„Breskar mælieiningar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Breskar mælieiningar''' eða '''fet-punda kerfið''' er kerfi mælieininga sem var fyrst skilgreint árið 1824. Seinna var kerfinu breytt og minnkað. Breska mælieininga...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 132: Lína 132:
== Neðanmálsgreinar ==
== Neðanmálsgreinar ==
{{reflist|2}}
{{reflist|2}}

[[Flokkur:Breskar mælieiningar]]

Útgáfa síðunnar 8. janúar 2014 kl. 22:13

Breskar mælieiningar eða fet-punda kerfið er kerfi mælieininga sem var fyrst skilgreint árið 1824. Seinna var kerfinu breytt og minnkað. Breska mælieiningakerfið var tekið upp um allt Breska heimsveldið. Fyrir seinni hluta 20. aldar höfðu flestar þeirra þjóða sem áður voru í Breska heimsveldinu tekið upp metrakerfið sem aðalmælieiningakerfi. Á Bretlandi og í Kanada eru sumar gamlar mælieiningar enn notaðar í dag.

Innleiðing

Með Mælieiningalögum 1824 voru breska mælieiningakerfið tekið í notkun. Áætlað var að kerfið yrði tekið formlega í notkun 1. maí 1825, en vegna Mælieiningalaga 1825 var innleiðingunni frestað um nokkra mánuði. Kerfið var því tekið upp formlega 1. janúar 1826. Lögin sem voru sett árið 1824 heimiluðu notkun á eldri mælieiningum með þeim skilmálum að þær voru venjubundnar, viðurkenndar og merktar skýrlega með samsvarandi einingum í nýja kerfinu.

Mælieiningar

Lengd

Tafla með lengdarmælieiningum
Mælieining Jafngildir Fet Millimetrar Metrar Athugasemdir
thou (th) 1/12000 0,0254 0,0000254
Einnig 25,4 μm
tomma
(e. inch, in)
1000 thou 1/12 25,4 0,0254
fet
(e. foot, ft)
12 tommum 1 304,8 0,3048
stika
(e. yard, yd)
3 fetum 3 914,4 0,9144
Skilgreint sem nákvæmlega 0,9144 metrar með Alþjóðlega samningnum um stikuna og pundið árið 1959
keðja
(e. chain, ch)
22 stikum 66 20116,8 20,1168
Fjarlægð á milli tveggja marksúla á krikketvelli
furlong (fur) 10 keðjum 660 201,168
220 yards
míla
(e. mile, mi)
8 furlong 5.280 1.609,344
1760 yards
lengdarmál
(e. league, lea)
3 mílum 15.840 4.828,032
Hvergi lengur opinber mælieining
Siglingafræðilegar mælieiningar
faðmur
(e. fathom, ftm)
~2 stikum 6,08 eða 6[1] 1.853,184 1.853184
Breska flotamálaráðuneytið skilgreindi faðminn sem 6 fet. This was despite its being 1/1000 of a nautical mile (i.e. 6.08 feet) until the adoption of the international nautical mile.[1]
kapallengd
(e. cable length)
100 föðmum 608 185,3184
Einn tíundi af sjómílu. Þegar þessi eining var notuð var hún tilgreind sem um það bil 100 faðmar.
sjómíla
(e. nautical mile)
10 kapallengdum 6.080 1.853,184
Notuð til að mála fjarlægð úti á sjó. Þangað til skilgreining á sjómílunni sem 1.852 metrar var samþykkt alþjóðlega árið 1970 var breska sjómílan skilgreind sem 6.080 fet.[2]
Mælieiningar könnun Gunters (frá 17. öld)
link 7,92 tommum 66/100 201,168 0,201168
1/100 af keðju
rod 25 link 66/4 5.029,2 5,0292
Rod hét líka pole eða perch og jafngildi 5,5 stikum
keðja 4 rod 66 20,1168
100 link eða 1/10 af furlong

Neðanmálsgreinar

  1. 1,0 1,1 Nákvæma talan var 6,08 fet en í reynd var 6 fet notað. Faðmurinn var alltaf skilgreindur sem 6 fet í reynd. Deilan skipti engu máli því á öllum sjókortum teiknuðum af Breska flotamálaráðuneytinu voru dýptir grynnri en 5 faðmar alltaf gefnar upp í fetum. Í dag er metrakerfið notað á öllum sjókortum nema bandarískum, þar sem fet eru notuð fyrir allar dýptir.
  2. Sjómílan var ekki gefin upp í öðrum mælieiningum því hún er leidd af ummáli Jarðarinnar (eins og upprunalegi metrinn).