„Songveldið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: hu:Szung-dinasztia er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: zh:宋朝 er fyrrum úrvalsgrein
Lína 19: Lína 19:
{{Tengill GG|no}}
{{Tengill GG|no}}
{{Tengill GG|pl}}
{{Tengill GG|pl}}
{{link FA|zh}}

Útgáfa síðunnar 29. mars 2014 kl. 18:44

Norður-Songveldið árið 1111. Fyrir norðan það má sjá Liaoveldi kitana í Mansjúríu.

Songveldið (kínverska: 宋朝; pinyin: Sòng Cháo; Wade-Giles: Sung Ch'ao) var ættarveldi sem ríkti yfir Kína frá 960 til 1279. Songveldið kom upp í kjölfar tímabilsins sem er kennt við Fimm konungsættir og tíu konungsríki. Songveldið var fyrsta kínverska miðstjórnarvaldið sem gaf út peningaseðla.

Á 10. öld tvöfaldaðist íbúafjöldi landsins vegna aukinnar hrísgrjónaframleiðslu með nýjum fljótsprottnum afbrigðum frá Suðaustur-Asíu. Aukin framleiðni og meiri umframframleiðsla leiddi til efnahagslegrar byltingar og nýjar aðferðir í hernaði voru þróaðar með notkun byssupúðurs.

Songveldinu er skipt í tvö tímabil: Norður-Songveldið (kínverska: 北宋, 960–1127) með höfuðborg í Bianjing (nú Kaifeng); og Suður-Songveldið (kínverska: 南宋, 1127–1279) eftir að Songveldið missti stjórn norðurhluta landsins í hendur Jinveldisins. 1234 lögðu Mongólar Jinveldið undir sig og 1279 lögðu þeir undir sig síðustu leifar Songveldisins eftir tveggja áratuga styrjöld.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG

Snið:Tengill GG Snið:Tengill GG