„Stinnastör“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
Ný síða: {{Taxobox | image = Carex bigelowii.JPG | status = G5 | status_system = TNC | status_ref =  <ref>{{cite web |url=http://www.natureserve.org/explorer/servlet/NatureServe?searchNam...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 30. október 2013 kl. 23:15

Stinnastör

Ástand stofns

Öruggt (TNC)  [1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
(óraðað) Einkímblöðungar (Monocotyledon)
Ættbálkur: Grasabálkur (Poales)
Ætt: Stararætt (Cyperaceae)
Ættkvísl: Starir (Carex)
Tegund:
C. bigelowii

Tvínefni
Carex bigelowii
Torr. ex Schwein.
Samheiti
  • Carex concolor
  • Carex consimilis
  • Carex rigida

Stinnastör (fræðiheiti: Carex bigalowii) er stör sem vex víða í Evrasíu og á Íslandi. Jarðstöngull stinnastarar hefur bogsveigðar renglur sem hafa mógljáandi lágblöð. Stráið er stinnt og hart, blöðin breið og flöt (um 3-7 mm á breidd). stinnast0r hefur eitt karlax og tvö eða þrjú kvenöx. Axhlífarnar eru mósvartar með ljósri miðtaug. Hulstrið er trjónulaust.

Stinnastör vex víða í þurrlendi, óræktuðum móum og mosaþembum á láglendi. Á Miðhálendinu vex hún einnig í rökum jarðvegi. Stinnastör er nokkuð lík mýrastör en þekkist á breiðari blöðum sem verpast niður við þurrkum (ólíkt blöðum mýrastarar sem verpast upp við þurrkun). Þá vex mýrastörin oft í þéttum þúfum, ólíkt stinnastörinni.

Heimildir

  1. Carex bigelowii - Torr. ex Schwein“. NatureServe Explorer. NatureServe. júlí 2012. Sótt 15. desember 2012.