„Evfemía af Rügen“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: cs:Eufémie z Rujány
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 9 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q287581
 
Lína 16: Lína 16:
[[Flokkur:Drottningar Noregs]]
[[Flokkur:Drottningar Noregs]]
{{d|1312}}
{{d|1312}}

[[cs:Eufémie z Rujány]]
[[de:Euphemia von Rügen]]
[[en:Euphemia of Rügen]]
[[es:Eufemia de Arnstein]]
[[fr:Euphémie de Rügen]]
[[nl:Euphemia van Rügen]]
[[nn:Eufemia av Arnstein]]
[[no:Eufemia av Arnstein]]
[[sv:Eufemia av Arnstein]]

Nýjasta útgáfa síðan 9. mars 2013 kl. 07:14

Ein þeirra riddarasagna sem Evfemía drottning lét þýða var sagan af Flóres og Blankiflúr.

Evfemía af Rügen (d. 1. maí 1312), einnig nefnd Evfemía af Arnstein, var drottning Noregs frá 1299 til dauðadags. Talið er að hún hafi verið dóttir Günthers greifa af Arnstein en alist upp hjá móðurafa sínum, Witzlav 2., fursta af Rügen.

Hún giftist Hákoni hertoga Magnússyni í Maríukirkjunni í Ósló sumarið 1299. Talið er að gengið hafi verið frá trúlofun þeirra þegar Norðmenn og Danir gengu til friðarsamninga haustið 1298 en þar var Witzlav fursti sáttasemjari. Áður hafði verið reynt að finna enska og síðan franska brúði handa Hákoni en það gekk ekki up. Skömmu eftir brúðkaupið dó Eiríkur konungur, bróðir Hákonar, og voru Hákon og Evfemía krýnd konungur og drottning Noregs 1. nóvember sama ár.

Evfemía var mjög bókhneigð og er sagt að hún hafi átt eitt stærsta bókasafn í Evrópu á sinni tíð. Hún hafði mikinn áhuga á riddarabókmenntum og lét meðal annars þýða þrjár franskar og þýskar riddarasögur í ljóðum og sendi afrit til sænsku hirðarinnar af því að hún vildi innleiða evrópska riddaramennsku á Norðurlöndum. Þessar sögur eru þekktar sem Evfemíuvísurnar og nutu mikilla vinsælda.

Eina barn Evfemíu og Hákonar sem lifði var Ingibjörg, sem fædd var 1301. Um jólin 1302, þegar hún var eins árs, var hún heitbundin Eiríki Magnússyni hertoga, bróður Birgis Svíakonungs, sem þá var um tvítugt og var í miklu uppáhaldi hjá Evfemíu drottningu. Witzlav fursti var viðstaddur í tilefni af trúlofuninni en dó í jólaveislunni. Reyndar var trúlofuninni tvívegis slitið af pólitískum ástæðum en þau giftust þó 29. september 1312, þegar Ingibjörg var ellefu ára.

Evfemía drottning hafði látist þá um vorið. Hún var grafin í Maríukirkjunni í Ósló. Hákon konungur var grafinn við hlið hennar sjö árum síðar. Líkamsleifar þeirra fundust við fornleifauppgröft í kirkjurústunum 1982 og voru færðar í grafhýsi í Akershúskastala.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Eufemia av Arnstein“ á norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. september 2010.
  • „Store norske leksikon: Eufemia. Skoðað 27. september 2010“.