„Joseph Schumpeter“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: la:Iosephus Schumpeter er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Taketa (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[File:Joseph Schumpeter ekonomialaria.jpg|thumb|Joseph Schumpeter]]
'''Joseph Alois Schumpeter''' ([[8. febrúar]] [[1883]] – [[8. janúar]] [[1950]]) var einn merkasti hagfræðingur 20. aldarinnar. Schumpeter fæddist í [[Móravía|Móravíu]], þá [[Austurríki-Ungverjaland]]i, nú [[Tékkland]]i. Þekktastur er hann fyrir hagfræðiskrif um hagsveiflur, þróun hagkerfa og ekki síst hina „skapandi eyðileggingu athafnaskálda kapítalismans“ sem hann taldi forsendu nýsköpunar og framfara. Hann kenndi lengi við [[Harvard-háskóli|Harvard-háskóla]] í [[Massachusetts]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].
'''Joseph Alois Schumpeter''' ([[8. febrúar]] [[1883]] – [[8. janúar]] [[1950]]) var einn merkasti hagfræðingur 20. aldarinnar. Schumpeter fæddist í [[Móravía|Móravíu]], þá [[Austurríki-Ungverjaland]]i, nú [[Tékkland]]i. Þekktastur er hann fyrir hagfræðiskrif um hagsveiflur, þróun hagkerfa og ekki síst hina „skapandi eyðileggingu athafnaskálda kapítalismans“ sem hann taldi forsendu nýsköpunar og framfara. Hann kenndi lengi við [[Harvard-háskóli|Harvard-háskóla]] í [[Massachusetts]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].



Útgáfa síðunnar 19. júlí 2014 kl. 07:36

Joseph Schumpeter

Joseph Alois Schumpeter (8. febrúar 18838. janúar 1950) var einn merkasti hagfræðingur 20. aldarinnar. Schumpeter fæddist í Móravíu, þá Austurríki-Ungverjalandi, nú Tékklandi. Þekktastur er hann fyrir hagfræðiskrif um hagsveiflur, þróun hagkerfa og ekki síst hina „skapandi eyðileggingu athafnaskálda kapítalismans“ sem hann taldi forsendu nýsköpunar og framfara. Hann kenndi lengi við Harvard-háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Ævi

Joseph Schumpeter fæddist í smábænum Triesch, í Móravíu, Austurríska ungverska Keisaradæminu. Hann flutti ásamt einstæðri móður sinni til Graz og síðar til Vínarborgar. Schumpeter var snemma talinn afburðarnemandi og hlaut lof kennara sinna. Hann hóf nám í lögfræði við Háskólann í Vín undir leiðsögn hins þekkta Eugen von Böhm-Bawerk. Doktorsprófi lauk hann árið 1906.

Árið 1909 varð hann prófessor í hagfræði við Háskólann í Czernowitz. Á árunum 1919-1920 starfaði hann sem fjármálaráðherra Austurríkis, með nokkrum árangri. Árið 1920 varð hann stjórnarformaður Biedermann einkabankans sem féll síðan árið 1924 og dró Schumpeter með sér í gjaldþrot.

Á árunum 1925-1932 var hann prófessor við Háskólann í Bonn í Þýskalandi. Hann kenndi einnig við Harvard-háskóla 1927-1928 og einnig 1930. Hann flýði uppgang þjóðernishreyfingar Þýskalands til Bandaríkjanna þar sem hann kenndi frá 1932 allt til dauðadags 8. janúar 1950.

Þrátt fyrir að Schumpeter hafi ekki þótt sérstakur kennari í Harvard eignaðst hann tryggan áhangendahóp. Hann þótti einnig umdeildur, skoðanir hans þóttu gamaldags og í takt við kenningar Keynes sem naut þá mikillar hylli.

Kenningar

Hann er þekktastur fyrir hagfræðiskrif um hagsveiflur, þróun hagkerfa og ekki síst hina „skapandi eyðileggingu athafnaskálda kapítalismans“ sem hann taldi forsendu nýsköpunar og framfara.

Í einni þekktustu bók sinni, Kapítalismi, jafnaðarstefna og lýðræði, sem kom út árið 1942 sagðist Schumpeter vera efins á framtíð kapítalismans. Ólíkt Karl Marx sem taldi kapítalisma verða bylt af óvinum sínum, taldi Schumpeter að kapítalisminn myndi líða undir lok vegna eigin árangurs. Menntamenn myndu hafa starfa af því að ráðast á undirstöður kapítalsimans, kerfi einkaeignar og frelsis.

Schumpeter er einnig þekktur fyrir kenningu sína um fulltrúalýðræði þess efnis að það snúist um heiðarlegar og reglulegar kosningar þar sem stjórnmálamenn keppast um hylli kjósenda en eftir að umboðið sé veitt geti þeir starfað eftir eigin sannfæringu frekar en almannavilja.

Helstu verk

Þekktustu verk hans feitletruð.

  • „Über die mathematische Methode der theoretischen Ökonomie“, 1906, ZfVSV.
  • „Das Rentenprinzip in der Verteilungslehre“, 1907, Schmollers Jahrbuch.
  • Wesen und Hauptinhalt der theoretischen Nationalökonomie (ensk þýð. The Nature and Essence of Theoretical Economics), 1908.
  • „On the Concept of Social Value“, 1909, Quarterly Journal of Economics.
  • Wie studiert man Sozialwissenschaft, 1910 (þýð. J.Z. Muller, „How to Study Social Science“, Society 2003)
  • „Marie Esprit Leon Walras“, 1910, ZfVSV.
  • „Über das Wesen der Wirtschaftskrisen“, 1910, ZfVSV.
  • Theorie der wirtschaftlichen Entwicklung (þýð. 1934, The Theory of Economic Development: An inquiry into profits, capital, credit, interest and the business cycle) 1911. Hér er bókin frá Google bókasafninu á ensku
  • Economic Doctrine and Method: An historical sketch, 1914.
  • „Das wissenschaftliche Lebenswerk Eugen von Böhm-Bawerks“, 1914, ZfVSV.
  • Vergangenkeit und Zukunft der Sozialwissenschaft, 1915.
  • The Crisis of the Tax State, 1918.
  • „The Sociology of Imperialism“, 1919, Archiv für Sozialwissenschaft und Sozialpolitik
  • „Max Weber's Work“, 1920, Der österreichische Volkswirt.
  • „Carl Menger“, 1921, ZfVS.
  • „The Explanation of the Business Cycle“, 1927, Economica
  • „Social Classes in an Ethnically Homogeneous Environment“, 1927, Archiv für Sozialwissenschaft und Sozialpolitik.
  • „The Instability of Capitalism“, 1928, EJ.
  • Das deutsche Finanzproblem, 1928.
  • „Mitchell's Business Cycles“, 1930, Quarterly Journal of Economics.
  • „The Present World Depression: A tentative diagnosis“, 1931, Economic Review.
  • „The Common Sense of Econometrics“, 1933, Econometrica.
  • „Depressions: Can we learn from past experience?“, 1934, í Economics of the Recovery Program.
  • „The Nature and Necessity of a Price System“, 1934, Economic Reconstruction.
  • „Review of Robinson's Economics of Imperfect Competition“, 1934, Journal of Political Economy.
  • „The Analysis of Economic Change“, 1935, REStat.
  • „Professor Taussig on Wages and Capital“, 1936, Explorations in Economics.
  • „Review of Keynes's General Theory“, 1936, JASA.
  • Business Cycles: A theoretical, historical and statistical analysis of the Capitalist process, 1939.
  • „The Influence of Protective Tariffs on the Industrial Development of the United States“, 1940, Proceedings of AAPS.
  • „Alfred Marshall's Principles: A semi-centennial appraisal“, 1941, Economic Review.
  • „Frank William Taussig“, 1941, Quarterly Journal of Economics.
  • Capitalism, Socialism and Democracy, 1942. Hér er bókin frá Google bókasafninu.
  • „Capitalism in the Postwar World“, 1943, Postwar Economic Problems.
  • „John Maynard Keynes“, 1946, Economic Review.
  • „The Future of Private Enterprise in the Face of Modern Socialistic Tendencies“, 1946, Comment sauvegarder l'entreprise privée
  • Rudimentary Mathematics for Economists and Statisticians, ásamt W.L.Crum, 1946.
  • „Capitalism“, 1946, Encyclopaedia Britannica.
  • "The Decade of the Twenties", 1946, Economic Review.
  • „The Creative Response in Economic History“, 1947, Journal of Economic History.
  • „Theoretical Problems of Economic Growth“, 1947, Journal of Economic History.
  • „Irving Fisher's Econometrics“, 1948, Econometrica.
  • „There is Still Time to Stop Inflation“, 1948, Nation's Business.
  • „Science and Ideology“, 1949, Economic Review.
  • „Vilfredo Pareto“, 1949, Quarterly Journal of Economics.
  • „Economic Theory and Entrepreneurial History“, 1949, Change and the Entrepreneur
  • „The Communist Manifesto in Sociology and Economics“, 1949, Journal of Political Economy.
  • „English Economists and the State-Managed Economy“, 1949, Journal of Political Economy.
  • „The Historical Approach to the Analysis of Business Cycles“, 1949, NBER Conference on Business Cycle Research.
  • „Wesley Clair Mitchell“, 1950, Quarterly Journal of Economics.
  • „March into Socialism“, 1950, American Economic Review.
  • Ten Great Economists: From Marx to Keynes, 1951. Hér er bókin frá Google bókasafninu
  • Imperialism and Social Classes, 1951 (endurpr. frá 1919, 1927)
  • Essays on Economic Topics, 1951.
  • „Review of the Troops“, 1951, Quarterly Journal of Economics.
  • History of Economic Analysis, (kom út að honum látnum, ritstj. Elisabeth Boody Schumpeter), 1954.
  • „American Institutions and Economic Progress“, 1983, Zeitschrift fur die gesamte Staatswissenschaft
  • „The Meaning of Rationality in the Social Sciences“, 1984, Zeitschrift fur die gesamte Staatswissenschaft
  • „Money and Currency“, 1991, Social Research.
  • Economics and Sociology of Capitalism, 1991. Hér er bókin frá Google bókasafninu

Heimildir

Snið:Tengill ÚG