„Héraðsvötn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.6.4) (Vélmenni: Bæti við: ru:Херадсвётн
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 9 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1642978
Lína 12: Lína 12:
[[Flokkur:Skagafjörður]]
[[Flokkur:Skagafjörður]]
[[Flokkur:Jökulár á Íslandi]]
[[Flokkur:Jökulár á Íslandi]]

[[de:Héraðsvötn]]
[[en:Héraðsvötn]]
[[fr:Héraðsvötn]]
[[it:Héraðsvötn]]
[[ka:ჰერადსვიოთნი]]
[[lt:Heradsviotnas]]
[[nl:Héraðsvötn]]
[[ru:Херадсвётн]]
[[sv:Héraðsvötn]]

Útgáfa síðunnar 8. mars 2013 kl. 16:04

Héraðsvötn (oft stytt í Vötn eða Vötnin, en fyrr á öldum kölluð Jökulsá) er jökulá í Skagafirði og er eitt mannskæðasta vatnsfall á Íslandi. [1] Héraðsvötn verða til þegar Austari- og Vestari-Jökulsá koma saman neðan við bæinn Tunguháls, auk þess sem til þeirra renna Norðurá, Húseyjarkvísl og margar smærri ár. Í miðri Blönduhlíð skiptast Héraðsvötn síðan í tvær kvíslar sem renna til sjávar sitt hvoru megin við Hegranes. Kallast kvíslarnar Vestari- og Austari-Héraðsvötn.

Héraðsvötnum var þannig lýst í grein eftir Hallgrím Jónasson sem birtist árið 1966:

Að sunnan myndast þau úr tveimur megin vatnsföllum Jökulsá vestari og Jökulsá austari. Koma þær saman nokkru neðar en byggð hefst í dölum þeim tveim, er þær falla um, og heita eftir það Héraðsvötn. Tólf til fimmtán km frá sjó, klofna þau í tvær álmur. Falla þær hvor sínu megin við Hegranesið til sjávar og eru ekki ósvipaðar að vatnsmagni. Heitir Vestur- og Austurós þar er Vötnin falla í fjörðinn. [2]

Tilvísanir

  1. Í sóknarlýsingum á annað hundrað ára gömlum eru þau kölluð „mikið vatnsfall og afar mannskætt“.
  2. Ógleymanlegur maður og staður; grein í Lögbergi-Heimskringlu 1966

Tenglar