„Bjórkjallarauppreisnin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ásgeir IV. (spjall | framlög)
m Málfarsleg leiðrétting
Lína 2: Lína 2:
'''Bjórkjallarauppreisnin''' ([[þýska]]: ''Hitlerputsch'', [[enska]]: ''Beer Hall Putsch'' eða ''Munich Putsch'') var misheppnuð valdaránstilraun [[Adolf Hitler|Adolfs Hitlers]], foringja [[Nasistaflokkurinn|Nasistaflokksins]], og [[Erich Ludendorff|Erich Ludendorffs]] hershöfðingja, í [[München]] í [[Bæjaraland|Bæjaralandi]] dagana [[8. nóvember|8.]] til [[9. nóvember]] árið [[1923]], á tímum [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]] í [[Þýskaland]]i. Uppreisnin leystist upp í skotbardaga á ''[[Odeonplatz]]''-torgi, og Hitler og Nasistaflokkurinn urðu fyrir miklum skakkaföllum.
'''Bjórkjallarauppreisnin''' ([[þýska]]: ''Hitlerputsch'', [[enska]]: ''Beer Hall Putsch'' eða ''Munich Putsch'') var misheppnuð valdaránstilraun [[Adolf Hitler|Adolfs Hitlers]], foringja [[Nasistaflokkurinn|Nasistaflokksins]], og [[Erich Ludendorff|Erich Ludendorffs]] hershöfðingja, í [[München]] í [[Bæjaraland|Bæjaralandi]] dagana [[8. nóvember|8.]] til [[9. nóvember]] árið [[1923]], á tímum [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]] í [[Þýskaland]]i. Uppreisnin leystist upp í skotbardaga á ''[[Odeonplatz]]''-torgi, og Hitler og Nasistaflokkurinn urðu fyrir miklum skakkaföllum.


Valdaránstilraunin átti sér stað í kjölfar mikilla efnahagslegra og pólitískra þrenginga í Þýskalandi sem fylgdu ósigrinum í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]], en [[Verðbólga í Weimar-lýðveldinu|óðaverðbólga hafði geisað á árunum 1921-1923]] og [[Frakkland|Frakkar]] höfðu hernumið [[Ruhrhérað]] þegar stjórnvöld Weimar-lýðveldisins gátu ekki borgað þær stríðsskaðabætur sem [[Versalasamningurinn]] kvað á um. [[Öfgahægristefna|Hægri öfgamenn]] og [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnar]] í Bæjaralandi, undir leiðsögn Hitlers og Ludendorffs, gripu tækifærið til að ná völdum í München, höfuðborg Bæjaralands, í þeim tilgangi að hleypa af stað [[Bylting|þjóðbyltingu]] á landsvísu sem myndi binda enda á [[Lýðræði|lýðræði]] og stjórn [[Sósíaldemókratar|sósíaldemókrata]] í Þýskalandi, og leiða til stofnunar [[Einræði|valdboðsríkis]] að hætti þjóðernissinna.
Valdaránstilraunin átti sér stað í kjölfar mikilla efnahagslegra og pólitískra þrenginga í Þýskalandi sem fylgdu ósigrinum í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]], en [[Verðbólga í Weimar-lýðveldinu|óðaverðbólga hafði geisað á árunum 1921-1923]] og [[Frakkland|Frakkar]] höfðu hernumið [[Ruhrhérað]] þegar stjórnvöld Weimar-lýðveldisins gátu ekki borgað þær stríðsskaðabætur sem [[Versalasamningurinn]] kvað á um. [[Öfgahægristefna|Hægri öfgamenn]] og [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnar]] í Bæjaralandi, undir leiðsögn Hitlers og Ludendorffs, gripu tækifærið til að ná völdum í München, höfuðborg Bæjaralands, í þeim tilgangi að hleypa af stað [[Bylting|þjóðbyltingu]] á landsvísu sem myndi binda enda á [[Lýðræði|lýðræði]] og stjórn [[Sósíaldemókratar|sósíaldemókrata]] í Þýskalandi, og leiða til stofnunar [[Einræði|valdboðsríkis]] að hætti þjóðernissinna.


Áformin gengu ekki eftir og nutu takmarkaðs stuðnings á landsvísu. 16 nasistar og 4 lögreglumenn Bæjaralands létu lífið í skotbardaganum á götum München sem varð til þess að binda enda á uppreisnina. Hitler var í kjölfarið handtekinn og dæmdur í fangelsi (á meðan Ludendorff var náðaður). Hann skrifaði bókina ''[[Mein Kampf]]'' meðan á fangelsisvistinni í [[Landsberg]] stóð, og var sleppt úr haldi eftir aðeins eitt ár. Þrátt fyrir bakslagið öðlaðist Hitler frægð og orðstír fyrir glapræðið, sem átti eftir að reynast honum og nasistunum dýrmætt síðar, þegar þeir [[Valdataka nasista í Þýskalandi|náðu völdum]] í Þýskalandi árið [[1933]].
Áformin gengu ekki eftir og nutu takmarkaðs stuðnings á landsvísu. 16 nasistar og 4 lögreglumenn Bæjaralands létu lífið í skotbardaganum á götum München sem varð til þess að binda enda á uppreisnina. Hitler var í kjölfarið handtekinn og dæmdur í fangelsi (á meðan Ludendorff var náðaður). Hann skrifaði bókina ''[[Mein Kampf]]'' meðan á fangelsisvistinni í [[Landsberg]] stóð, og var sleppt úr haldi eftir aðeins eitt ár. Þrátt fyrir bakslagið öðlaðist Hitler frægð og orðstír fyrir glapræðið, sem átti eftir að reynast honum og nasistunum dýrmætt síðar, þegar þeir [[Valdataka nasista í Þýskalandi|náðu völdum]] í Þýskalandi árið [[1933]].

Útgáfa síðunnar 29. júlí 2015 kl. 18:45

SA-liðar hópast saman á Marienplatz-torginu í München við miklar óeirðir, þann 9. nóvember 1923, á meðan bjórkjallarauppreisninni stóð.

Bjórkjallarauppreisnin (þýska: Hitlerputsch, enska: Beer Hall Putsch eða Munich Putsch) var misheppnuð valdaránstilraun Adolfs Hitlers, foringja Nasistaflokksins, og Erich Ludendorffs hershöfðingja, í München í Bæjaralandi dagana 8. til 9. nóvember árið 1923, á tímum Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi. Uppreisnin leystist upp í skotbardaga á Odeonplatz-torgi, og Hitler og Nasistaflokkurinn urðu fyrir miklum skakkaföllum.

Valdaránstilraunin átti sér stað í kjölfar mikilla efnahagslegra og pólitískra þrenginga í Þýskalandi sem fylgdu ósigrinum í fyrri heimsstyrjöldinni, en óðaverðbólga hafði geisað á árunum 1921-1923 og Frakkar höfðu hernumið Ruhrhérað þegar stjórnvöld Weimar-lýðveldisins gátu ekki borgað þær stríðsskaðabætur sem Versalasamningurinn kvað á um. Hægri öfgamenn og þjóðernissinnar í Bæjaralandi, undir leiðsögn Hitlers og Ludendorffs, gripu tækifærið til að ná völdum í München, höfuðborg Bæjaralands, í þeim tilgangi að hleypa af stað þjóðbyltingu á landsvísu sem myndi binda enda á lýðræði og stjórn sósíaldemókrata í Þýskalandi, og leiða til stofnunar valdboðsríkis að hætti þjóðernissinna.

Áformin gengu ekki eftir og nutu takmarkaðs stuðnings á landsvísu. 16 nasistar og 4 lögreglumenn Bæjaralands létu lífið í skotbardaganum á götum München sem varð til þess að binda enda á uppreisnina. Hitler var í kjölfarið handtekinn og dæmdur í fangelsi (á meðan Ludendorff var náðaður). Hann skrifaði bókina Mein Kampf meðan á fangelsisvistinni í Landsberg stóð, og var sleppt úr haldi eftir aðeins eitt ár. Þrátt fyrir bakslagið öðlaðist Hitler frægð og orðstír fyrir glapræðið, sem átti eftir að reynast honum og nasistunum dýrmætt síðar, þegar þeir náðu völdum í Þýskalandi árið 1933.

Á tímum Þriðja ríkisins (1933-1945) var bjórkjallarauppreisnin vegsömuð; reist voru minnismerki og haldnar voru minningarathafnir til heiðurs nasistunum sextán sem höfðu látið lífið í valdaránstilrauninni.

Aðdragandinn

Stuttu eftir eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og stofnun Weimar-lýðveldisins í nóvemberbyltingunni þýsku, árin 1918 til 1919, voru Hitler og Ludendorff tveir af helstu leiðtogum þjóðernissinna og öfgahægrimanna í Bæjaralandi. Pólitískt og efnahagslegt upplausnarástand ríkti í Þýskalandi í kjölfarið, sérstaklega á árunum 1921 til 1923, þegar óðaverðbólga rauk upp úr öllu valdi (sjá „Verðbólga í Weimar-lýðveldinu“). Ruhrhéraðið, helsta iðnaðarsvæði Þýskalands, var lamað í efnahagsástandinu og vegna þess gátu þýsk stjórnvöld ekki staðið við greiðslur á stríðsskaðabótum til Frakka, sem þeim bar skylda til samkvæmt Versalasamningnum. Frakkar gripu því til þess ráðs að hernema Ruhrhéraðið, og laut það herstjórn Frakka fram til ársins 1925.[1][2][3]

Hægri öfgamenn voru mjög ósáttir við þessar aðstæður og öskureiðir vegna Versalasamningsins. Þeir vildu bylta stjórnvöldum Weimar-lýðveldisins með svokallaðri „þjóðbyltingu,“ eða valdatöku þjóðernissinna (sem einnig hefur verið kölluð „afturhaldsbylting“)[4] ásamt því að binda enda á lýðræði í Þýskalandi, og koma á laggirnar hervaldasinnaðri valdstjórn þjóðernissinna.[5] Þeir réttlættu þessa róttæku stefnu sína með skírskotun til „rýtingsstungu-kenningarinnar“ svonefndu, svokallaðrar samsæriskenningar um að Þýskaland hefði ekki tapað fyrri heimsstyrjöldinni, heldur hefðu heiðarlegir og þjóðræknir hermenn og borgarar, á borð við Hitler og Ludendorff, verið sviknir heima fyrir af marxistum, sósíaldemókrötum og gyðingum, og að þessir landráðsmenn stæðu nú við stjórnvölinn í Weimar-lýðveldinu. Þeir kölluðu þá sem stóðu fyrir föðurlandssvikunum „nóvember-glæpamennina“ (sem er skírskotun til nóvemberbyltingarinnar 1918-1919).[6][7]

Það var þannig sem hægri öfgamennirnir í Bæjaralandi, undir forystu Hitlers og Ludendorffs, litu á upplausnarástandið er ríkti í kjölfar óðaverðbólgunnar og hernáms Ruhrhéraðs, sem kjörið tækifæri til þess að fremja valdarán í München, höfuðborg Bæjaralands, og hrinda af stað þjóðbyltingu þjóðernissinna á landsvísu.

Valdaránstilraunin

„Hetjuhöllin,“ (þýska: Feldherrnhalle) á Odeonplatz-torgi í München þann 9. nóvember 1923, stuttu eftir skotbardagann sem leysti upp bjórkjallauppreisnina.

Valdaránstilraunin er nefnd eftir bjórkjallaranum „Bürgerbräukeller,“ þar sem uppreisnarmennirnir höfðu komið saman og handsamað forystumenn ríkisstjórnar Bæjaralands. Hitler hafði ráðist inn í bjórkjallarann með um 600 SA-stormsveitarliða vopnaða vélbyssum (en SA-sveitirnar voru hernaðararmur Nasistaflokksins), þann 8. nóvember 1923, en þá voru ýmsir ráðamenn samankomnir í fundarsal kjallarans ásamt miklum mannfjölda.

Fundur Nasista í „Bürgerbräukeller“ bjórkjallaranum, árið 1923.

Fundarsalurinn í bjórkjallaranum var gríðarstór af kjallaraaðstöðu að vera, og þegar Hitler lét til skarar skríða var húsið troðfullt út úr dyrum, en um 3.000 manns voru viðstaddir til að hlýða á ræðu sem Gustav Ritter von Kahr, forsætisráðherra Bæjaralands, flutti. Eftir að Hitler réðist inn og tók húsið í herkví, stökk hann upp á borð með skammbyssu í hönd, hleypti af skoti upp í loftið og tilkynnti að „þjóðbyltingin“ væri hafin.[8][9] Eftir það stóðu uppreisnarmennirnir í vafstri, í kjallararnum, langt fram á kvöld. Þeir áttu í ráðabruggi með nokkrum háttsettum valdamönnum Bæjaralands, t.d. yfirmönnum lögreglunnar og hersins, og lögðu á ráðin um að hrinda af stað þjóðbyltingu á landsvísu. Áform þeirra virtust aftur á móti ekki ætla að rætast, og hin áætlaða stjórnarbylting naut lítils stuðnings meðal annarra en þeirra sem tóku beinan þátt í valdaránstilrauninni.[10][11]

Daginn eftir stakk Ludendorff upp á því að þeir héldu út á götur München og marséruðu að helstu stjórnarbyggingum borgarinnar, í þeim tilgangi að koma byltingunni af stað með valdi. Skjótur endir var hins vegar bundinn á átökin þegar að skotbardagi braust út á milli SA-sveitanna og lögreglunnar í München, þar sem 16 nasistar og 4 lögreglumenn létu lífið. Hitler hafði verið að marséra með um 2.000 SA-liða og aðra stuðningsmenn vopnaða rifflum, að torginu Odeonsplatz, þegar að skotbardaginn braust út fyrir framan Feldherrnhalle-bygginguna[12][13] (en þessi bygging hefur verið kölluð „hetjuhöll“ á íslensku).[14] Ekki er vitað fyrir víst hvor fylkingin varð fyrri til að hleypa af skotum, og hefur það verið umdeilt ætíð síðan. Uppreisnin leystist snögglega upp í kjölfar skotbardagans, og margir uppreisnarmennirnir flúðu yfir landamærin til Sviss og Austurríkis. Þess má geta að Hermann Göring hlaut skot í fótinn og særðist í átökunum.[15][16]

Afleiðingar

Hitler með „blóðfánann,“ helsta minningargrip nasista úr bjórkjallarauppreisninni, á athöfn Nasistaflokksinsí Nürnberg árið 1935.

Í kjölfar þess að valdaránstilraunin var leyst upp með skotbardaganum á Odeonplatz-torgi, var Hitler handtekinn og fangelsaður fyrir landráð í Landsberg fangelsinu, en Ludendorff var náðaður með sæmd, þar sem hann var talinn vera þýsk þjóðhetja, eftir að hafa leitt Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt Paul von Hindenburg keisaramarskálki. Hitler var hins vegar tiltölulega óþekktur fyrrverandi hermaður og stjórnmálamaður, og af mörgum talinn hættulegur róttæklingur. Meðan á fangelsisvistinni stóð skrifaði Hitler bókina Mein Kampf, en hún var tileinkuð flokksmönnunum 16 sem létust í valdaránstilrauninni. Hann var síðan látinn laus úr haldi eftir aðeins eitt ár, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur til 5 ára fangelsisvistar, en það var lágmarksrefsingin fyrir landráð.[17]

Sakborningarnir í réttarhöldunum sem haldin voru í kjölfar bjórkjallarauppreisnarinnar. Adolf Hitler og Erich Ludendorff standa fyrir miðju. Hitler var dæmdur í 5 ára fangelsi en Ludendorff var náðaður.

Bjórkjallarauppreisnin átti sér stað snemma í tíð Weimar-lýðveldisins, en á þeim tíma voru Hitler og Nasistaflokkurinn tiltölulega óþekkt stjórnmálaafl í Þýskalandi. Með athyglinni sem Hitler fékk fyrir uppátækið misheppnaða og réttarhöldin sem fylgdu, komst hann fyrst í sviðsljósið í þýskum stjórnmálum. Hann sagði sig vera píslarvott þýskrar þjóðernisstefnu og fékk mikla athygli fyrir, og málstaður hans endurspeglaðist í nafni bókarinnar Mein Kampf, eða „Baráttan mín.“ Eftir þetta fóru hugmyndir hans og nasistanna fyrst að njóta brautargengis. Frægðin sem honum og flokk hans tókst að draga að sér, í kjölfar bjórkjallarauppreisnarinnar, er talin hafa verið þýðingarmikið skref í átt að valdatökunni árið 1933.[18]

Á tímum Þriðja ríkisins, eftir að Hitler og Nasistaflokkurinn komust til valda árið 1933, voru nasistarnir 16 sem létu lífið í bjórkjallarauppreisninni heiðraðir sem píslarvottar hreyfingarinnar. Fáni einn merktur hakakrossinum, sem hafði atast blóði þegar einn uppreisnarmaðurinn sem hélt á honum varð fyrir skoti og féll til jarðar vafinn í honum, var gerður að einum helsta minjagrip og táknmerki nasistahreyfingarinnar. Þetta var hinn svokallaði „blóðfáni“ (þýska: Blutfahne), sem var notaður á öllum helstu viðburðum Nasistaflokksins framan af. Eftir valdatökuna voru stór minnismerki reist í München, „píslarvottunum“ sextán til heiðurs, og dagurinn sem atburðurinn átti sér stað, 9. nóvember, var gerður að árlegum minningardegi. Í valdatíð nasista (1933-1945) var ár hvert haldin mikil minningarathöfn fyrir framan „hetjuhöllina,“ Feldherrnhalle, og farið var í skrúðgöngu SA-sveita, sem fór leið uppreisnarmannanna þegar þeir höfðu marsérað undir leiðsögn Hitlers árið 1923, frá Bürgerbräukeller bjórkjallaranum að Odeonplatz-torgi, þar sem að skotbardaginn hafði átt sér stað, og var „blóðfáninn“ ávallt borinn í fararbroddi skrúðgöngunnar. Hitler tók iðulega þátt í þessum athöfnum ásamt háttsettustu flokksmönnum nasista.

Einnig var yfir 1.500 meðlimum Nasistaflokksins, sem höfðu tekið þátt í valdaránstilrauninni, veitt „blóðorðan“ svokallaða (þýska: Blutorden), en hún var ein mikilsmetnasta heiðursorðan meðal nasista.

Tilvísanir

  1. Rees, 2005, bls. 25-26.
  2. Kershaw, 1999, bls. 190-195.
  3. Þorsteinn Ó. Thorarensen, 1967, bls. 391-395.
  4. Alþýðublaðið, 1923 (10. nóvember), bls. 1.
  5. Kershaw, 1999, bls. 194 og 204-206.
  6. Kershaw, 1999, bls. 112-116.
  7. Rees, 2005, bls. 15-17.
  8. Morgunblaðið, 1923 (10. nóvember), bls. 1.
  9. Kershaw, 1999, bls. 206.
  10. Kershaw, 1999, bls. 206-208.
  11. Rees, 2005, bls. 26-27.
  12. Kershaw, 1999, bls. 208-210.
  13. Rees, 2005, bls. 26-27.
  14. Þorsteinn Ó. Thorarensen, 1967.
  15. Kershaw, 1999, bls. 211.
  16. Rees, 2005, bls. 27.
  17. Kershaw, 1999, bls. 224-225.
  18. Kershaw, 1999, bls. 223 og 262.

Heimildir

  • Alþýðublaðið. (1923, 10. nóvember). „Afturhaldsbyltingin hafin,“ bls. 1. Skoðað þann 9. maí 2015.
  • Kershaw, Ian (1999). Hitler 1889-1936: Hubris. London: Penguin Books.
  • Morgunblaðið. (1923, 10. nóvember). „Bylting í Þýskalandi,“ bls. 1. Skoðað þann 9. maí 2015.
  • Rees, Laurence (2005). The Nazis: A Warning From History. London: BBC Books.
  • Þorsteinn Ó. Thorarensen (1967). Að hetjuhöll: saga Adolfs Hitlers: uppruni hans, æska og fyrstu baráttuár. Reykjavík: Fjölvi.

Tengt efni