„Norodom Sihamoni“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Synthebot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: zh-yue:西哈莫尼
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
Árið 1975 hélt hann frá [[Prag]] og fór í kvikmyndanám í [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]]. Hann lét að vilja föður síns 1977 og flutti til Kambódíu. Þar var hann settur í stofufangelsi af [[Rauðu khmerarnir|Rauðu khmerunum]] ásamt öðrum í konungsfjölskyldunni fram að innrás [[Víetnam]]a í Kambódíu 1979. Sihamoni flutti síðan til [[Frakkland]]s 1982 og bjó þar þangað til hann var kallaður heim til að taka við embætti konungs 2004. Í Frakklandi dansaði hann, kenndi og setti upp danssýningar. Sihamoni hafði eigin danshóp í Frakklandi, ''Ballet Deva''.
Árið 1975 hélt hann frá [[Prag]] og fór í kvikmyndanám í [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]]. Hann lét að vilja föður síns 1977 og flutti til Kambódíu. Þar var hann settur í stofufangelsi af [[Rauðu khmerarnir|Rauðu khmerunum]] ásamt öðrum í konungsfjölskyldunni fram að innrás [[Víetnam]]a í Kambódíu 1979. Sihamoni flutti síðan til [[Frakkland]]s 1982 og bjó þar þangað til hann var kallaður heim til að taka við embætti konungs 2004. Í Frakklandi dansaði hann, kenndi og setti upp danssýningar. Sihamoni hafði eigin danshóp í Frakklandi, ''Ballet Deva''.
Sihamoni er ókvæntur og á eingin börn. Opinberlega er hann sagður lifa í ævilöngu skírlífi (eða eins og faðir hans, Sihanouk prins sagði: „célibataire à la manière de Jean-Claude Brialy“. Brialy var þekktur samkynhneigður franskur kvikmyndaleikari). Það að Sihamoni mun ekki eignast erfingja er hins vegar ekki vandamál í Kambódíu þar sem hefð og núverandi stjórnarskrá segir að velja eigi kóng úr röðum konungsfjölskyldunnar, það er ekki sjálfsagt, og hefur í raun verið sjaldgæft, að elsti sonurinn taki við embætti.
Sihamoni er ókvæntur og á engin börn. Opinberlega er hann sagður lifa í ævilöngu skírlífi (eða eins og faðir hans, Sihanouk prins sagði: „célibataire à la manière de Jean-Claude Brialy“. Brialy var þekktur samkynhneigður franskur kvikmyndaleikari). Það að Sihamoni mun ekki eignast erfingja er hins vegar ekki vandamál í Kambódíu þar sem hefð og núverandi stjórnarskrá segir að velja eigi kóng úr röðum konungsfjölskyldunnar, það er ekki sjálfsagt, og hefur í raun verið sjaldgæft, að elsti sonurinn taki við embætti.


== Neðanmálsgreinar ==
== Neðanmálsgreinar ==

Útgáfa síðunnar 1. febrúar 2013 kl. 09:50

Sihamoni konungur

Norodom Sihamoni (fæddur 14. maí 1953) er konungur Kambódiu. Hann er sonur Norodom Sihanouks og konu hans Norodom Monineath Sihanouk. Sihamoni var valinn konungur eftir að faðir hans hafði sagt af sér konungsembættinu árið 2004.

Æviágrip

Sihamoni á opinberlega 13 systkini en einungis eitt þeirra, yngri bróðir hans Norodom Narindrapong (fæddur 1954 og lést 2003), var alsystkin. Það er ekki alveg ljóst hver formleg staða móður hans var gagnvart föðurnum, Sihanouk prins, þegar Sihamoni fæddist. Hún var dóttir kambódískrar prinsessu, Pomme Peang og fransk-ítalsks bankamans, Jean-François Izzi. Sennilega var hún ein af fjölmörgum opinberum og óopinberum hjákonum Sihanouks þegar hún varð ólétt af Sihamoni. Samkvæmt vefsvæði um konungaættir [1] giftust Sihanouk og Monineath tvisvar, 12. apríl 1952, þegar hún var 15 ára, og aftur 5. mars 1955 og þá öllu hátíðlegra. Hún fékk síðarmeir titilinn drottning og ber hann enn.

Sihamoni hefur dvalist stærsta hluta lífsins utan Kambódíu. Árið 1962 var hann sendur, níu ara gamall, til Tékkóslóvakíu. Þar bjó hann fram til 1975 og gekk í grunnskóla og menntaskóla og lærði síðar ballettdans og músík við listaháskóla. Hann lék 1967 aðalhlutverk í kvikmynd föður síns, Le petit price og vann árið 1971 fyrstu verðlaun í Tékkóslóvaskri keppni í klassískum balletdansi.

Árið 1975 hélt hann frá Prag og fór í kvikmyndanám í Norður-Kóreu. Hann lét að vilja föður síns 1977 og flutti til Kambódíu. Þar var hann settur í stofufangelsi af Rauðu khmerunum ásamt öðrum í konungsfjölskyldunni fram að innrás Víetnama í Kambódíu 1979. Sihamoni flutti síðan til Frakklands 1982 og bjó þar þangað til hann var kallaður heim til að taka við embætti konungs 2004. Í Frakklandi dansaði hann, kenndi og setti upp danssýningar. Sihamoni hafði eigin danshóp í Frakklandi, Ballet Deva.

Sihamoni er ókvæntur og á engin börn. Opinberlega er hann sagður lifa í ævilöngu skírlífi (eða eins og faðir hans, Sihanouk prins sagði: „célibataire à la manière de Jean-Claude Brialy“. Brialy var þekktur samkynhneigður franskur kvikmyndaleikari). Það að Sihamoni mun ekki eignast erfingja er hins vegar ekki vandamál í Kambódíu þar sem hefð og núverandi stjórnarskrá segir að velja eigi kóng úr röðum konungsfjölskyldunnar, það er ekki sjálfsagt, og hefur í raun verið sjaldgæft, að elsti sonurinn taki við embætti.

Neðanmálsgreinar

Tenglar