„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Sigmundur lauk aldrei öðru háskólaprófi en B.S.-prófinu frá Háskóla Íslands og getur hann því ekki kallast skipulagshagfræðingur.
Ásgeir IV. (spjall | framlög)
Tek aftur breytingu 1409820 frá 194.105.229.120 (spjall)
Lína 61: Lína 61:
|neðanmálsgreinar=
|neðanmálsgreinar=
}}
}}
'''Sigmundur Davíð Gunnlaugsson''' (fæddur í Reykjavík [[ 12. mars]] [[1975]]) er viðskiptafræðingur, 17.formaður [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] og [[þingmaður]] [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavíkurkjördæmis norður]].
'''Sigmundur Davíð Gunnlaugsson''' (fæddur í Reykjavík [[ 12. mars]] [[1975]]) er er skipulagshagfræðingur, 17.formaður [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] og [[þingmaður]] [[Reykjavíkurkjördæmi norður|Reykjavíkurkjördæmis norður]].


== Menntun og fyrri störf ==
== Menntun og fyrri störf ==

Útgáfa síðunnar 5. apríl 2013 kl. 14:34

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG)
Fæðingardagur: 12. mars 1975 (1975-03-12) (49 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður
Flokkur: Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn
Nefndir: Starfshópur utanríkismálanefndar um Evrópumál,Utanríkismálanefnd,Þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins af hálfu Alþingis, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES
Þingsetutímabil
2009- í Rvk. n. fyrir Framsfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2009- Formaður Framsóknarflokksins
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (fæddur í Reykjavík 12. mars 1975) er er skipulagshagfræðingur, 17.formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

Menntun og fyrri störf

Sigmundur Davíð lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995 og B.S. prófi frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands auk hlutanáms í fjölmiðlafræði 2005. Hann stundaði einnig skiptinám við Plekhanov háskóla í Moskvu og nám í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Að því loknu lagði hann stund á nám til DPhil gráðu í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla með áherslu á tengsl hagrænnar þróunar og skipulagsmála. Sigmundur Davíð hlaut Chevening-styrkinn til námsins í Oxford en hann er aðal námsstyrkur bresku ríkisstjórnarinnar og er veittur hæfustu umsækjendunum frá 150 löndum ár hvert. Var Sigmundur Davíð ásamt átta öðrum valinn úr um 200 umsækjendum á Íslandi.[1]

Sigmundur Davíð starfaði sem blaðamaður og sem fréttamaður og þáttastjórnandi á RÚV 2000-2007. Þá var hann forseti Nordiska Ekonomie Studerander Union 2000-2002 og fulltrúi í skipulagsráði Reykjavíkurborgar 2008-2010.[2]

Formennska í Framsóknarflokknum

Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi 18. Janúar 2009 og tók hann við formennsku af Valgerði Sverrisdóttur. Hann hafði þá aldrei starfað í Framsóknarflokknum og skráði sig í hann mánuði áður en hann bauð sig fram til formennsku.[3][4]

Hlaut Sigmundur Davíð 56% atkvæða í seinni umferð formannskosninganna á 30. flokksþingi framsóknarmanna 40,9% í fyrri umferðinni. Tveir aðrir voru í formlega í framboði.[5] [6] Á flokksþingi framsóknarflokksinns 2011 var hann endurkjörin með 92% greiddra atkvæða, en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins eru allir flokksmenn í kjöri.

Þingstörf

Sigmundur Davíð var kjörinn á Alþingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður 25. Apríl 2009.[7] Sigmundur Davíð hefur setið í utanríkismálanefnd fyrir Framsóknarflokkinn frá 2009, Íslandsdeild EFTA 2009-2011, íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2011-. Einnig hefur hann verið í starfshóp utanríkismálanefndar um Evrópumál og þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins af hálfu Alþingis.

Sigmundar Davíðs ásamt InDefence og fleiri börðust gegn Icesave samningunum.[8] Helsta gagnrýni hanns var meðal annars ágallar á samningunum, að fyrirvarar myndu ekki halda lagalega, að greiðslurnar væru í erlendri mynt, vaxtagreiðslur væru svo verulegar að þjóðin myndi vera í ánauð vegna þeirra og að ekki hefðu verið kannaðar aðrar leiðir eins og möguleikann á skuldajöfnun við Breta vegna beitingar hryðjuverkalaga í efnahagshruninu.[9]

Annað baráttumál Sigmundar Davíðs er skuldamál heimilanna þar sem hann lagði fram tillögu um lausn á skuldavanda heimilanna á hverju ári. 2009-2011 var það 20% leiðin. [10] og tillaga um samvinnuráð um þjóðarsátt.[11] 2011-2012 þingsályktunatillaga um stöðugleika í efnahagsmálum[12] og www.planb.is.

Fjölskylda og einkalíf

Sigmundur Davíð ólst upp í Breiðholti en bjó í Washington í Bandaríkjunum milli 1982-1985 meðan faðir hans starfaði fyrir Alþjóðabankann.[13] Foreldrar hans eru Gunnlaugur Sigmundsson framkvæmdastjóri og þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1995-1999, og Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir lífeindafræðingur og skrifstofustjóri. Sigmundur er kvæntur Önnu Stellu Pálsdóttur

Íslenski kúrinn

Vakti það athygli þegar Sigmundur Davíð lýsti því yfir á heimasíðu sinni 2011 að hann væri farinn í megrun og hyggðist borða einungis íslenskan mat.[14] Birti hann þyngdartölu sína á hverjum mánudegi á fésbókarsíðu sinni.[15]

Tengill



Fyrirrennari:
Valgerður Sverrisdóttir
Formaður Framsóknarflokksins
(18. janúar 2009 – enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti



Tilvísanir

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.