„Söngleikur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 67: Lína 67:
====10. áratugurinn====
====10. áratugurinn====
[[Mynd:Rent movie poster.jpg|thumb|alt=Rent|Rent (1994)]]
[[Mynd:Rent movie poster.jpg|thumb|alt=Rent|Rent (1994)]]
Á 10. áratugnum gekk rokksöngleikurinn í endurnýjaða líf daga með frumsýningu . Rent fjallar um hóp af ungum listamönnumsem reyna að lifa á list sinni án þess að svíkja hugsjónir sínar ásamt því að lifa í skugga AIDS faraldrains sem gekk yfir heimin við lok 9. og upphaf 10. áratugarinns. Heróin spilar líka stóran part í lífi nokkura persóna. Að vissu leiti eru fyrsti rokksöngleikurinn og sá nýjasti (þegar Rent er frumsýndur) andstæður. Hárið sýnir frjálsar ástir og eiturlyfja notkun sem skemmtilega, hugvíkkandi og góða hluti en í Rent er dópið, kynlífið og lífið allt orðið lífshættulegt. Jonathan Larson var höfundur handrits, texta og laga en sagan er byggð á óperunni [[La bohème]] og eiga flestar persónurnar rætur að rekja í það verk, sumir eru beint uppúr óperunni en aðrir eru búinr til uppúr fleiri en einni persónu. Eitt af því sem gerir Rent svo heillandi eru fjölbreytileinn sem einkennir persónurnar og leikendurna. Persónurnar eru gagnkynhneigðar, skamkynhneigðar og ein persónan er skilgreind sem dragdrotning og einnig samanstóð leikhópurinn af fólki af hinum ýmsu kynþáttum. Rent gekk í gegnum langt og strangt ferli skrifa og endurskrifa áður en hann var settur upp, fyrst utan Brodway, og varð svo mjög vinsæll á Brodway. Ekki er einu sinni víst að söngleikurinn væri með þeim hætti sem við þekkjum í dag vegna þess að Larson féll frá kvöldið sem “utan Brodway” generalprufan var. Rent laðaði að sér stóran aðdáendahóp og stór hluti hans voru nemar sem stóðu í löngum biðröðum til að reyna að ná þeim fáu ódýru miðum sem í boði voru á sýningarnar.
Á 10. áratugnum gekk rokksöngleikurinn í endurnýjaða líf daga með frumsýningu Rent. Rent fjallar um hóp af ungum listamönnumsem reyna að lifa á list sinni án þess að svíkja hugsjónir sínar ásamt því að lifa í skugga AIDS faraldrains sem gekk yfir heimin við lok 9. og upphaf 10. áratugarinns. Heróin spilar líka stóran part í lífi nokkura persóna. Að vissu leiti eru fyrsti rokksöngleikurinn og sá nýjasti (þegar Rent er frumsýndur) andstæður. Hárið sýnir frjálsar ástir og eiturlyfja notkun sem skemmtilega, hugvíkkandi og góða hluti en í Rent er dópið, kynlífið og lífið allt orðið lífshættulegt. Jonathan Larson var höfundur handrits, texta og laga en sagan er byggð á óperunni [[La bohème]] og eiga flestar persónurnar rætur að rekja í það verk, sumir eru beint uppúr óperunni en aðrir eru búinr til uppúr fleiri en einni persónu. Eitt af því sem gerir Rent svo heillandi eru fjölbreytileinn sem einkennir persónurnar og leikendurna. Persónurnar eru gagnkynhneigðar, skamkynhneigðar og ein persónan er skilgreind sem dragdrotning og einnig samanstóð leikhópurinn af fólki af hinum ýmsu kynþáttum. Rent gekk í gegnum langt og strangt ferli skrifa og endurskrifa áður en hann var settur upp, fyrst utan Brodway, og varð svo mjög vinsæll á Brodway. Ekki er einu sinni víst að söngleikurinn væri með þeim hætti sem við þekkjum í dag vegna þess að Larson féll frá kvöldið sem “utan Brodway” generalprufan var. Rent laðaði að sér stóran aðdáendahóp og stór hluti hans voru nemar sem stóðu í löngum biðröðum til að reyna að ná þeim fáu ódýru miðum sem í boði voru á sýningarnar.
Á 10. áratungum var líka mjög duglegt við söngleikina. Margar frægu söngleikjateiknimyndir fyrirtækisins komu út á þessum tíma til dæmis [[The Little Mermaid (1989 film)|Litla hafmeyjan]], [[The Lion King|Konungur ljónana]], [[Aladdin (1992 Disney film)|Aladdin]] og [[The Hunchback of Notre Dame (1996 film)|Hringjarinn í Notre Dame]] en það var áðurnefndur [[Alan Menken]] sem skrifaði tónlistina fyrir þessar kvikmyndir, fyrir utan Konung Ljónanna en þar samdi [[Elton John]] tónlistina. Einng hóf Disney að framleiða sviðs útgáfur af vinsælustu myndunum sínum, þar má nefna Konung Ljónana og [[Beauty and the Beast (1991 film)|Fríðu og Dýrið]].
Á 10. áratungum var líka mjög duglegt við söngleikina. Margar frægu söngleikjateiknimyndir fyrirtækisins komu út á þessum tíma til dæmis [[The Little Mermaid (1989 film)|Litla hafmeyjan]], [[The Lion King|Konungur ljónana]], [[Aladdin (1992 Disney film)|Aladdin]] og [[The Hunchback of Notre Dame (1996 film)|Hringjarinn í Notre Dame]] en það var áðurnefndur [[Alan Menken]] sem skrifaði tónlistina fyrir þessar kvikmyndir, fyrir utan Konung Ljónanna en þar samdi [[Elton John]] tónlistina. Einng hóf Disney að framleiða sviðs útgáfur af vinsælustu myndunum sínum, þar má nefna Konung Ljónana og [[Beauty and the Beast (1991 film)|Fríðu og Dýrið]].
Eftir aldamótin hafa komið út nokkrir skemmtilegir söngleikir sem vert er að minnast á það eru [[Wicked (musica)|Wicked]] sem fjallar um Vondu nornia úr vestri úr [[The Wizard of Oz|Galdrakarlinum í Oz]]. Tónlistin í Wicked líkist að sum leiti meira kvikmyndatónlist heldur en hefðbundinni söngleikjatónlist og er mikið um endurtekin stef í henni.
Eftir aldamótin hafa komið út nokkrir skemmtilegir söngleikir sem vert er að minnast á það eru [[Wicked (musica)|Wicked]] sem fjallar um Vondu nornia úr vestri úr [[The Wizard of Oz|Galdrakarlinum í Oz]]. Tónlistin í Wicked líkist að sum leiti meira kvikmyndatónlist heldur en hefðbundinni söngleikjatónlist og er mikið um endurtekin stef í henni.

Útgáfa síðunnar 12. mars 2013 kl. 10:55

Vesalingarnir
Vesalingarnir (1985)

Söngleikir er tegund leiklistar sem blandar saman söng, leik og dans. Sagan er sögð í gegnum orðin, tónlistina og hreyfingarnar sem og tilfinningar. Hægt er að tengja söngleiki við óperu en aðal munurinn er að í söngleikjum er lagt jafn mikil áhersla á dans, söng og samtöl. Samtölin á milli laga eru oftast töluð en í óperum er allt sungið. í sumum söngleikjum eru þó öll samtölin sungin, til dæmis í Les Misérables.

Vestrænir söngleikir komu á yfirborðið á 19 öldinni og hin svokallaða "Gullöld" söngleikjanna byrjaði 1940. Þá komu margir brautryðjandi söngleikir eins og Show Boat (1927), Oklahoma! (1943), West Side Story (1957), The Fantasticks (1960), Hárið (1967), Vesalingarnir (1985), The Phantom of the Opera (1986) og Rent (1994).

Skilgreiningar

Bókarsöngleikir

Bókarsöngleikir eru söngleikir með söguþræði komu fram á 20 öldinni. Þar er "bók", einnig kölluð "libretto", handritið, sem sagt söguþráðurinn, þróun persónanna, talað mál og sviðsleiðbeiningar, semsagt passar bókin að söngleikurinn sé ekki aðeins blanda af lögum sem passa ekkert saman. Aðal munurinn á þessum söngleikjum og söngleikjum sem kom á undan þeim er að í þeim fyrrnefndu eru lögin og dansatriðin fléttuð inn í söguþráðinn til þess að vekja alls konar tilfinningar í áhorfendum og til að hjálpa söguþráðinum að þróast. Dans- og söngatriðin voru ekki notuð, eins og áður fyrr, aðeins sem afsökun til að láta fáklæddar stúlkum með fjaðrir valsa um sviðið, áhorfendum til ánægju. Á fyrri árum voru söngleikir yfirleitt settir upp til þess aðeins að sýna tónlistina eða frægann söngvara og því var sýningin bara stutt atriði sem voru sett inn aðeins til þess að komast frá einu lagi í annað. Þeir sem liggja að baki uppsetningu söngleiks eru leikstjóri, tónlistarstjóri, danshöfundur og sinfóníustjórnandi ef það á við.

Saga

Gullöldin (1940 til 1969)

5. áratugurinn

Rodgers and Hammerstein
Rodgers og Hammerstein.

Söngleikja-dúóið Rodgers og Hammerstein mörkuðu upphaf gullaldar söngleikja á fimmta og sjötta áratuginum með mörgum vinsælum söngleikjum. Richard Rodgers skrifaði tónlistina og Oscar Hammerstein II textana, söguna og sviðsleiðbeiningarnar, hann var það sem kallað var "librettist". Oklahoma! var fyrsti söngleikurinn sem þeir skrifuðu saman og markaði upphaf 17 ára samstarfs þeirra. Söngleikurinn er byggður á leikritinu "Green Grow the Lilacs" eftir Lynn Riggs. Söngleikurinn segir ástarsögu kúrekans Curly McLain og bóndastúlkuna Laurey Williams. Oklahoma! er gott dæmi um svokallaðan "book musical", sem voru komnir fram á þessum tíma. Þar var góður söguþráður og lög og dansar sem ýttu honum áfram. Rodgers og Hammerstein unnu með Agnes de Mille, danshöfundi, sem fór allt aðrar leiðir með dansinn heldur en hafði áður verið gert og notaði oft frekar hversdagslega atburði til að láta karakterana tjá sig. Til dæmis í byrjun söngleikjarins draga tjöldin frá og á sviðinu stendur kona að strokka og heyrist í annari rödd afsviðs að syngja byrjunina á opnunarlaginu "Oh, What a Beautiful Mornin''". Oklahoma! varð mjög vinsæll söngleikur og var fluttur 2,212 sinnum á Broadway, fékk mjög góða dóma, til dæmis skrifaði Brooks Atkinson í The New York Times að byrjunarlagið hafi breytt söngleikjum til framtíðar. Rodgers og Hammerstein komu sér aldeilis á kortið eftir Oklahoma! og urðu mjög mikilvægir í heimi söngleikjanna og stór innblástur fyrir yngri rithöfunda sem höfðu áhuga á að skrifa söngleiki. Fleyri söngleikir sem dúóið skrifaði saman eftir Oklahoma! er (1945), South Pacific (1949) og svo The King and I (1951) og The Sound of Music (1959) á 6 áratuginum.

6. áratugurinn

West Side Story
West Side Story (1957)

Árið 1956 skrifuðu Alan Jay Lerner, textahöfundur og Frederick Loewe, tónlistarhöfundur, hinn fræga söngleik My Fair Lady sem var byggt á bókinni eftir George Bernard Shaw. Hin efnilega leikkona Julie Andrews lék í þessum söngleik en hún hafði fyrst komið fram á sviðinu aðeins tveimur árum fyrr, í The Boy Friend árið 1954 sem var flutt í London. Á þessum árum breyttist heimsmetið um flestar sýningar mjög oft. The Boy Friend hélt því í mörg ár með 2,078 sýningar en My Fair Lady sló það með 2,717 sýningar. Söngleikurinn The Threepenny Opera kom nálægt, með 2,707 sýningar, en hann sló annað met og varð sá söngleikur sem var sýndur lengst í leikhúsi utan Broadway, þangað til að The Fantasticks sló það árið 1960. West Side Story, sem kom út 1957, er nútíma útgáfa af Rómeó og Júlíu sett í New York, þar sem Montague og Capulet fjölskyldurnar eru í staðin gengin Jets og Sharks. Jets er gengi ungra Pólsk-Ameríska unglinga en Sharks unglinga frá Puerto Rico. Tony, einn af Jets, er byggður á Rómeó sem verður ástfanginn af Maríu, sem er systir leiðtoga Sharks og er byggð á Júlíu. Leonard Bernstein gerði tónlistina og nýliðinn Stephen Sondheim gerði textana. Sýningin var sýnd 732 sinnum, en 1,040 sinnum á West End. Síðasti frægi söngleikur 6 áratugarins var The Sound of Music eftir Rodgers og Hammerstein. Hann er orðinn einn frægasti söngleikur sögunnar, en hann var sýndur 1,443 sinnum á Broadway þegar hann var settur upp fyrst. Söngleikurinn hefur verið sett upp margoft eftir það, til dæmis var gerð fræg mynd með Julie Andrews og Christopher Plummer árið 1965. The Sound of Music var síðasti söngleikur eftir Rodgers og Hammerstein því að níu mánuðum eftir frumsýninduna dó hann úr krabbameini. Sagan gerist árið 1030 í Austurríki og er um Von Trapp fjölskylduna og ungu konuna Maria sem fer að vinna hjá þeim sem heimakennslukona fyrir börnin sjö.

7. áratugurinn

Mynd:Fantasticks.jpg
The Fantasticks (1960)

Árið 1960 kom út söngleikurinn The Fantasticks út, með tónlist eftir Harvey Schmidt og texta eftir Tom Jones. Sagan er allegoría og lauslega byggt á "Les Romanesques" eftir Edmond Rostand. The Fantasticks var sett upp í Sullivan Street Theatre í Greenwich Village og var í sýningu þar í yfir 40 ár. The Fantasticks er sá söngleikur sem hefur verið lengst í sýningu. Schmidt og Jones héldu áfram að gefa út söngleiki á sjöunda áratuginum, til dæmis I Do! I Do!, sem er fyrsti Broadway söngleikur sem er aðeins með tveimur karakterum. Það komu margir mjög vinsælir söngleikir út á sjöunda áratuginum sem voru sýndir margoft á Broadway. Þar á meðal eru þrír vinsælir sönleikir sem komu allir út árið 1964 var Fiddler on the Roof sem var sýnt 3,242 sinnum, tónlistin er eftir Jerry Brock og texti eftir Sheldon Harnick og bókin var skrifuð af Joseph Stein. Annar söngleikurinn var Hello, Dolly! sem var sýndur 2,844 sinnum, tónlistin og textarnir er eftir Jerry Herman og bókin var skrifuð af Michael Stewart. Sá þriðji var Funny Girl sem var sýnt 1,348 sinnum, tónlistin var eftir Jule Styne, textarnir eftir Bob Merrill og bókin eftir Isobel Lennart. Tónlistarhöfundur Hello, Dolly!, Jerry Herman hafði mikil áhrif á söngleiki sjöunda áratugarins sem og textahöfundur West Side Story, Stephen Sondheim, sem var að byrja á þessum tíma. Fyrsti söngleikur Jerry Herman kom út árið 1961 og heitir Milk and Honey, það var sýnt 563 sinnum á Broadway. Það fjallar um stofnun Ísraelsríkis Sondheim byrjaði að semja bæði tónlist og textana í söngleikjum og var sá fyrsti A Funny Thing Happened on the Way to the Forum, sem kom út árið 1964. Andrúmsloft söngleikja Sondheims byrjaði svo að breytast, hann fór að fjalla um þyngra efni í seinni söngleikjum hans sem komu út á næstu áratugum.

1970 til aldamóta

8. Áratugurinn

Hárið
Hárið (1967)

Rokksöngleikir og Óperur: Við lok 7. áratugarinns kom söngleikurinn Hárið fram á sjónarsviðið og opnaði sviðið fyrir rokktónlistinni. Höfundur söngleikjarinns, James Rado og Gerome Ragni, höfðu séð fyrir sér að hún yrði einhverskonar blanda af hefðbundinni söngleikjatónlist og rokki. 8. áratugnum komu fram töluvert margir söngleikir sem byggðir voru á rokktónlist. Menn trúðu því að rokkið væri eini möguleiki söngleikjanna til að halda vinsældum vegna þess að það var vinnsælasta tónlistarstefna tímabillsins. Nokkrir frægir rokksöngleikir komu fram á tímabilinu svo sem Jesus Christ Superstar og Grease. Jesus Christ Superstar var sýning sem var talsvert öðruvísi en fyrstu rokksöngleikirnir og er í raun frumkvöðull á nýrri undirtegund, Rokk-óperunni. Munurinn á rokk-söngleik og rokk-óperu er í aðalatriðum sá að rokksöngleikurinn fylgir hefðbundnu formi söngleikjarinns það er að sum samtölin eru töluð/leikin en sum eru sungin við lög en í rokk-óperu er allur textin sunginn. Önnur nýung sem höfundar Jesus Christ Superstar kom með til sögunar var að gefa tónlistina út á plötu áður en söngleikurinn var frumsýndur og var líka gefin út sem kvikmynd aðeins tvem árum eftir að söngleikurinn var frumsýndur. Önnur vinsæl rokkópera var svo gerð eftir plötunni Tommy með hljómsveitinni The Who. Rokkóperan kom fram fyrst sem kvikmynd en var svo sett á svið árið 1992. Á 8. áratugnum voru settir upp söngleikir sem voru eingöngu með þeldökkum leikurum og byggðu þá á tónlist sem vinsæl hjá þeirra þjóðfélagshópum. Til dæmis má nefna sem fjallar um upplifun ungra stúlkna í stúlknasveit sem flytja meðal annars R&B tónlist og er hún því í forgrunni í sýningunni. Rokksöngleikirinr fengust við ýmisa hluta samfélagsins sem dæmi má nefna að Hárið fjallar um líf nokkura hippa í New York og fjallaði þessvegna líka um ýmislegt sem var ekki var samþykt af samfélaginu, svo sem frjálsar ástir með öllu sem í því hugtaki felst. Á sama tíma deildi söngleikurinn mikið á Víetnamstríðið. Jesus Christ Superstar fjallaði um síðust vikuna í lífi Jésús Krist og samband hans við lærisveina sína og sérstaklega Júdas. Dreamgirls um drauma og þrár ungrakvenna á tímum réttindabaráttu svertingja í Bandaríkjunum. Hér má líka minnast á The Rocky Horror Show það var rokksöngleikur sem kinkaði kolli til vísindaskáldskapar og B-mynda árana á undan en hafði eingan sérstakan boðskap eins og þeir áðurnefndu.

Rokksöngleikurinn var ekki eina söngleikjaformið sem réð sér til rúms á 8. áratugnum. Svokallaðir “konsept” söngleikir urðu mjög vinsælir með tónskáldinu/textahöfundinum Stephen Sondheim, hann ásamt samstarfsmanni sínum Harold Prince sem var leikstjóri og framleiðandi bjuggu í raun til þá tegund söngleikja. Sondheim var aldrei ánægður með nafnið konsept-söngleikur þó að það nafn falli ágætlega að því að lýsa söngleik sem gengur út á að sýna einhverja hugmynd útfrá nokkrum sjónarhornum. Dæmi um hugmyndir sem þessi tegund söngleiksins hefur fjallað um eru líf einhleypra á móti lífi giftra eða söguleg menninga átök. Tónlistinni sem Sondheim samdi fyirr konsept-söngleikin Company hefur verið lýst sem “hreinni Brodway tónlist með samtíma áhrifum”. Sondheim var virkur í tónsmíðum út næstu tvo áratugi en þekktasti söngleikurinn hans frá þessum tíma er líklega Sweeney Todd sem fjallar um mann sem dæmdur er fyrir glæp sem hann framdi ekki og hvernig þörf hanns fyrir hefnd eyðileggur líf hans. Í Sweeney Todd var tónlistin það stór hluti söngleiksins að fólk hefur talað um sýninguna sem Ný-Óperu í stað söngleiks. Á meðan Sondheim skoðaði myrkustu kima manns sálarinnar í Ný-Óperunni sinn héldu Andrew Lloyd Webber og Tim Rice áfram sýnu stryki frá Jesus Christ Superstar og gáfu út tónlistina úr Evitu. fjallar um Evu Perón. Persónur sögunnar eru kanski ekki flóknar og því er hægt að segja að flott umgjörð hafi skipt áhorfendur meira máli heldur en innihald söngleikjanna. Evita markar allavegana upphaf svokallaðra ofursöngleikja.

9. áratugurinn

Cats
Cats (1981)

Nýir söngleikir sem komu framm á 9. áratugnum voru allt frá því að vera góðlátlegar skopstæligar yfir í tilkomimikil sjónarspil. Dæmi um skopstælingu sem hefur átt vel uppá pallborðið hjá áhorfendum eru Littla Hryllingsbúðin sem samin var af tónskáldinu Alan Menken og textasmiðnum Howard Ashman. Söngleikurinn byggði á mynd frá 1960 sem fjallaði um mannætu plöntu úr geimnum. En einn stærsti söngleikur áratugarinns var Cats. Cats er með tónlist eftir Andrew Lloyd Webber við ljóð T.S Elliot úr bókinni Old Possum's Book of Practical Cats. Það sem var einstakast við Cats var markaðssetningin, aldrei hafði neinn söngleikur tengt nafn sitt við jafn mikið af vörum. The Phantom of the Opera er annar söngleikur með tónlist eftir Andrew Lloyd Webber og texta eftir Charles Hart með hjálp frá Richard Stilgoe sem einnig skrifaði bókina með Webber. Söngleikurinn er byggður á frönsku bókinni Le Fantôme de l'Opéra eftir Gaston Leroux. Hann var sýndur á West End árið 1986 og Broadway 1988 og báðar uppsetningarnar voru vinsælar. Söngleikurinn er um hina fallegu Christine Daaé, sópransöngkonu, sem verður ofsótt af dularfullum, afmynduðum tónlistarsnillingi. Ofursöngleikirnir sem höfðu hafist með Evitu héldu áfram á 9. áratungum með innrás Breskra söngleikja á Brodway. Þessir söngleikir byggðu oft á pop töktum og miklum tæknibrellum. Hægt er að segja að sjónarspilið hafi orðið mikilvægara en innihaldið og djúpt var orðið á húmornum. Evrópsku ofursöngleikirinr voru upp poppaðar útgáfur af gamaldags operettum. Franskur söngleikur skar sig úr röðum ofursöngleikjanna vegna þess hversu góð sagan var, innihaldið var farið að vinna á sjónarspilinu aftur. Les Misérables eða Vesalingarnir, oft einnig kallað Les Mis eða Les Miz er söngleikur þar sem allur textinn er sunginn. Hann er byggður á bók eftir franska skáldið og rithöfundinn Victor Hugo Tónlistin er eftir Claude-Michel Schönberg, upprungalegu textarnir á frönsku er eftir Alain Boublil og Jean-Marc Natel, söngleikurinn var upprunalega settur upp á frönsku í Frakklandi en Herbert Kretzmer þýddi allt á ensku og hann var sýndur fyrst í Barbican Centre í London 8 Október 1985. Sagan gerist í Frakklandi á 19 öld og segir frá Jean Valjean sem er fátækur franskur maður en mjög sterkur. Hann lendir í fangelsi í nítján ár eftir að hafa stolið brauði fyrir sveltandi barn systur sinnar. Eftir að hann er látinn laus líða nokkur ár og hann ákveður að brjóta skilorð og verður bæjarstjóri en lögreglumannin Javert er fast á hælum hans. Svo hittir Valjean Fantine sem er deyjandi og lofar að ala upp dóttur hennar, Cosette. Nokkur ár líða, Cosette verður ung kona og Frakkland er á byltingartímum, en þetta gerist þó eftir Frönsku byltinguna. Cosette verður ástfangin af hinum unga Marius sem tilheyrir hóp af ungum hugsjónumönnum sem mæta örlögum sínum í götuvígi. Vesalingarnir hafa verið settir upp margoft út um allan heim og er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Hann hefur unnið Tony verðlaun fyrir besta söngleik, bestu bók og bestu tónlistina. Árið 2006 fagnaði söngleikurinn tuttugu og fimm ára afmæli sínu og er sá West-End söngleikur sem hefur verið sýndur lengst, en hann hefur einnig verið sýndur á Broadway sem og út um allan heim.

10. áratugurinn

Rent
Rent (1994)

Á 10. áratugnum gekk rokksöngleikurinn í endurnýjaða líf daga með frumsýningu Rent. Rent fjallar um hóp af ungum listamönnumsem reyna að lifa á list sinni án þess að svíkja hugsjónir sínar ásamt því að lifa í skugga AIDS faraldrains sem gekk yfir heimin við lok 9. og upphaf 10. áratugarinns. Heróin spilar líka stóran part í lífi nokkura persóna. Að vissu leiti eru fyrsti rokksöngleikurinn og sá nýjasti (þegar Rent er frumsýndur) andstæður. Hárið sýnir frjálsar ástir og eiturlyfja notkun sem skemmtilega, hugvíkkandi og góða hluti en í Rent er dópið, kynlífið og lífið allt orðið lífshættulegt. Jonathan Larson var höfundur handrits, texta og laga en sagan er byggð á óperunni La bohème og eiga flestar persónurnar rætur að rekja í það verk, sumir eru beint uppúr óperunni en aðrir eru búinr til uppúr fleiri en einni persónu. Eitt af því sem gerir Rent svo heillandi eru fjölbreytileinn sem einkennir persónurnar og leikendurna. Persónurnar eru gagnkynhneigðar, skamkynhneigðar og ein persónan er skilgreind sem dragdrotning og einnig samanstóð leikhópurinn af fólki af hinum ýmsu kynþáttum. Rent gekk í gegnum langt og strangt ferli skrifa og endurskrifa áður en hann var settur upp, fyrst utan Brodway, og varð svo mjög vinsæll á Brodway. Ekki er einu sinni víst að söngleikurinn væri með þeim hætti sem við þekkjum í dag vegna þess að Larson féll frá kvöldið sem “utan Brodway” generalprufan var. Rent laðaði að sér stóran aðdáendahóp og stór hluti hans voru nemar sem stóðu í löngum biðröðum til að reyna að ná þeim fáu ódýru miðum sem í boði voru á sýningarnar. Á 10. áratungum var líka mjög duglegt við söngleikina. Margar frægu söngleikjateiknimyndir fyrirtækisins komu út á þessum tíma til dæmis Litla hafmeyjan, Konungur ljónana, Aladdin og Hringjarinn í Notre Dame en það var áðurnefndur Alan Menken sem skrifaði tónlistina fyrir þessar kvikmyndir, fyrir utan Konung Ljónanna en þar samdi Elton John tónlistina. Einng hóf Disney að framleiða sviðs útgáfur af vinsælustu myndunum sínum, þar má nefna Konung Ljónana og Fríðu og Dýrið. Eftir aldamótin hafa komið út nokkrir skemmtilegir söngleikir sem vert er að minnast á það eru Wicked sem fjallar um Vondu nornia úr vestri úr Galdrakarlinum í Oz. Tónlistin í Wicked líkist að sum leiti meira kvikmyndatónlist heldur en hefðbundinni söngleikjatónlist og er mikið um endurtekin stef í henni. Mikið hefur líka verið um að vinsælir söngleikir hafa verið kvikmyndaðir á fyrsta og öðrum áratug 21. aldarinnar. Dæmi um kvikmyndaða söngleiki byggða á sviðsverkum eru Chicago, Phantom of the Opera, Dreamgirls og Sweeney Todd að ógleymdri ný útkominni kvikmyndinni byggðir á Les Misérables.

Heimildir

„Stephen Sondheim“. „What distinguishes an opera from a musical?“. „Bernstein's West Side Story opens“. „Rodgers and Hammerstein“. „Types of Musicals“. „Elements of a Musical The Book (Libretto)“. „The Wicked Stage: Book musicals vs. concept musicals – are they both under threat?“. „The 1970s“. „The 1980s“. „The 1990s“.

Fyrirmynd greinarinnar var „Musical theatre“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2013.