember 2015 kl. 11:33

KitchenAid-hrærivélin var hönnuð af Egmont Arens árið 1937.

Iðnhönnun eða vöruhönnun er stefnumótandi og lausnamiðað ferli sem knýr nýsköpun, skapar viðskiptaárangur og leiðir til betri lífsgæða með nýjum vörum, kerfum, þjónustu og upplifun. Iðnhönnun á rætur sínar að rekja til iðnvæðingar í framleiðslu neysluvarnings um aldamótin 1900.

Iðnhönnun sem hugverk

Iðnhönnun er vernduð sem hugverk í hugverkarétti. Verndin nær yfir þá þætti hönnunarinnar sem hægt er að greina frá hreinu notagildi hlutarins. Til að iðnhönnun njóti alþjóðlegrar verndar þarf að skrá hana samkvæmt Hagsáttmálanum hjá Alþjóðahugverkastofnuninni. Skráningin gildir aðeins í fimm ár en má endurnýja upp að því hámarki sem löggjöf hvers lands leyfir. Í Evrópusambandinu nýtur óskráð hönnun verndar sjálfvirkt, en aðeins í þrjú ár eftir að hún kemur fyrst fyrir almennings sjónir. Í ýmsum löndum er þessi vernd óskráðra verka lengri (t.d. tíu ár í Bretlandi). Skráð hönnun getur aftur á móti notið verndar í allt að 25 ár ef skráningin er endurnýjuð á fimm ára fresti. Í Bandaríkjunum er hönnun skráð sem einkaleyfi og gildir í tíu ár (endurnýjunar krafist eftir fimm). Í einstaka tilvikum hefur iðnhönnun verið varin á forsendum höfundaréttar sem þá gildir í 70 ár eftir andlát höfundar (hönnuðarins). Venjulega hefur verið talið að þröskuldurinn til að njóta slíkrar verndar fyrir hönnun nytjahlutar væri mjög hár, en nokkrir nýlegir dómar (t.d. í tilviki Tripp Trapp-barnastólsins) gefa til kynna að sé hönnun nægilega frumleg (uppfylli skilyrði um verkshæð) kunni hún að njóta verndar höfundaréttar líkt og hönnun arkitekta eða listaverk.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.