„Guðmundur Andrésson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pl:Guðmundur Andrésson
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 2 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3481222
Lína 23: Lína 23:
[[Flokkur:Íslenskir málfræðingar]]
[[Flokkur:Íslenskir málfræðingar]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]

[[pl:Guðmundur Andrésson]]
[[sv:Guðmundur Andrésson]]

Útgáfa síðunnar 7. mars 2013 kl. 20:57

Guðmundur Andrésson (um 16151654) var íslenskur málfræðingur, höfundur orðabókarinnar Lexicon Islandicum.

Æviágrip

Guðmundur var ættaður frá Bjargi í Miðfirði. Hann stundaði nám við Hólaskóla en varð síðar djákni og kenndi. Hann kom sér fljótlega í vandræði vegna kveðskapar, meðal annars gegn Þorláki Skúlasyni biskup, og samdi ritgerðina Discursus oppositionis gegn Stóradómi. Fyrir þetta var hann handtekinn og færður til Kaupmannahafnar af Henrik Bjelke, höfuðsmanni. Í Kaupmannahöfn var Guðmundur settur í Bláturn en var síðan náðaður af konungi 24. desember 1649 fyrir orð Ole Worm.

Ári síðar fékk hann inni í Kaupmannahafnarháskóla. Á árunum 1650-54 samdi hann íslensku orðabókina Lexicon Islandicum, með latneskum skýringum. Hún kom út í Kaupmannahöfn árið 1683. Orðabókin er talin vera merk heimild um íslenskan orðaforða á fyrri hluta 17. aldar og áfangi í íslenskri orðabókargerð. [1] Hann bjó til prentunar Völuspá með skýringum, en bæði þessi rit voru gefin út eftir dauða hans af Peder Hansen Resen. Guðmundur lést í Kaupmannahöfn árið 1654, dánarörsökin var kólera.

Annað

Skáldsagan Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn fjallar um ævi Guðmundar Andréssonar.

Tilvitnanir

  1. „Orðfræðirit fyrri alda“.

Heimildir

  • Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár, II. bindi, Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag, 1949
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.