„Þjóðarbrot“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
Frá sögulegu sjónarmiði hefur þjóðarbrot stundum tengst [[þjóðerni]]. Í Vesturlöndum þróuðust hugtökin „þjóð“ og „[[þjóðernisstefna]]“ á 17. öld við ris [[þjóðarríki|þjóðarríkja]]. Undir [[nýlendustefna|nýlendustefnu]] vestrænna þjóða þróaðist hugtakið „þjóðarbrot“, þar sem hópar mynduðust meðal fólks sem kom frá einni þjóð en bjó í öðru ríki.
Frá sögulegu sjónarmiði hefur þjóðarbrot stundum tengst [[þjóðerni]]. Í Vesturlöndum þróuðust hugtökin „þjóð“ og „[[þjóðernisstefna]]“ á 17. öld við ris [[þjóðarríki|þjóðarríkja]]. Undir [[nýlendustefna|nýlendustefnu]] vestrænna þjóða þróaðist hugtakið „þjóðarbrot“, þar sem hópar mynduðust meðal fólks sem kom frá einni þjóð en bjó í öðru ríki.


[[Fjölbrotaríki]] myndast af einni af tveimur ástæðum: annaðhvort þegar ný landamæri eru teiknuð þvert yfir ættjörð ýmissa þjóða, eða vegna þjóðflutninga eftir ríki er stofnað. Dæmi um fjölbrotaríki af öðru tagi er víða að finna í [[Afríka|Afríku]], þar sem ríki sem voru stofnuð við [[afnýlendun]] með handahófskenndum landamærum, en líka í Evrópu (t.d. [[Belgía|Belgíu]] og [[Bretland]]). Dæmi um lönd af hinu taginu [[Þýskaland]] og [[Holland]], sem voru meira eða minna einsleit þegar þau voru mynduð, en urðu fyrir töluverðum fólksflutningum á seinni hluta 20. aldar.
[[Fjölbrotaríki]] myndast af einni af tveimur ástæðum: annaðhvort þegar ný landamæri eru teiknuð þvert yfir ættjörð ýmissa þjóða, eða vegna þjóðflutninga eftir stofnun ríkis. Dæmi um fjölbrotaríki af öðru tagi er víða að finna í [[Afríka|Afríku]], þar sem ríki sem voru stofnuð við [[afnýlendun]] með handahófskenndum landamærum, en líka í Evrópu (t.d. [[Belgía|Belgíu]] og [[Bretland]]). Meðal dæma um lönd af hinu taginu eru [[Þýskaland]] og [[Holland]], sem voru meira eða minna einsleit þegar þau voru mynduð, en urðu fyrir töluverðum fólksflutningum á seinni hluta 20. aldar.


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==

Útgáfa síðunnar 6. september 2015 kl. 12:13

Fyrir áttunda áratuginn höfðu Korowaimenn í Papúa ekki haft neitt samband við ytri heiminn. Þeir eru ekki fleiri en 3.000 manns í dag.

Þjóðarbrot er samfélagslega skilgreindur hópur fólks sem hefur sameiginlegt ætterni eða samfélagslegan, menningarlegan eða þjóðlegan bakgrunn. Meðlimir í þjóðarbroti eiga oft sameiginlegan menningararf, hefðir, sögu, ættjörð, tungumál eða mállýsku, trúarbrögð, matreiðslu, búning og listarhefðir, svo dæmi séu nefnd.

Stærstu þjóðarbrotin (það stærsta er Hankinverjar) samanstanda af milljónum manna en til þeirra smæstu telja aðeins nokkrir tugir manna (svo sem margir hópar frumbyggja). Þjóðarbrot mega skiptast í smærri hópa svo sem ættflokka, sem geta þróast í aðskilin þjóðarbot með tíma ef þeir verða einangraðir frá móðurhópnum.

Greinarmunur er á þjóðarbroti og kynþætti, en hann getur verið umdeildur. Yfirleitt tengist skilgreining á þjóðarbroti menningarvitund ákveðins hóps og byggist á menningarlegum þáttum svo sem sameiginlegu tungumáli og hefðum. Hins vegar er kynþáttur líffræðilega skilgreint hugtak og byggist á þáttum svo sem DNA, beinabyggingu og húðarlit.

Frá sögulegu sjónarmiði hefur þjóðarbrot stundum tengst þjóðerni. Í Vesturlöndum þróuðust hugtökin „þjóð“ og „þjóðernisstefna“ á 17. öld við ris þjóðarríkja. Undir nýlendustefnu vestrænna þjóða þróaðist hugtakið „þjóðarbrot“, þar sem hópar mynduðust meðal fólks sem kom frá einni þjóð en bjó í öðru ríki.

Fjölbrotaríki myndast af einni af tveimur ástæðum: annaðhvort þegar ný landamæri eru teiknuð þvert yfir ættjörð ýmissa þjóða, eða vegna þjóðflutninga eftir stofnun ríkis. Dæmi um fjölbrotaríki af öðru tagi er víða að finna í Afríku, þar sem ríki sem voru stofnuð við afnýlendun með handahófskenndum landamærum, en líka í Evrópu (t.d. Belgíu og Bretland). Meðal dæma um lönd af hinu taginu eru Þýskaland og Holland, sem voru meira eða minna einsleit þegar þau voru mynduð, en urðu fyrir töluverðum fólksflutningum á seinni hluta 20. aldar.

Tengt efni

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.