„Benedikta Ebbadóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: cs:Benedikta Ebbesdotter
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 8 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q2183430
Lína 11: Lína 11:


[[Flokkur:Drottningar Svíþjóðar]]
[[Flokkur:Drottningar Svíþjóðar]]

[[cs:Benedikta Ebbesdotter]]
[[en:Benedicta Ebbesdotter of Hvide]]
[[es:Benita Ebbesdatter]]
[[fr:Bénedicte de Hvide]]
[[nl:Benedikte Ebbesdotter van Hvide]]
[[no:Benedicta Ebbesdatter]]
[[pt:Benita Ebbesdatter da Suécia]]
[[sv:Benedikta Ebbesdotter]]

Útgáfa síðunnar 9. mars 2013 kl. 07:20

Skjaldarmerki Hvide-ættar.

Benedikta Ebbadóttir (fædd milli 1165 og 1170, dáin 1199 eða 1200), einnig nefnd Bengta í Svíþjóð, var dönsk hefðarkona á 12. öld og drottning Svíþjóðar frá 1196 til dauðadags.

Benedikta var líklega dóttir danska höfðingjans Ebba Súnasonar Hvide. Hún giftist Sörkvi yngri Karlssyni um eða upp úr 1185 og þegar hann varð konungur Svíþjóðar eftir lát Knúts konungs Eiríkssonar árið 1196 varð hún drottning. Um sama leyti kom föðurbróðir hennar, Andrés Súnason prestur, til Svíþjóðar frá Frakklandi og varð annar helsti kirkjuhöfðingi landsins undir Absalon erkibiskupi, sem raunar var einnig frændi Benediktu drottningar. Hún er sögð hafa verið mjög trúhneigð og studdi kirkjuna í valdabaráttu hennar gegn konungsvaldinu.

Benedikta drottning dó árið 1199 eða 1200. Eini sonur þeirra Sörkvis, Karl, dó á undan móður sinni en hún skildi eftir sig tvær eða þrjár dætur. Ein þeirra var Helena, móðir Katrínar Súnadóttur Svíadrottningar, konu Eiríks hins smámælta og halta.

Heimildir