„Framlög Íslands til forvals Óskarsins“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q6573841
→‎Kvikmyndir: Nýjum upplýsingum bætt við
Lína 13: Lína 13:
! style="background-color:#ddd" | Kvikmynd
! style="background-color:#ddd" | Kvikmynd
! style="background-color:#ddd" | Leikstjóri
! style="background-color:#ddd" | Leikstjóri
|-
| [[Óskarsverðlaunin 2013|2013]] || ''[[Djúpið]]'' || [[Baltasar Kormákur]]
|-
| [[Óskarsverðlaunin 2012|2012]] || ''[[Eldfjall]]'' || [[Rúnar Rúnarsson]]
|-
| [[Óskarsverðlaunin 2011|2011]] || ''[[Mamma Gógó]]'' || [[Friðrik Þór Friðriksson]]
|-
| [[Óskarsverðlaunin 2010|2010]] || ''[[Reykjavík Rotterdam]]'' || [[Óskar Jónasson]]
|-
|-
| [[Óskarsverðlaunin 2009|2009]] || ''[[Brúðguminn]]'' || [[Baltasar Kormákur]]
| [[Óskarsverðlaunin 2009|2009]] || ''[[Brúðguminn]]'' || [[Baltasar Kormákur]]

Útgáfa síðunnar 24. apríl 2013 kl. 22:22

Framlög Íslands til Óskarsins hafa verið valin af íslenska kvikmyndaiðnaðinum þau ár sem kvikmynd var framleidd sem uppfyllti skilyrði Bandarísku kvikmyndaakademíunnar[1]. Frá stofnun Eddunnar árið 1999 hefur Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían séð um val á mynd ár hvert. Þrjú árin (1999, 2000 og 2001) voru kvikmyndir tilnefndar til framlagsins líkt og í öðrum verðlaunaflokkum á Edduhátíðinni.

Árið 1947 byrjaði Bandaríska kvikmyndaakademían að veita Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu kvikmyndina. Aðferðin sem notuð er við valið er einföld: Hverju landi er boðið að senda inn eina kvikmynd sem framleidd hefur verið á tilteknu tólf mánaða tímabili. Innsendar kvikmyndir fá sérstaka sýningu þar sem nefndin gefur einkunn fyrir þær myndir sem hún sér. Þær fimm myndir sem fá hæstu einkunn eru tilnefndar til Óskarverðlauna í flokknum „besta erlenda kvikmyndin“, en það er ekki fyrr en á sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni sem tilkynnt er um sigurvegara. Sú mynd sem hlýtur verðlaunin þarf ekki endilega að vera sú sem fékk hæstu stigin við valið á tilnefningum.

Ísland sendi sína fyrstu kvikmynd árið 1981 og var það kvikmyndin Land og synir sem var frumsýnd árið áður. Tvær íslenskar kvikmyndir hafa hlotið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna frá upphafi; ein kvikmynd í fullri lengd og ein stuttmynd. Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson var tilnefnd árið 1992 í flokknum „besta erlenda kvikmyndin“. Árið 2006 var síðan Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson tilnefnd í flokknum „besta leikna stuttmyndin“.

Kvikmyndir

Ártölin vísa til þess árs þegar Óskarsverðlaunin voru veitt (í öfugri tímaröð):

Ár Kvikmynd Leikstjóri
2013 Djúpið Baltasar Kormákur
2012 Eldfjall Rúnar Rúnarsson
2011 Mamma Gógó Friðrik Þór Friðriksson
2010 Reykjavík Rotterdam Óskar Jónasson
2009 Brúðguminn Baltasar Kormákur
(Tilnefningar: Heiðin, Stóra planið, Skrapp út, Sveitabrúðkaup, The Amazing Truth About Queen Raquela)
2008 Mýrin Baltasar Kormákur
(Tilnefningar: Köld slóð, Foreldrar, Astrópía, Veðramót)
2007 Börn Ragnar Bragason
(Tilnefningar: Blóðbönd)
2006 Í takt við tímann Ágúst Guðmundsson
2005 Kaldaljós Hilmar Oddsson
2004 Nói albínói Dagur Kári Pétursson
(Engar tilnefningar)
2003 Hafið Baltasar Kormákur
2002 Mávahlátur Ágúst Guðmundsson
(Tilnefningar: Íkingút, Óskabörn þjóðarinnar)
2001 Englar alheimsins Friðrik Þór Friðriksson
(Tilnefningar: Myrkrahöfðinginn, Fíaskó, 101 Reykjavík, Íslenski draumurinn)
2000 Ungfrúin góða og húsið Guðný Halldórsdóttir
(Tilnefningar: (Ó)eðli)
1999 Stikkfrí Ari Kristinsson
(Tilnefningar: Dansinn, Sporlaust, Popp í Reykjavík)
1998 Blossi/810551 Júlíus Kemp
(Tilnefningar: Perlur og svín)
1997 Djöflaeyjan Friðrik Þór Friðriksson
(Tilnefningar: Benjamín Dúfa, Agnes)
1996 Tár úr steini Hilmar Oddsson
1995 Bíódagar Friðrik Þór Friðriksson
1994 Hin helgu vé Hrafn Gunnlaugsson
1993 Svo á jörðu sem á himni Kristín Jóhannesdóttir
(Tilnefningar: Ingaló,Veggfóður, Sódóma Reykjavík)
1992 Börn náttúrunnar
tilnefnd til Óskarsins
Friðrik Þór Friðriksson
1991 Pappírspési Ari Kristinsson
1990 Kristnihald undir Jökli Guðný Halldórsdóttir
1989 Í skugga hrafnsins Hrafn Gunnlaugsson
1988 Skytturnar Friðrik Þór Friðriksson
1987 Eins og skepnan deyr Hilmar Oddson
1986 Skammdegi Þráinn Bertelsson
1985 Hrafninn flýgur Hrafn Gunnlaugsson
1984 Húsið Egill Eðvarðsson
1983 Okkar á milli Hrafn Gunnlaugsson
1982 Útlaginn Ágúst Guðmundsson
1981 Land og synir Ágúst Guðmundsson

Tilvísanir

  1. „Reglur Bandarísku kvikmyndaakademíunnar“. Sótt 17. janúar 2007.