„Vellir“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Bjarni í Nings
m
Lína 16: Lína 16:
[[Flokkur:Kirkjustaðir í Eyjafjarðarsýslu]]
[[Flokkur:Kirkjustaðir í Eyjafjarðarsýslu]]
[[Flokkur:Dalvíkurbyggð]]
[[Flokkur:Dalvíkurbyggð]]
[[Flokkur: Svarfaðardalur]]

Útgáfa síðunnar 3. júní 2013 kl. 12:22

Vellir í Svarfaðardal, mynd tekin í mars 2008.

Vellir er bær, kirkjustaður og áður prestssetur í Svarfaðardal. Bærinn er austan megin Svarfaðardalsár en handan árinnar er kirkjustaðurinn Tjörn. Upp af Völlum rís Vallafjall um 1000 m hátt en inn af því er Messuhnjúkur og Rimar, hæsta fjall við utanverðan Svarfaðardal, yfir 1300 m hátt. Vellir hafa löngum verið meðal helstu jarða í dalnum og oft einskonar miðstöð sveitarinnar enda var hreppurinn fyrrum nefndur eftir staðnum og kallaðist Vallahreppur. Þar var komið upp símstöð þegar landssímastrengur var lagður um Norðurland 1907 en þá var hann lagður um Svarfaðardal og vestur um Heljardalsheiði.

Vellir eru að öllum líkindum landnámsjörð og nafn bæjarins kemur fyrir í fornsögum. Þar bjó Valla-Ljótur Ljótólfsson, en hann var sonur Ljótólfs goða á Hofi. Valla-Ljóts saga segir frá deilum hans við Guðmund ríka á Möðruvöllum. Guðmundur góði Arason var prestur á Völlum áður en hann varð biskup á Hólum. Af öðrum Vallaprestum má nefna annálaritarann Eyjólf Jónsson (1670-1745) höfund Vallaannáls, Pál Jónsson (1812-1889) sálmaskáld (sem samdi t.d. Ó Jesú bróðir besti) og sr. Stefán Snævarr en hann var síðasti prestur sem sat á Völlum. Þegar hann flutti til Dalvíkur 1967 lögðust Vellir af sem prestssetur. Núverandi eigendur og ábúendur á Völlum eru Hrafnhildur Ingimarsdóttir og Bjarni Óskarsson sem oft er kenndur við veitingahúsakeðjuna Nings, Bjarni í Nings.

Vallakirkja var byggð árið 1861 og er því elsta kirkjan í Svarfaðardal og Dalvíkurbyggð.

Tengill

Heimildir

  • Hjörtur Eldjárn Þórarinsson. „Svarfaðardalur og gönguleiðir um fjöllin“. Árbók Ferðafélags Íslands. () (1973): 9-119.
  • Tómas Einarsson og Helgi Magnússon (ritstj.) (1989). Íslandshandbókin. Náttúra saga og sérkenni. Örn og Örlygur, Reykjavík.