„Frjálslyndisstefna“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: arz:ليبراليه er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: scn:Libbiralìsimu er úrvalsgrein; útlitsbreytingar
Lína 7: Lína 7:
* [[Frjálshyggja]]
* [[Frjálshyggja]]
{{Tengill ÚG|arz}}
{{Tengill ÚG|arz}}
{{Tengill ÚG|scn}}


[[Flokkur:Stjórnmálastefnur]]
[[Flokkur:Stjórnmálastefnur]]

Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2014 kl. 12:12

Frjálslyndisstefna er heiti á ýmsum stjórnmálakenningum og hugmyndum um stjórnarfar sem líta á frelsi einstaklingsins sem mikilvægt markmið út frá hugmyndum um réttindi einstaklinga. Í gegnum söguna hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem kenna sig við frjálslyndisstefnuna lagt áherslu á athafnafrelsi (þar með talið frelsi frá afskiptum ríkisvalds), tjáningarfrelsi, trúfrelsi og afnám klerkaveldis, afnám sérréttinda yfirstéttarinnar og hugmyndina um réttarríki þar sem allir eru jafnir fyrir lögum. Þó er mjög mismunandi hver þessara atriða hafa verið sett á oddinn eftir því hvaða land, tímabil eða stjórnmálahreyfingar eru skoðaðar.

Frjálslyndisstefnan var afar víðfeðmt hugmyndakerfi. Helsti hugmyndafræðingur hennar var John Locke með kenningu sína um náttúruleg réttindi einstaklingsins og það sjónarmið að uppspretta valdsins lægi hjá þegnunum. Hann taldi einnig að í gildi væri samfélagssáttmáli milli þegna og þjóðhöfðingja, sem tryggði kjörnum fulltrúum þjóðarinnar rétt til áhrifa á landsjórnina.

Ólíkt íhaldsmönnum höfðu frjálslyndir skýra stefnu í efnahags- og atvinnumálum. Helsti hugmyndafræðingur þeirra í þeim efnum var Adam Smith (1729-1790).

Tengt efni

Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG

Snið:Link FA Snið:Link FA