„Viðreisn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Conoclast (spjall | framlög)
Ný síða: '''Viðreisn''' er íslensk stjórnmálasamtök sem hyggja á framboð í Alþingiskosningum 2017. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 201...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. nóvember 2015 kl. 07:46

Viðreisn er íslensk stjórnmálasamtök sem hyggja á framboð í Alþingiskosningum 2017. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016,[1] en fyrsti undirbúningsfundur að stofnun hans var haldinn 11. júní 2014.[2] Benedikt Jóhannesson útgefandi er einn af upphafsmönnum samtakanna. Benedikt var lengi vel trúnaðarmaður innan Sjálfstæðisflokksins, en skráði sig úr Sjálfstæðisflokknum til að vinna að stofnun Viðreisnar.[3] Benedikt segir að innan Viðreisnar megi jafnt finna fólk sem hefur verið virkt í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni.[4]

Tilvísanir

Tenglar

  1. „Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ Vísir, 4. júní 2015.
  2. „Fjöldinn fór fram úr væntingum,“ Fréttablaðið, 12. júní 2014, s. 6.
  3. Benedikt skráir sig úr Sjálfstæðisflokknum: Forysta flokksins í úlfakreppu öldunganna,“ Eyjan, 21. júní 2014.
  4. Viðreisn stefnir að sigri í kosningum, Hringbraut, 11. nóvember 2015.