„Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Messías, tónleikar 1986 (valdir kaflar, 33 sn.)“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
María Ammendrup (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 36: Lína 36:
# And the glory of the Lord (kór)
# And the glory of the Lord (kór)
# Thus saith the Lord of hosts (bassi)
# Thus saith the Lord of hosts (bassi)
# And he shall purify the sons of Levi (kór)
# And he shall purify (kór) - {{Hljóð|Pólýfónkórinn Messías 1986, And he shall purify - bútur-cr.ogg|Tóndæmi.}}
# The people that walked in darkness have seen a great light (bassi)
# The people that walked in darkness have seen a great light (bassi)
# For unto us a child is born (kór)
# For unto us a child is born (kór)
Lína 53: Lína 53:
# Thou art gone up on high (sópran)
# Thou art gone up on high (sópran)
# How beautiful are the feet (sópran)
# How beautiful are the feet (sópran)
# Let us break their bonds asunder (kór)
# Let us break their bonds asunder (kór) - {{Hljóð|Pólýfónkórinn Messías 1986, Let us break their bonds - bútur.ogg|Tóndæmi.}}
# Hallelujah (kór)
# Hallelujah (kór)
# The trumpet shall sound (bassi)
# The trumpet shall sound (bassi)

Útgáfa síðunnar 1. apríl 2013 kl. 17:38

Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Messías, tónleikar 1986 (valdir kaflar, 33 sn.)
POL.010
FlytjandiPólýfónkórinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maureen Brathwaite, Anna M. Kaldalóns, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ian Partridge, Peter Coleman-Wright, stjórnandi Ingólfur Guðbrandsson
Gefin útOktóber 1987
StefnaKlassík
ÚtgefandiPólýfónkórinn - Pólýfónfélagið

Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Messías, tónleikar 1986 (valdir kaflar, 33 sn.) er hljómplata gefinn út af Pólýfónkórnum árið 1987. Um er að ræða valda kafla úr heildarflutningi Messíasar eftir Händel í Hallgrímskirkju 11. og 13. desember 1986. Heildarflutningur var gefinn út á tvöföldum geisladiski sama ár.[1] Flytjendur eru Pólýfónkórinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvararnir Maureen Brathwaite, Anna M. Kaldalóns, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ian Partridge og Peter Coleman-Wright. Stjórnandi er Ingólfur Guðbrandsson. Upptaka: Ríkisútvarpið. Hljóðmaður: Hreinn Valdimarsson. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason.

Kórfélagar Pólýfónkórsins í flutningi Messíasar voru 86 talsins og Sinfóníuhljómsveit Íslands var skipuð 36 hljóðfæraleikurum. Þetta voru fyrstu tónleikar kórsins í Hallgrímskirkju sem var vígð í október sama ár.

Um verkið

Óratórían Messías var samin árið 1741 af Georg Friedrich Händel (1685-1759). Textinn er tekinn saman af Charles Jennens úr texta Biblíunnar.

Á bakhlið plötunnar skrifar Ingólfur Guðbrandsson; „Messías er klassískt verk í besta skilningi orðsins og er oftar flutt en nokkurt annað kórverk, þar sem sönglist er í hávegum höfð. Ekkert tónverk liðinna alda hefur náð öðrum eins vinsældum almennings. Vart finnst sú borg í Bretlandi, að Messías sé ekki fluttur um hver jól, en sá siður er nú útbreiddur um heim allan.

Snillingurinn Georg Friedrich Händel fæddist í Þýskalandi sama árið og J.S. Bach, 1685, en hafði dvalist 4 ár á Ítalíu og drukkið í sig áhrif ítalskra lista, áður en hann kom til London árið 1710 og settist þar að tveim árum síðar. Händel samdi Messías á tímabili veraldlegs mótlætis og tók verkið hann aðeins 24 daga.

Það var sem hann lifði í öðrum heimi, hann gleymdi að sofa eða matast. Þegar hann hafði lokið 2. þætti með Hallelúja-kórnum, kom þjónn hans að honum, meðan tárin streymdu niður kinnar hans, og hann sagði: „Mér fannst ég sjá himnaríki og Guð sjálfan birtast mér“ Händel fékk boð um að koma til Dublin til hljómleikahalds og þar var Messías frumfluttur í apríl árið 1742. Áheyrendur voru gagnteknir af hrifningu. Og ummæli dagblaðanna voru á sömu lund: „Mestu kunnáttumenn telja það vera fegurstu tónsmíð, sem um getur“. „Orð skortir til að lýsa þeim fögnuði, sem verkið vakti meðal hugfanginna áheyrenda. Upphafnir hljómar, sern ýmist voru mildir eða magnaðir, tengdir háleitum, hjartnæmum orðum, gagntóku eyru og hjörtu áheyrenda.“

Sú hrifningaralda, sem Messías vakti strax í upphafi, hefur síðan borist um allan hinn siðmenntaða heim. Verkið, sem er í þremur þáttum eins og óperur þess tíma, er einstætt meðal oratoría Händels, þar eð það fjallar ekki um sögulega atburði og í því er engin atburðarás eins og í passíum Bachs. Það er eins konar hugleiðing um Frelsarann, spádómana um komu hans, fæðinguna, þjáningu hans og dauða fyrir syndir mannkynsins, upprisu hans og endurlausn mannsins fyrir trúna á hann. Sterkra dramatískra áhrifa gætir samt sem áður í verkinu, eins og vænta má, þar eð verk Händels eru flest mótuð af dramatískri tjáningu.“

Lagalisti

Hlið 1:

  1. Ev'ry valley shall be exalted (tenór)
  2. And the glory of the Lord (kór)
  3. Thus saith the Lord of hosts (bassi)
  4. And he shall purify (kór) - Tóndæmi.
  5. The people that walked in darkness have seen a great light (bassi)
  6. For unto us a child is born (kór)
  7. And the angel said unto them (sópran)
  8. And suddenly there was with the angel (sópran)
  9. Glory to God in the highest (kór)
  10. His yoke is easy (kór)
  11. Behold the Lamb of God (kór)
  12. Surely he has borne our griefs and carried our sorrows (kór)
  13. And with his stripes we are healed (kór)

Hlið 2:

  1. Behold and see if there be any sorrow
  2. Lift up your heads, O ye gates (kór)
  3. Let all the angels of God worship Him (kór)
  4. Thou art gone up on high (sópran)
  5. How beautiful are the feet (sópran)
  6. Let us break their bonds asunder (kór) - Tóndæmi.
  7. Hallelujah (kór)
  8. The trumpet shall sound (bassi)
  9. Worthy is the Lamb/Amen (kór)

Tilvísanir

  1. Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Messías, tónleikar 1986 (CD).