„Eskifjörður“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{staður á Íslandi|staður=Eskifjörður|vinstri=175|ofan=61}}
{{staður á Íslandi|staður=Eskifjörður|vinstri=175|ofan=61}}
'''Eskifjörður''' er bær á norðurströnd samnefnds fjarðar sem liggur út frá [[Reyðarfjörður|Reyðarfirði]] norðanverðum. Íbúar Eskifjarðar voru 1043 þann 1. janúar 2011 og hefur íbúatalan haldist nokkuð stöðug síðustu árin.
'''Eskifjörður''' er bær á norðurströnd samnefnds fjarðar sem liggur út frá [[Reyðarfjörður|Reyðarfirði]] norðanverðum. Íbúar Eskifjarðar voru 1043 þann 1. janúar 2013 og hefur íbúatalan haldist nokkuð stöðug síðustu árin.


Eskifjörður var verslunarstaður fyrr á öldum og var einn hinna sex staða á Íslandi, sem fengu [[kaupstaðarréttindi]] árið [[1786]] við afnám [[Einokunarverslunin|einokunarverslunarinnar]], en missti þau aftur síðar. Árið 1798 reisti danska verslunarfyrirtækið [[Örum og Wulff]] verslunarhús í Útkaupstað, sem svo er kallaður, og hóf þar verslun. Það var þó ekki fyrr en Norðmenn hófu [[síld]]veiðar við Ísland á síðari hluta 19. aldar sem íbúum tók að fjölga verulega og árið 1902 voru íbúarnir orðnir 228.
Eskifjörður var verslunarstaður fyrr á öldum og var einn hinna sex staða á Íslandi, sem fengu [[kaupstaðarréttindi]] árið [[1786]] við afnám [[Einokunarverslunin|einokunarverslunarinnar]], en missti þau aftur síðar. Árið 1798 reisti danska verslunarfyrirtækið [[Örum og Wulff]] verslunarhús í Útkaupstað, sem svo er kallaður, og hóf þar verslun. Það var þó ekki fyrr en Norðmenn hófu [[síld]]veiðar við Ísland á síðari hluta 19. aldar sem íbúum tók að fjölga verulega og árið 1902 voru íbúarnir orðnir 228.

Útgáfa síðunnar 15. nóvember 2013 kl. 14:46

Eskifjörður

Eskifjörður

Eskifjörður er bær á norðurströnd samnefnds fjarðar sem liggur út frá Reyðarfirði norðanverðum. Íbúar Eskifjarðar voru 1043 þann 1. janúar 2013 og hefur íbúatalan haldist nokkuð stöðug síðustu árin.

Eskifjörður var verslunarstaður fyrr á öldum og var einn hinna sex staða á Íslandi, sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 við afnám einokunarverslunarinnar, en missti þau aftur síðar. Árið 1798 reisti danska verslunarfyrirtækið Örum og Wulff verslunarhús í Útkaupstað, sem svo er kallaður, og hóf þar verslun. Það var þó ekki fyrr en Norðmenn hófu síldveiðar við Ísland á síðari hluta 19. aldar sem íbúum tók að fjölga verulega og árið 1902 voru íbúarnir orðnir 228.

Á Eskifirði er Steinasafn Sigurborgar og Sörens

Aðalatvinnuvegur íbúa Eskifjarðar er sjávarútvegur og fiskvinnsla en verslun og þjónusta eru einnig mikilvægar atvinnugreinar. Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands í gömlu húsi sem Örum og Wulff byggðu um 1816 og þar má sjá minjar um sjósókn á Austfjörðum og byggðasögu og atvinnulíf á Eskifirði. Aðsetur sýslumannsembættis Suður-Múlasýslu var flutt til Eskifjarðar 1853 og þar er miðstöð löggæslu á Austurlandi.

Byggðin var gerð að sérstökum hreppi, Eskifjarðarhreppi, árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Reyðarfjarðarhreppi. Hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi á ný 22. apríl 1974. Hinn 1. janúar 1988 sameinaðist Helgustaðahreppur Eskifirði. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Eskifjarðarkaupstaður Reyðarfjarðarhreppi á ný og Neskaupstað að auki undir nafninu Fjarðabyggð.

Heimildir

  • „Eskifjörður. Á vef Fjarðabyggðar, skoðað 12. apríl 2011“.

Á árunum 1971 til 1986 kom úr fimm binda ritverk Einars Braga skálds, sem kallast Eskja.

Tenglar