„Tyrkjaránið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Mushlack (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:


== Austfirðir ==
== Austfirðir ==
Seinni ræningjahópurinn, um 300 menn að talið er, var frá Algeirsborg. Ræningjarnir komu á tveimur skipum að [[Hvalnes]]i [[4. júlí]] og tóku þar land. Enginn var heima á Hvalnesbænum en ræningjarnir létu greipar sópa og sigldu síðan inn á [[Berufjörður|Berufjörð]] og vörpuðu akkerum við [[Berunes]]. Þar réru þeir á árabátum yfir að verslunarhöfninni á [[Djúpivogur|Djúpavogi]] en þar lá danskt kaupskip. Náðu ræningjarnir því þegar og umkringdu svo kaupmannshúsin og ruddust þar inn. Þar og á skipinu tóku þeir fjórtán Dani og einn Íslending.
Seinni ræningjahópurinn, um 300 menn að talið er, var frá Algeirsborg. Ræningjarnir komu á tveimur skipum að [[Hvalnes]]i [[4. júlí]] og tóku þar land. Enginn var heima á Hvalnesbænum en ræningjarnir létu greipar sópa og sigldu síðan inn á [[Berufjörður|Berufjörð]] og vörpuðu akkerum við [[Berunes]]. Þar réru þeir á árabátum yfir að verslunarhöfninni á [[Djúpivogur|Djúpavogi]] en þar lá danskt kaupskip. Náðu ræningjarnir því þegar og umkringdu svo kaupmannshúsin og ruddust þar inn. Þar og á skipinu tóku þeir fjórtán Dani og einn Íslending.

Ræningjarnir héldu svo áfram inn með firðinum, komu fólki víða að óvörum á bæjum, tóku að og fluttu út í skip. Einn piltur slapp þó undan þeim og tókst að vara fólk við á sumum bæjum og sagt er að [[Austfjarðaþokan]] hafi bjargað sumum og auðveldað þeim undankomu. Þeir rændu um Berufjörð, [[Breiðdalur|Breiðdal]] og [[Hamarsfjörður|Hamarsfjörð]] og hertóku alls um 110 manns en drápu nokkra.<ref>[http://www.djupivogur.is/adalvefur/?pageid=14 Tyrkjaránið.] Á www.djupivogur.is</ref> Sagt er að þeir hafi ætlað að halda áfram norður með Austfjörðum en fengið harðan mótvind. Þá sneru þeir við og héldu vestur með suðurströndinni en þar var hvergi hægt að lenda fyrr en kom að Vestmannaeyjum. Á leiðinni hittu þeir fyrir enskt fiskiskip sem þeir náðu á sitt vald.


== Vestmannaeyjar ==
== Vestmannaeyjar ==
Lína 23: Lína 21:


Sjóræningjarnir dvöldu í þrjá daga í Vestmannaeyjum, með aðsetur á [[Ræningjaflöt]] í [[Lyngfellisdalur|Lyngfellisdal]]. Þeir handteknu voru bundnir á fótum og höndum og geymdir í dönsku verslunarhúsunum. Þeir sem veittu mótspyrnu eða þóttu ekki söluvænir voru drepnir. Flóttafólk sem reyndi að komast undan til fjalla var elt uppi, en margir björguðu lífi sínu með því að klifra upp í klettana. Vestmannaeyingar földu sig á ýmsum stöðum, meðal annars í [[Hundraðmannahellir|Hundraðmannahelli]] og [[Fiskhellar|Fiskhellum]]. Er talið að um 200 manns hafi komist undan með því móti.
Sjóræningjarnir dvöldu í þrjá daga í Vestmannaeyjum, með aðsetur á [[Ræningjaflöt]] í [[Lyngfellisdalur|Lyngfellisdal]]. Þeir handteknu voru bundnir á fótum og höndum og geymdir í dönsku verslunarhúsunum. Þeir sem veittu mótspyrnu eða þóttu ekki söluvænir voru drepnir. Flóttafólk sem reyndi að komast undan til fjalla var elt uppi, en margir björguðu lífi sínu með því að klifra upp í klettana. Vestmannaeyingar földu sig á ýmsum stöðum, meðal annars í [[Hundraðmannahellir|Hundraðmannahelli]] og [[Fiskhellar|Fiskhellum]]. Er talið að um 200 manns hafi komist undan með því móti.

[[Landakirkja|Landakirkju]] brenndu ræningjarnir eftir að hafa rænt skrúða hennar og öðru fémætu. Þjóðsögur segja að kirkjuklukkunum hafi verið komið undan í fylgsni í fjallaskúta, og er önnur enn í fullri notkun í Landakirkju. Tveir prestar voru í Vestmannaeyjum, og var annar þeirra, séra [[Jón Þorsteinsson píslarvottur|Jón Þorsteinsson]], einn af þeim 34 sem talið er að hafi verið drepnir í ráninu en hinn, séra [[Ólafur Egilsson]], var handsamaður og fluttur út í skip ásamt konu sinni, sem komin var að barnsburði, og tveimur börnum þeirra.


== Ránsfengurinn ==
== Ránsfengurinn ==

Útgáfa síðunnar 21. maí 2015 kl. 19:06

Frá Vestmannaeyjum

Tyrkjaránið var atburður í sögu Íslands sem átti sér stað á fyrri helmingi 17. aldar þegar sjóræningjar rændu fólki í Grindavík, Vestmannaeyjum og á Austfjörðum og seldu í þrældóm í Barbaríinu. Nokkuð af fólkinu var síðar leyst út og tókst að snúa heim aftur og segja sögu sína. Þekktust þeirra eru Guðríður Símonardóttir (Tyrkja-Gudda), sem síðar giftist Hallgrími Péturssyni og Halldór Jónsson hertekni, sem síðar varð lögréttumaður og bjó á Hvaleyri við Hafnarfjörð.

Ræningjarnir

Jan Janszoon van Haarlem var hollenskur sjóræningi sem gengið hafði í þjónustu Ottómanaveldisins og kallaðist þar oftast Murat Reis aðmíráll. Hann varð fyrsti landstjóri og stóraðmíráll borgríkisins Salè á strönd Marokkó, en höfnin þar var miðstöð sjóræningja sem herjuðu á nærliggjandi hafsvæði. Árið 1627 skipaði Janszoon dönskum þræl úr áhöfn sinni sem hafði komið til Íslands, að stýra skipi sínu þangað sem engum hafði áður dottið í hug að fremja sjórán. Annað skip, sem var frá Algeirsborg, lagði einnig af stað í ránsferð til Íslands en kom þangað mun síðar og er ekki ljóst hvort skipin höfðu eitthvert samflot í upphafi eða samráð um Íslandsferðina.

Grindavík

Ræningjarnir frá Salé undir forystu Janszoons komu til Grindavíkur 20. júní 1627. Danski kaupmaðurinn í Grindavík, Lauritz Bentson, sendi átta menn á báti til að athuga hvaða skip væri þarna á ferðinni og fóru þeir um borð en ræningjarnir tóku þá og fengu þá til að upplýsa að fátt væri um varnir í landi. Þeir náðu líka á sitt vald dönsku kaupskipi sem lá á höfninni. Murat Reis fór svo með þrjátíu menn í land og rændu þeir kaupmannsbúðina en kaupmanninum tókst að flýja ásamt öðrum dönskum mönnum nema þeim þremur sem verið höfðu um borð í danska skipinu.

Síðan rændu þeir bæina í víkinni, hirtu það sem þeim þótti fémætt en tóku 15 manns höndum og særðu tvo illa. Margir gátu þó flúið og falið sig í hrauninu. Ræningjarnir sigldu svo frá Grindavík en á útsiglingunni urðu þeir varir við danskt kaupskip sem var á leið til Vestfjarða. Þeim tókst að blekkja skipverja með því að draga upp falskt flagg og ná skipinu á sitt vald og höfðu þeir nú þrjú skip.

Ræningjarnir munu sjálfir hafa haft í huga að fara til Vestfjarða og ræna þar en hættu við það og ætluðu að ráðast að konungsmönnum á Bessastöðum en þar voru menn viðbúnir þeim og höfðu safnað liði og mannað fallbyssur. Eftir að eitt skipanna steytti á skeri utan við Bessastaði gáfust ræningjarnir upp á fyrirætlunum sínum og sigldu 24. júní frá landinu og héldu heim á leið með fólkið, sem var svo selt var í ánauð í Salé. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Járngerðarstöðum og Halldór bróðir hennar losnuðu fljótt úr haldi og komu aftur til Ísland 1628 og Helgi sonur Guðrúnar var keyptur laus 1636 og kom heim. Hinir níu Grindvíkingarnir sneru ekki heim aftur.[1]

Austfirðir

Seinni ræningjahópurinn, um 300 menn að talið er, var frá Algeirsborg. Ræningjarnir komu á tveimur skipum að Hvalnesi 4. júlí og tóku þar land. Enginn var heima á Hvalnesbænum en ræningjarnir létu greipar sópa og sigldu síðan inn á Berufjörð og vörpuðu akkerum við Berunes. Þar réru þeir á árabátum yfir að verslunarhöfninni á Djúpavogi en þar lá danskt kaupskip. Náðu ræningjarnir því þegar og umkringdu svo kaupmannshúsin og ruddust þar inn. Þar og á skipinu tóku þeir fjórtán Dani og einn Íslending.

Vestmannaeyjar

Mánudaginn 16. júlí 1627 réðust ræningjarnir á Vestmannaeyjar. Snemma morguns þann dag sáust í landsuður af Eyjum þrjú skip er stefndu að eyjunum. Mikill ótti greip fólk í Vestmannaeyjum, þegar sást til skipanna, enda höfðu Vestmannaeyingar frétt af ránum í Grindavík og víðar um landið. Höfðu þeir því komið sér upp vörnum við höfnina. Sjóræningjarnir sigldu hins vegar fram hjá höfninni, suður með eynni og gengu þeir á land á Ræningjatanga og komu þannig Eyjamönnum í opna skjöldu. Ólafur Egilsson segir í Reisubók sinni að Íslendingur sem var í áhöfn enska skipsins sem þeir hertóku hafi sagt þeim hvar þeir gætu tekið land.

Af ræningjunum er það að segja, að þeir fóru í þrem hópum í kaupstaðinn. Hvar sem ræningjarnir fundu fólk á vegi sínum, tóku þeir það, bundu og ráku á undan sér niður í þorpið. Sama gilti jafnvel líka um búpening, sem á vegi þeirra varð. Þeir, sem komust ekki nógu hratt, voru höggnir niður og drepnir. Á efstu bæjunum hefur fólkið orðið verst úti, þar sem ræningjana bar svo fljótt að og óvænt. Fólkið á neðri bæjunum komst fremur undan og leitaði skjóls í hellum og gjótum. Danski kaupmaðurinn komst undan ásamt áhöfninni á dönsku kaupskipi sem lá á höfninni og reru þeir lífróður til lands.[2]

Sjóræningjarnir dvöldu í þrjá daga í Vestmannaeyjum, með aðsetur á Ræningjaflöt í Lyngfellisdal. Þeir handteknu voru bundnir á fótum og höndum og geymdir í dönsku verslunarhúsunum. Þeir sem veittu mótspyrnu eða þóttu ekki söluvænir voru drepnir. Flóttafólk sem reyndi að komast undan til fjalla var elt uppi, en margir björguðu lífi sínu með því að klifra upp í klettana. Vestmannaeyingar földu sig á ýmsum stöðum, meðal annars í Hundraðmannahelli og Fiskhellum. Er talið að um 200 manns hafi komist undan með því móti.

Ránsfengurinn

Titilsíða Reisubókar Ólafs Egilssonar.

Siglingin til Barbarísins hefur án efa reynst föngunum erfið og sumir dóu á leiðinni. Ekki virðist þó hafa verið farið mjög illa með fólkið og Ólafur Egilsson tekur sérstaklega fram í Reisubókinni að þegar Ásta kona hans lagðist á sæng og ól barn út á rúmsjó hafi Tyrkirnir sýnt barninu mikla umhyggju.

Þegar til Algeirsborgar kom valdi borgarhöfðinginn („kóngurinn“, segir Ólafur), þá sem hann vildi fá í sinn hlut en hinir voru seldir á uppboði og hlutu misjafna vist. Um þrjátíu dóu fyrsta mánuðinn eftir að út kom. Sumir köstuðu brátt trúnni, einkum börn og ungmenni, og gerðust múslimar, en árið 1635 voru enn í Algeirsborg um 70 fullorðnir Íslendingar sem héldu fast við kristna trú.[3]

Safnað var fé á Íslandi og í Danmörku til að reyna að kaupa fangana lausa og árið 1636 var greitt lausnargjald fyrir 34 þræla í Algeirsborg og þeir lögðu af stað heim. Sex dóu á leiðinni, einn varð eftir en 27 komu til Íslands, þar á meðal Guðríður Símonardóttir úr Vestmannaeyjum, oft nefnd Tyrkja-Gudda. Hún giftist síðar Hallgrími Péturssyni, sem fenginn hafði verið til þess þegar hinir herleiddu komu til Kaupmannahafnar að rifja upp með þeim kunnáttu þeirra í kristnum fræðum.

Nokkrir Íslendingar komu heim áður eða seinna og hafði einhverjum þeirra tekist að safna sér fé og kaupa sig sjálfir lausa. Þó munu einhverjir hafa kosið að vera um kyrrt í Barbaríinu þótt þeir væru ekki lengur ánauðugir. Alls munu um 50 manns hafa lagt af stað heim úr ánauðinni þótt ekki kæmust allir á áfangastað.

Skrásetning atburða

Ýmsar samtímaheimildir eru til um Tyrkjaránið. Ólafur Egilsson, prestur í Ofanleiti í Vestmannaeyjum var einn þeirra sem var tekinn höndum og fluttur til Algeirsborgar. Hann var hins vegar fljótlega sendur á fund Danakonungs til að reyna að fá Íslendingana leysta úr ánauðinni. Sú ferð bar lítinn árangur og hann kom aftur til Íslands 6. júlí árið 1628. Þá hóf hann fljótlega að skrásetja þessa reynslu sína í bók sem hann kallaði Reisubók séra Ólafs Egilssonar.

Kláus Eyjólfsson lögsögumaður skráði strax eftir ránið frásögn eftir sjónarvottum og kom líka út í Eyjar skömmu eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Einnig eru til nokkur bréf sem rituð voru af Íslendingum í Barbaríinu.[4]

Steinunn Jóhannesdóttir skrifaði sögulega skáldsögu um Tyrkjaránið sem kom út árið 2001. Hún heitir Reisubók Guðríðar Símonardóttur.

Tilvísanir

  1. Sagnakvöld IV - Tyrkjaránið Grindavík. Á ferlir.is, skoðað 22. febrúar 2012.
  2. Þorsteinn Helgason. „Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?“. Vísindavefurinn 29.3.2006. http://visindavefur.is/?id=5743. (Skoðað 23.2.2012).
  3. Þorsteinn Helgason. „Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?“. Vísindavefurinn 29.3.2006. http://visindavefur.is/?id=5743. (Skoðað 23.2.2012).
  4. Þorsteinn Helgason. „Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?“. Vísindavefurinn 28.3.2006. http://visindavefur.is/?id=5738. (Skoðað 23.2.2012).

Heimildir

  • Tyrkjaránið 1627
  • Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi
  • Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi (á html formi og sem epub)
  • "Murad Rais", Pirate Utopias, bls. 100
  • Tyrkjaránið 1627
  • Heimaslóð.is
  • Ólafur Egilsson (1969). Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Almenna Bókafélagið.