„Wikipedia:Tillögur að gæðagreinum“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 111: Lína 111:
=== Umræða ===
=== Umræða ===
* {{Samþykkt}} --[[Notandi:Jabbi|Jabbi]] ([[Notandaspjall:Jabbi|spjall]]) 15. nóvember 2013 kl. 16:33 (UTC)
* {{Samþykkt}} --[[Notandi:Jabbi|Jabbi]] ([[Notandaspjall:Jabbi|spjall]]) 15. nóvember 2013 kl. 16:33 (UTC)
* {{Samþykkt}} [[Kerfissíða:Framlög/86.166.204.176|86.166.204.176]] 16. nóvember 2013 kl. 21:25 (UTC)
<!--Settu atkvæði, athugasemd eða spurningu þína fyrir ofan þessa línu. Byrjaðu línuna á * og notaðu sniðin {{samþykkt}}, {{á móti}}, {{hlutlaus}}, {{athugasemd}} eða {{spurning}}. Mundu eftir að kvitta.-->
<!--Settu atkvæði, athugasemd eða spurningu þína fyrir ofan þessa línu. Byrjaðu línuna á * og notaðu sniðin {{samþykkt}}, {{á móti}}, {{hlutlaus}}, {{athugasemd}} eða {{spurning}}. Mundu eftir að kvitta.-->
</div>
</div>
* {{Samþykkt}} [[Kerfissíða:Framlög/86.166.204.176|86.166.204.176]] 16. nóvember 2013 kl. 21:25 (UTC)

Útgáfa síðunnar 16. nóvember 2013 kl. 21:25


Flýtileið:
WP:TG

Þessi síða er ætluð til þess að ákveða hvaða greinar geti fallið undir flokkinn Gæðagreinar sem er flokkur greina sem hafa hlotið gæðastimpil íslenska Wikipedia samfélagsins. Þangað eiga aðeins erindi vandaðar greinar og vel skrifaðar sem gera viðfangsefni sínu góð skil í hnitmiðuðum og læsilegum texta. Gæðagreinar þurfa ekki að vera jafn ítarlegar og úrvalsgreinar og mega vera styttri greinar. (Nánar um kröfur sem gerðar eru til gæðagreina hér.)

Ef þú hefur tillögu að grein sem á heima í þessum flokki þá getur þú bætt henni við á listann hér fyrir neðan þar sem atkvæði verða greidd um hana. Ef grein er ekki alveg tilbúin til þess að verða gæðagrein alveg strax er kjörið að vekja athygli á henni á spjallsíðu hennar eða í úrvalsmiðstöðinni til að fá gagnrýni og tillögur um það sem betur má fara í greininni.

Þar sem Wikipedia er í eðli sínu síbreytileg þá er ekki víst að grein sem hefur verið samþykkt sem gæðagrein haldi þeirri nafnbót endalaust. Greinarnar geta tekið breytingum og kröfur til gæðagreina geta þróast með tímanum. Því er mikilvægt að endurmeta það reglulega hvort að grein sé ennþá gæðagrein. Á þessari síðu má einnig hefja umræður um endurmat gæðagreina.

Áður en þú greiðir atkvæði um tillögu er að sjálfsögðu mikilvægt að þú lesir greinina sem er til umræðu vel yfir fyrst og hugir vel að þeim kröfum sem gera verður til gæðagreina.

Að neðan eru leiðbeiningar um hvernig atkvæði eru greidd um gæðagreinar.

Ný tilnefning
  • Ef þú ert sammála tilnefningunni þá skrifar þú * {{Samþykkt}} (birtist sem: Samþykkt Samþykkt) við hana og rökstuðning ef einhver er.
  • Ef þú ert ósammála tilnefningunni þá skrifar þú * {{Á móti}} (birtist sem: Á móti Á móti) við hana auk rökstuðnings.
  • Tillaga þarf stuðning minnst 3ja atkvæða til þess að teljast samþykkt. Andmæli skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar.
  • Tillaga skal vera til umfjöllunar í sjö daga að lágmarki. Tillaga telst felld ef hún hefur verið til umræðu í einn mánuð án þess að vera samþykkt.
Endurmat
  • Ef þú telur rétt að greinin haldi nafnbót sinni þá skrifar þú * {{Halda}} (birtist sem: Halda Halda) við hana og rökstuðning ef einhver er.
  • Ef þú telur rétt að greinin missi nafnbót sína þá skrifar þú * {{Afskrá}} (birtist sem: Afskrá Afskrá) við hana auk rökstuðnings.
  • Greinin þarf stuðning minnst 2ja atkvæða til þess að teljast standast endurmat. Atkvæði um afskráningu skulu aldrei vera meiri en 25% atkvæða. Þó skal ávallt leitast við að ná fram sem víðtækastri sátt um gæðagreinar.
  • Tillaga skal vera til umfjöllunar í sjö daga að lágmarki. Grein telst afskráð sem gæðagrein ef hún hefur verið til umræðu í einn mánuð án þess að fá nægan stuðning til að halda nafnbótinni.
  • Eftir að grein hefur verið samþykkt sem gæðagrein skal ekki tilnefna hana til endurmats í eitt ár eftir það nema sérstakar ástæður mæli með öðru. Það sama gildir í eitt ár eftir að grein hefur staðist tillögu um endurmat.
  • Kosningarétt hafa allir skráðir notendur sem hafa verið skráðir í mánuð eða lengur og hafa a.m.k. 100 breytingar í aðalnafnrými.
  • Ef þú ert hlutlaus, en vilt samt vera með í kosningaumræðunni skrifar þú * {{Hlutlaus}} (birtist sem: Hlutlaus Hlutlaus)og rökstyður ef þú telur þess þörf.
  • Ef þú vilt koma að athugasemd eða spurningu án þess að það sé talið sem atkvæði gerir þú * {{Athugasemd}} (birtist sem: Athugasemd Athugasemd) eða * {{Spurning}} (birtist sem: Spurning Spurning).

Tilnefna grein!

Endurmeta grein

Íþróttabandalag Vestmannaeyja

Dagsetning: 8-01-2013
Halli tilnefnir greinina Íþróttabandalag Vestmannaeyja:
Undanfarin tvö ár hef ég unnið að því að gera wikipedia síðu ÍBV betri, fyrirmyndir voru frá ensku wikipedia síðu Arsenal, Manchester og Barcelona. Einnig frá íslensku wikipedia síðu Fram og KR, en einnig bætt inn ýmsu að eigin frumleika. Greinin spannar helst sögu félagsins allt frá fyrstu starfsemi og til okkar dags. Ég tel að greinin eigi fullt erindi sem gæðagrein og tilnefni hana því hér með.

Umræða

  1. Samþykkt Samþykkt --Halli (spjall) 8. janúar 2013 kl. 17:20 (UTC)[svara]
  2. Athugasemd Athugasemd Ég er ekki búinn að lesa greinina nógu vel til þess að greiða atkvæði en ég sé að það má lagfæra heimildaskráningu töluvert. Það er ekki nógu gott að nota hráar vefslóðir í heimildaskrá. Það þarf þarna að tilgreina höfunda, titla, útgáfudaga, skoðunardaga og fleiri atriði eftir atvikum. Sjá leiðbeiningar á Hjálp:Heimildaskráning og Hjálp:Námskeið/Heimildaskráning.--Bjarki (spjall) 8. janúar 2013 kl. 23:04 (UTC)[svara]
    Heimildaskrá hefur verið bætt til mikilla muna og heimildum hefur verið fjölgað. -- Halli 17. september 2013 kl. 14:40 (UTC)[svara]
  3. Athugasemd Athugasemd Hún á alveg erindi sem gæðagrein því hún gerir efni sínu ítarleg og góð skil en þarfnast yfirlesturs og smálagfæringa. T.d. þá er líklega höfundaréttarbrot að birta allan stuðningsmannasönginn í heild sinni, og svo er listi yfir íþróttamenn ársins með golfara, fimleikafólk, sundfólk og jafnvel hnefaleikamenn: sem vekur upp þá spurningu af hverju ekkert er fjallað um þær greinar í greininni: þarf kannski að aðgreina betur ÍBV sem íþróttabandalag annars vegar og sem íþróttafélag hins vegar. Eins mætti vísa á sérgreinar um Þór og Tý (þótt þær séu ekki til ennþá) o.s.frv. Allt er þetta þó eitthvað sem hægt er að laga með lítilli fyrirhöfn. --Akigka (spjall) 13. janúar 2013 kl. 12:05 (UTC)[svara]
    Sérstakar íþróttagreinar fá ekki mikinn sess í greininni heldur fjallar hún fremur um stofnun og sögu fremur en ákveðnar íþróttir og sigra. -- Halli 17. september 2013 kl. 14:40 (UTC)[svara]
  4. Samþykkt Samþykkt --Snaevar (spjall) 10. júní 2013 kl. 18:40 (UTC)[svara]
  5. Á móti Á móti Greinin er vel unnin og hefur verið í 2 ár í vinnslu, en því miður virðist hún að mestu skrifuð af einum einstaklingi, Halli. Mér finnst að gæðagrein, í sönnum Wikianda, skuli vera samstarfsverkenfi margra. Ef fleiri eru tilbúnir að bæta greinin kemur vel til greina að endurskoða gæðagreinarvottun. Thvj (spjall) 14. júní 2013 kl. 18:51 (UTC)[svara]
    Gott og vel, ég vek athygli á því að margar gæðagreinar sérstaklega um íþróttir eru skrifaðar að mestu af einum einstakling. Má þar t.d. nefna grein um Knattspyrnufélagið Fram og Knattspyrnufélag Reykjavíkur, ég mótmæli því þó ekki að vissulega væri ánægulegt ef fleiri myndu leggjast á vogarskálina -- Halli 17. september 2013 kl. 14:40 (UTC)[svara]
  6. Samþykkt Samþykkt En má ekki sameina handknattleiksdeild ÍBV og körfuknattleiksfélag ÍBV við greinina? Hvað er annars skalltennis? Akigka bendir á að stuðningslagið er e.t.v háð höfundarrétti. Ég tel það hvort eð er ekki eiga erindi í greinina (Wikisource?) setti það í comment. --Jabbi (spjall) 15. nóvember 2013 kl. 17:18 (UTC).[svara]

Cameron Diaz

Dagsetning: 9-06-2013
Ice-72 tilnefnir greinina Cameron Diaz:
Þessi grein er ítarleg og ég legg til að hún verði gerð að gæðagrein. Til má geta að hún er ekki einfaldlega þýdd yfir frá ensku yfir í íslensku heldur er búið að afla mikið af upplýsingum um feril og ævi leikkonunnar sem ekki eru til staðar á öðrum tungumálum Wikipediu.

Umræða

Ostra

Dagsetning: 21-10-2013
Maxí tilnefnir greinina Ostra:
Ég er nýbúinn að þýða ensku greinina yfir á íslensku og var líka að finna aukaheimildir fyrir greinina. Greinin þykir mér nú uppfylla kröfurnar um gæðagrein, þó hugsanlegt sé að nokkrar málfarsvillur er að finna í henni.

Umræða

Opinn aðgangur

Dagsetning: 15-11-2013
Jabbi tilnefnir greinina Opinn aðgangur:
Greinin gefur góðan inngang að samtímamálefni sem er í örri þróun og er vel myndskreytt. Að vísu er meira en helmingur hennar skrifaður af mér.

Umræða