„Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 32 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q217398
Lína 20: Lína 20:
[[Flokkur:Höfundaréttur]]
[[Flokkur:Höfundaréttur]]
{{s|1886}}
{{s|1886}}

[[bg:Бернска конвенция за закрила на литературните и художествените произведения]]
[[bn:সাহিত্য এবং শিল্প বিষয়ক কর্মের সুরক্ষার জন্য বার্ন কনভেনশন]]
[[bs:Bernska konvencija o zaštiti književnih i umjetničkih djela]]
[[cs:Bernská úmluva o ochraně literárních a uměleckých děl]]
[[da:Bernerkonventionen (ophavsret)]]
[[de:Berner Übereinkunft zum Schutz von Werken der Literatur und Kunst]]
[[en:Berne Convention for the Protection of Literary and Artistic Works]]
[[eo:Konvencio de Berno]]
[[es:Convenio de Berna para la Protección de las Obras Literarias y Artísticas]]
[[fa:کنوانسیون برن برای حمایت از آثار ادبی و هنری]]
[[fi:Bernin sopimus (tekijänoikeus)]]
[[fr:Convention de Berne pour la protection des œuvres littéraires et artistiques]]
[[gl:Convención de Berna para a protección das obras literarias e artísticas]]
[[he:אמנת ברן]]
[[hy:Բեռնի կոնվենցիա (1886)]]
[[id:Konvensi Bern tentang Perlindungan Karya Seni dan Sastra]]
[[it:Convenzione di Berna per la protezione delle opere letterarie e artistiche]]
[[ja:文学的及び美術的著作物の保護に関するベルヌ条約]]
[[ko:베른 협약]]
[[ms:Konvensyen Berne bagi Perlindungan Karya Sastera dan Seni]]
[[nl:Conventie van Bern (1886)]]
[[no:Bernkonvensjonen om vern av litterære og kunstneriske verk]]
[[pl:Konwencja berneńska o ochronie dzieł literackich i artystycznych]]
[[pt:Convenção da União de Berna]]
[[ru:Бернская конвенция об охране литературных и художественных произведений]]
[[sk:Bernská dohoda o ochrane literárnych a umeleckých diel]]
[[sv:Bernkonventionen för skydd av litterära och konstnärliga verk]]
[[th:อนุสัญญากรุงเบิร์นว่าด้วยการคุ้มครองงานวรรณกรรมและศิลปกรรม]]
[[tr:Edebi ve sanatsal eserlerin korunmasına dair Bern Konvansiyonu]]
[[uk:Бернська конвенція про охорону літературних і художніх творів]]
[[vi:Công ước Bern]]
[[zh:保护文学和艺术作品伯尔尼公约]]

Útgáfa síðunnar 9. mars 2013 kl. 05:42

Kort sem sýnir aðila að Bernarsáttmálanum

Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum oftast kallaður aðeins Bernarsáttmálinn er alþjóðasamningur sem fjallar um gagnkvæma vernd höfundaréttar í aðildarlöndum. Fyrsta útgáfa samningsins var samþykkt í Bern í Sviss árið 1886. Grunnstoðir sáttmálans eru gagnkvæmni milli ríkja (þ.e. að erlend verk njóti sömu verndar og innlend í hverju landi) og sjálfvirkni réttarins sem má ekki vera háður neinum formlegum skilyrðum eins og t.d. skráningu verksins.

Sáttmálinn var saminn að undirlagi Victors Hugo og samtakanna Association Littéraire et Artistique Internationale. Hann byggist á franska höfundaréttarhugtakinu droit d'auteur sem felur í sér að höfundaréttur verður til sjálfkrafa um leið og hugmynd verður að hugverki með því að henni er fengið fast form en copyright-löggjöfin fól þá í sér að höfundur þurfti að sækja sérstaklega um eða tilkynna um höfundarétt. Sáttmálinn var saminn í kjölfarið á Parísarsamþykkt um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar frá 1883 sem fjallaði um hin svið hugverkaréttar: einkaleyfi, vörumerki og verndun iðnhönnunar.

Upphaflega var Bernarsáttmálinn með eigin stofnun líkt og Parísarsáttmálinn en 1893 sameinuðust þær í eina Sameinaða stofnun um vernd hugverkaréttinda. 1967 var nafni þessarar stofnunar breytt í Alþjóðahugverkastofnunin (WIPO) sem varð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna árið 1974.

Bernarsáttmálinn hefur verið endurskoðaður nokkrum sinnum frá upphafi: í París 1896, Berlín 1908, Bern 1914, Róm 1928 (sæmdarréttur og gildistími 50 ár frá dauða höfundar), Brussel 1948 (kvikmyndir og ljósmyndir), Stokkhólmi 1967 (þriggja skrefa prófið fyrir undanþágur frá einkarétti höfundar), París 1971 og endurskoðaður 1979. Bretland undirritaði sáttmálann árið 1887 en staðfesti ekki stóra hluta hans fyrr en með Copyright, Designs and Patents Act árið 1988. Bandaríkin neituðu lengi vel að undirrita samninginn þar sem hann fól í sér miklar breytingar á bandarískum höfundalögum. Bandaríkin urðu fyrst aðilar að samningnum árið 1989.

Ísland undirritaði samninginn fyrst 7. september 1947 löngu á eftir hinum Norðurlöndunum sem höfðu lengi kosið að virða sáttmálann gagnvart íslenskum höfundum en bentu jafnan á að Íslendingar gerðu ekki hið sama gagnvart öðrum. Rithöfundafélag Íslands og Bandalag íslenskra listamanna höfðu barist fyrir því að Ísland gerðist aðili að Bernarsambandinu frá því á 3. áratugnum. Fullgilding fól í sér breytingar á lögum um rithöfundarétt og prentfrelsi. Endurskoðaður texti Bernarsáttmálans frá 1971 var útfærður með sérstökum höfundalögum 1972.

Tengt efni