„Hallur Hrafnsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Gilwellian (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
EmausBot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:Q15550819
 
Lína 12: Lína 12:
[[Flokkur:Munkaþverárklaustur]]
[[Flokkur:Munkaþverárklaustur]]
{{d|1190}}
{{d|1190}}

[[es:Hallur Hrafnsson]]

Nýjasta útgáfa síðan 9. janúar 2014 kl. 00:06

Hallur Hrafnsson (d. 1190) var prestur á Grenjaðarstað á 12. öld og síðan ábóti á Munkaþverá, þar sem hann tók við eftir lát Björns Gilssonar ábóta 1181.

Hallur var sonur Hrafns Úlfhéðinssonar lögsögumanns, en faðir Hrafns og afi höfðu einnig verið lögsögumenn, svo og ýmsir frændur hans. Systur Halls hét Hallbera og var kona Hreins Styrmissonar, ábóta í Þingeyraklaustri. Hann var prestur á Grenjaðarstað en var vígður ábóti á Munkaþverá 1184 og gegndi því embætti til dauðadags. Einar Másson tók við af honum.

Á meðan Hallur var prestur var hann giftur Valgerði Þorsteinsdóttur, en prestar máttu á þeim árum kvænast. Hún var skagfirsk, af ætt Ásbirninga. Á meðal barna þeirra var Eyjólfur ofláti, prestur á Grenjaðarstað og ábóti í Saurbæjarklaustri 1206-1212.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Munkaþverár-klaustur. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.
  • „Munkaþverárklaustur. Sunnudagsblaðið, 10. apríl 1966“.