„Herúlar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við tl:Heruli
Lína 40: Lína 40:
[[sh:Heruli]]
[[sh:Heruli]]
[[sv:Heruler]]
[[sv:Heruler]]
[[tl:Heruli]]
[[uk:Герули]]
[[uk:Герули]]

Útgáfa síðunnar 25. febrúar 2013 kl. 04:38

Kort af Rómarveldi og þjóðflokkum í Evrópu AD 125 sem sýnir Herúlaþjóðflokkinn kominn til Danmerkur.

Herúlar var austgermanskur þjóðflokkur sem fór frá Skandinavíu til Svartahafs á þriðju öld og herjaði á lönd í slóð Gota og í liði með þeim. Árið 267 börðust þeir með Gotum í Byzantíon, Spörtu og Aþenu. Rómverjar sigruðu þá í orustu árið 269 um Naissus sem er þar sem nú er Serbía. Á fjórðu öld voru þeir yfirbugaðir í orustu við Austgota og seinna við Húna. Þeir losnuðu undan yfirráðum Húna í bardaga um Nedao árið 454 og stofnuðu sitt eigið konungsríki. Árið 476 AD börðust þeir við hersveitir Rómúlusar Ágústulusar keisara Rómverja. Árið 508 voru þeir yfirbugaðir af Langbörðum og eru taldir hafa þá hörfað aftur til Skandinavíu. Samkvæmt frásögn gríska sagnaritarans Prokopiosar leitaði brot hinnar sigruðu Herúlaþjóðar til Noðurlanda og settist að við byggðir Gauta.

Barði Guðmundson telur Íslendinga komna af Herúlum. Hann hefur sett fram skýringu á landnámi sem kölluð er Herúlakenningin. Barði telur að hluti Herúla hafi einnig blandast Dönum (Hálfdanir). Síðan hafi þeir flust til Vestur-Noregs og ráðið þar þangað til Haraldur hárfagri yfirbugaði þá í orustunni í Hafursfirði. Þá hafi meginhluti þeirra orðið að hrökklast vestur um haf eða til Íslands. Barði bendir á að arfsagnir Herúlanna og átrúnaður hafi aðeins geymst á Íslandi og að stjórnskipulag eins og Goðaveldið og önnur menningarleg einkenni á Íslandi séu öðruvísi en í Noregi á landnámsöld. Samkvæmt frásögn Snorra Sturlusonar í Heimskringlu komu Æsir frá Svartahafslöndum til Norðurlanda undir forystu 12 hofgoða.

Heimildir

  • Barði Guðmundsson, Uppruni Íslendinga (Reykjavík: Menningarsjóður, 1959).