„Bókhald“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Bókhald''' á við mælingu og miðlun upplýsinga sem gera leiðtogum, fjárfestum, skuldareigendum, eftirlitsstofnunum og...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. apríl 2015 kl. 14:26

Bókhald á við mælingu og miðlun upplýsinga sem gera leiðtogum, fjárfestum, skuldareigendum, eftirlitsstofnunum og öðrum kleift að taka ákvarðanir um úthlutun hagfræðilegra auðlinda. Með bókhaldi er hægt að mæla árangur hagfræðilegs aðila. Þau sem hafa bókhald í vinnu heita endurskoðendur.

Bókhaldi má skipta í nokkrar undirgreinar, svo sem fjárhagsbókhald, stjórnunarbókhald, skattabókhald og endurskoðun. Í fjárhagsbókhaldi er einbeitt að því að safna upplýsingum um fjárhagslega stöðu stofnunar og þar með gerð ársreikninga, sem ytri aðilar eins og fjárfestar, eftirlitsstofnanir og birgðasalar geta þá nýtt sér. Stjórnurarbókhald fjallar um mælingu, greiningu og miðlun upplýsinga fyrir innri notkun í stofnun. Skráning fjárhagslegra færsla heitir bókfærsla.

Ýmsir aðilar framkvæma bókhald, meðal annars endurskoðunarfyrirtæki og fagfélög. Ársreikningar eru yfirleitt endurskoðaðir af endurskoðunarfyrirtækjum, og eru gerðir samkvæmt viðurkenndum endurskoðunarreglum. Þessar reglur eru settar af stöðlunarsamtökum og eru nokkuð breytilegir eftir löndum. Verið er að breyta reglunum í mörgum löndum þannig að þær samræmast alþjóðlegum stöðlum.

Tengt efni

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.