„Jóhannes Gijsen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 26: Lína 26:


[[Flokkur:Kaþólskir biskupar|Gijsen, Jóhannes Mattías]]
[[Flokkur:Kaþólskir biskupar|Gijsen, Jóhannes Mattías]]
{{fe|1932|Gijsen, Jóhannes Mattías}}
{{fde|1932|2013|Gijsen, Jóhannes Mattías}}

Útgáfa síðunnar 7. október 2013 kl. 20:23

Joannes Baptist Matthijs Gijsen

Jóhannes Mattías Gijsen (upphaflega Joannes Baptist Matthijs Gijsen) (7. október 193224. júní 2013) var biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á árunum 1996−2007.

Hann fæddist í Oeffelt í Hollandi og var vígður til prests 1957. Séra Jóhannes var skipaður biskup í Roermond í Hollandi 20. janúar 1972 og var síðar vígður af Páli páfa VI í Róm 13. febrúar 1972. Séra Jóhannes þótti harður í horn að taka af frjálslyndum kaþólikkum í Hollandi og átti í ýmsum útistöðum og deilum. Hann sagði af sér biskupsembættinu í Roermond 22. janúar 1993 og fékk embætti biskups í Maastricht 3. apríl 1993 en var síðar skipaður stjórnandi biskupsdæmisins í Reykjavík 24. maí 1996. Hann gegndi því embætti allt þar til Pétur Bürcher tók við 30. október 2007.[1]

Árið 2010 komu fram í Hollandi ásakanir um að Jóhannes Gijsen hefði gerst sekur um kynferðislega misnotkun gegn börnum í hollenskum skóla á sjötta og sjöunda áratugnum. Hann neitaði þeim ásökunum.[2]

2. nóvember 2012 var birt í Reykjavík skýrsla sem sérstök rannsóknarnefnd, skipuð af kaþólsku kirkjunni, hafði unnið um kynferðisbrot presta og starfsmanna kaþólska söfnuðarins á Íslandi og Landakotsskóla, sem rekinn hafði verið lengi af söfnuðinum.[3] Beindust ásakanir ekki síst gegn séra Ágúst George skólastjóra og Margréti Müller kennara við skólann. Niðurstaða nefndarinnar var sú að allir biskupar kaþólsku kirkjunnar hefðu brugðist skyldum sínum með því að þagga niður kvartanir yfir hátterni séra Georges og annarra, þar á meðal Jóhannes Gijsen.[4] Var sérstaklega vísað til þess að hann hefði eyðilagt bréf frá manni sem lýsti slæmri reynslu sinni í Landakotsskóla.[5] Jafnframt var þá upplýst að Gijsen biskup hefði árið 1998 lagt til við páfagarð að séra George væri veitt sérstök viðurkenning.[6]

Neðanmálsgreinar

Tenglar


Fyrirrennari:
Alfred Jolson
Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi
(1996 – 2007)
Eftirmaður:
Pétur Bürcher