„Bárðarbunga“: Munur á milli breytinga

Hnit: 64°38′27″N 17°31′40″V / 64.64083°N 17.52778°V / 64.64083; -17.52778
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m Stafsetning/málfar
Lína 9: Lína 9:


== Eldgos í (og við) Bárðarbungu ==
== Eldgos í (og við) Bárðarbungu ==
* [[1996]] - [[30. september]] - Eldgos hefst i sprungu undir jðklinum milli Bárðarbungu og Grímsvatna. ([[Gjálpargosið]])
* [[1996]] - [[30. september]] - Eldgos hefst i sprungu undir jöklinum milli Bárðarbungu og Grímsvatna. ([[Gjálpargosið]])
* [[1996]] - [[2. október]] - Öskugos hefst, þ.e. gosið nær upp í gegnum jökulhelluna.
* [[1996]] - [[2. október]] - Öskugos hefst, þ.e. gosið nær upp í gegnum jökulhelluna.



Útgáfa síðunnar 16. ágúst 2014 kl. 22:54

64°38′27″N 17°31′40″V / 64.64083°N 17.52778°V / 64.64083; -17.52778 Bárðarbunga er hæsti punktur á norð-vesturhluta Vatnajökuls, um 2.000 m að hæð. Undan henni gengur skriðjökullinn Köldukvíslarjökull auk fleiri smærri jökla. Bárðarbunga er stór og öflug megineldstöð og jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 km löng og allt að 25 km breið. Undir Bárðarbungu leynist svo 850 m djúp askja.

Megineldstöð

Undir Vatnajökli leynast sjö megineldstöðvar sem hafa verið nafngreindar, en þær eru ásamt Bárðarbungu: Grímsvötn, Þórðarhyrna, Kverkfjöll, Breiðabunga, Esjufjöll og Öræfajökull. Bárðarbunga er þeirra stærst og undir henni er gríðarmikið kvikuhólf og þykir jarðeðlisfræðingum ekki ósennilegt að kvikuinnskot sem ættir eiga að rekja þangað hafi verið á flakki í sprungum og rásum undir yfirborði jarðskorpunnar. Hugmyndir eru uppi um að tengingar séu stundum á milli sumra eða allra gosstöðvanna. Gos í Bárðarbungu er því talið vera nokkuð ógnvekjandi tilhugsun. Flestar líkur eru á að gos þar yrði mjög stórt og mikið öskufall fylgdi í kjölfarið, ásamt mögnuðum jökulhlaupum og eyðileggingu af völdum hvors tveggja. Auk þess mætti í kjölfar slíks stórgoss búast við hlaupi ofan í Skjálfandafljót, Jökulsá á Fjöllum og jafnvel í fljót sem koma undan bæði vestan- og sunnanverðum jöklinum, auk þess sem gosefni sem mikið bærist af upp í loftið myndu breyta veðurfari tímabundið og mjög til hins verra, eins og gerðist í móðuharðindunum þegar gaus í Lakagígum.

Nauðlending á Bárðarbungu

Þann 14. september 1950 fórst þar íslensk flugvél Loftleiða án þess að nokkur léti lífið. Bandarísk DC-3 flugvél var send til þess að bjarga áhöfninni og gat hún lent á jöklinum en ekki hafið sig til flugs aftur.

Eldgos í (og við) Bárðarbungu

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.