„Dóminíska lýðveldið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Sweepy (spjall | framlög)
infobox corrected
Lína 14: Lína 14:
flatarmál = 48.730|
flatarmál = 48.730|
hlutfall_vatns = 0,7 |
hlutfall_vatns = 0,7 |
mannfjöldaár = 2010 |
mannfjöldaár = 2012 |
mannfjöldasæti = 85 |
mannfjöldasæti = 85 |
fólksfjöldi = 9.445.281 |
fólksfjöldi = 10.464.474 |
íbúar_á_ferkílómetra = 197 |
íbúar_á_ferkílómetra = 215 |
VLF_ár = 2012 |
VLF_ár = 2012 |
VLF = 98,7 |
VLF = 98,7 |
Lína 39: Lína 39:
símakóði = 1-809, 1-829 og 1-849 |
símakóði = 1-809, 1-829 og 1-849 |
}}
}}
'''Dóminíska lýðveldið''' er land á eystri hluta [[eyja|eyjunnar]] [[Hispaníóla]] sem er ein [[Stóru-Antillaeyjar|Stóru-Antillaeyja]] í [[Karíbahaf]]i með landamæri að [[Haítí]] í vestri. Hispaníóla er næststærst eyjanna í eyjaklasanum (á eftir [[Kúba|Kúbu]]) og liggur vestan við [[Púertó Ríkó]] og austan við [[Kúba|Kúbu]] og [[Jamaíka|Jamaíku]]. Íbúarnir nefna eyjuna oft '''Quisqueya''', sem er nafn hennar á máli [[Taínóindíánar|taínóindíána]]. Landið heitir eftir [[höfuðborg]]inni [[Santó Dómingó]].
'''Dóminíska lýðveldið''' ([[spænska]]: '''República Dominicana''', [[enska]]: ''Dominican Republic'') er land á eystri hluta [[eyja|eyjunnar]] [[Hispaníóla]] sem er ein [[Stóru-Antillaeyjar|Stóru-Antillaeyja]] í [[Karíbahaf]]i með landamæri að [[Haítí]] í vestri. Hispaníóla er næststærst eyjanna í eyjaklasanum (á eftir [[Kúba|Kúbu]]) og liggur vestan við [[Púertó Ríkó]] og austan við [[Kúba|Kúbu]] og [[Jamaíka|Jamaíku]]. Íbúarnir nefna eyjuna oft '''Quisqueya''', sem er nafn hennar á máli [[Taínóindíánar|taínóindíána]]. Landið heitir eftir [[höfuðborg]]inni [[Santó Dómingó]].


Taínóindíánar bjuggu á eyjunni frá því á [[7. öldin|7. öld]]. [[Kristófer Kólumbus]] kom til eyjarinnar árið [[1492]] og þar stofnuðu Spánverjar fyrstu varanlegu nýlendu Evrópumanna í Ameríku. Eftir þriggja alda yfirráð Spánar og stutt yfirráð [[Frakkland|Frakka]] lýsti Dóminíska lýðveldið yfir sjálfstæði frá spænsku krúnunni árið [[1821]]. Aðeins ári síðar gerðu Haítíbúar innrás og lögðu landið undir sig. Íbúar Dóminíska lýðveldisins ráku innrásarherinn burt og samþykktu stjórnarskrá árið [[1844]] en næstu árin einkenndust af óstöðugleika og nýjum innrásum frá Haítí. Að lokum gerðist Dóminíska lýðveldið aftur spænsk nýlenda en Spánverjar hurfu þaðan aftur [[1865]] eftir tveggja ára stríð. Bandaríkin hófu afskipti af stjórn landsins í upphafi 20. aldar og lögðu landið undir sig með innrás árið [[1916]]. Vegna mótspyrnu íbúanna hurfu Bandaríkjamenn frá landinu [[1922]] og fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar árið [[1924]]. Árið [[1930]] komst einræðisherrann [[Rafael Leonidas Trujillo Molina]] til valda með því að beita hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Trujillo var myrtur árið [[1961]]. Árið [[1965]] sendu Bandaríkjamenn enn landgönguliða til Dóminíska lýðveldisins til að koma í veg fyrir byltingu kommúnista.
Taínóindíánar bjuggu á eyjunni frá því á [[7. öldin|7. öld]]. [[Kristófer Kólumbus]] kom til eyjarinnar árið [[1492]] og þar stofnuðu Spánverjar fyrstu varanlegu nýlendu Evrópumanna í Ameríku. Eftir þriggja alda yfirráð Spánar og stutt yfirráð [[Frakkland|Frakka]] lýsti Dóminíska lýðveldið yfir sjálfstæði frá spænsku krúnunni árið [[1821]]. Aðeins ári síðar gerðu Haítíbúar innrás og lögðu landið undir sig. Íbúar Dóminíska lýðveldisins ráku innrásarherinn burt og samþykktu stjórnarskrá árið [[1844]] en næstu árin einkenndust af óstöðugleika og nýjum innrásum frá Haítí. Að lokum gerðist Dóminíska lýðveldið aftur spænsk nýlenda en Spánverjar hurfu þaðan aftur [[1865]] eftir tveggja ára stríð. Bandaríkin hófu afskipti af stjórn landsins í upphafi 20. aldar og lögðu landið undir sig með innrás árið [[1916]]. Vegna mótspyrnu íbúanna hurfu Bandaríkjamenn frá landinu [[1922]] og fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar árið [[1924]]. Árið [[1930]] komst einræðisherrann [[Rafael Leonidas Trujillo Molina]] til valda með því að beita hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Trujillo var myrtur árið [[1961]]. Árið [[1965]] sendu Bandaríkjamenn enn landgönguliða til Dóminíska lýðveldisins til að koma í veg fyrir byltingu kommúnista.

Útgáfa síðunnar 31. október 2015 kl. 10:07

República Dominicana
Dominican Republic
Fáni Dóminíska lýðveldisins Skjaldarmerki Dóminíska lýðveldisins
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Dios, Patria, Libertad
(spænska: Guð, föðurland, frelsi)
Þjóðsöngur:
Quisqueyanos valientes
Staðsetning Dóminíska lýðveldisins
Höfuðborg Santó Dómingó
Opinbert tungumál spænska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Varaforseti
Danilo Medina
Margarita Cedeño de Fernández
Sjálfstæði
 • frá Haítí 27. febrúar 1844 
 • frá Spáni 16. ágúst 1863 
 • frá Bandaríkjunum 12. júlí 1924 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
131. sæti
48.730 km²
0,7
Mannfjöldi
 • Samtals (2012)
 • Þéttleiki byggðar
85. sæti
10.464.474
215/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 • Samtals 98,7 millj. dala (74. sæti)
 • Á mann 9.646 dalir (87. sæti)
VÞL (2013) 0.700 (102. sæti)
Gjaldmiðill dóminískur pesói
Tímabelti UTC -4
Þjóðarlén .do
Landsnúmer +1-809, 1-829 og 1-849

Dóminíska lýðveldið (spænska: República Dominicana, enska: Dominican Republic) er land á eystri hluta eyjunnar Hispaníóla sem er ein Stóru-Antillaeyja í Karíbahafi með landamæri að Haítí í vestri. Hispaníóla er næststærst eyjanna í eyjaklasanum (á eftir Kúbu) og liggur vestan við Púertó Ríkó og austan við Kúbu og Jamaíku. Íbúarnir nefna eyjuna oft Quisqueya, sem er nafn hennar á máli taínóindíána. Landið heitir eftir höfuðborginni Santó Dómingó.

Taínóindíánar bjuggu á eyjunni frá því á 7. öld. Kristófer Kólumbus kom til eyjarinnar árið 1492 og þar stofnuðu Spánverjar fyrstu varanlegu nýlendu Evrópumanna í Ameríku. Eftir þriggja alda yfirráð Spánar og stutt yfirráð Frakka lýsti Dóminíska lýðveldið yfir sjálfstæði frá spænsku krúnunni árið 1821. Aðeins ári síðar gerðu Haítíbúar innrás og lögðu landið undir sig. Íbúar Dóminíska lýðveldisins ráku innrásarherinn burt og samþykktu stjórnarskrá árið 1844 en næstu árin einkenndust af óstöðugleika og nýjum innrásum frá Haítí. Að lokum gerðist Dóminíska lýðveldið aftur spænsk nýlenda en Spánverjar hurfu þaðan aftur 1865 eftir tveggja ára stríð. Bandaríkin hófu afskipti af stjórn landsins í upphafi 20. aldar og lögðu landið undir sig með innrás árið 1916. Vegna mótspyrnu íbúanna hurfu Bandaríkjamenn frá landinu 1922 og fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar árið 1924. Árið 1930 komst einræðisherrann Rafael Leonidas Trujillo Molina til valda með því að beita hernum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Trujillo var myrtur árið 1961. Árið 1965 sendu Bandaríkjamenn enn landgönguliða til Dóminíska lýðveldisins til að koma í veg fyrir byltingu kommúnista.

Íbúar Dóminíska lýðveldisins eru tæplega tíu milljónir. Þar af búa tæplega þrjár milljónir í höfuðborginni Santó Dómingó. Spænska er opinbert tungumál og móðurmál 98% íbúanna. Tæp 70% aðhyllast rómversk-kaþólska trú. Kynþáttahyggja er útbreidd og fordómar gagnvart þeldökkum íbúum blandast við andúð á Haítímönnum sem Trujillo beitti ötullega í pólitískum tilgangi. Efnahagur Dóminíska lýðveldisins er sá annar stærsti í Mið-Ameríku og Karíbahafinu. Framleiðsluiðnaður er fjölbreyttur og byggist aðallega á ferðaþjónustu, sykurvinnslu, járnnikkel- og gullnámum, vefnaði, sementsframleiðslu og tóbaksframleiðslu. Áætlað atvinnuleysi árið 2013 var 12,5%.

Stjórnsýsluskipting

Dóminíska lýðveldið skiptist í 31 hérað. Höfuðborgin, Santó Dómingó, er skilgreind sem þjóðarumdæmi (Distrito Nacional). Héruðin skiptast í sveitarfélög (municipios) sem eru annað stig stjórnsýslu landsins.


* Höfuðborgin, Santó Dómingó, er í Distrito Nacional (DN).


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.