„Snorri Sturluson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Snorri Sturluson''' ([[1178]] – [[23. september]], [[1241]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[sagnfræði]]ngur, [[skáld]] og [[stjórnmálamaður]]. Hann var tvisvar lögsögumaður [[Alþingi|Alþingis]] og höfundur [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]] sem er samansett Gylfaginningu, Skáldskaparmálum og Háttatali. Hann var einnig höfundur [[Heimskringlu]] er segir sögu norsku konunganna og hefst þar á hinni goðsagnakenndu Ynglinga sögu og skráir þaðan fram eftir byrjun miðalda [[Skandinavía|Skandinavíu]]. Einnig er talið að hann sé höfundur [[Egils saga Skallagrímssonar|Egils sögu Skallagrímssonar]].
'''Snorri Sturluson''' ([[1178]] – [[23. september]], [[1241]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[sagnfræði]]ngur, [[skáld]] og [[stjórnmálamaður]]. Hann var tvisvar lögsögumaður [[Alþingi|Alþingis]] og höfundur [[Snorra-Edda|Snorra-Eddu]] sem er samansett af Gylfaginningu, Skáldskaparmálum og Háttatali. Hann var einnig höfundur [[Heimskringlu]] er segir sögu norsku konunganna og hefst þar á hinni goðsagnakenndu Ynglinga sögu og skráir þaðan fram eftir byrjun miðalda [[Skandinavía|Skandinavíu]]. Einnig er talið að hann sé höfundur [[Egils saga Skallagrímssonar|Egils sögu Skallagrímssonar]].


Snorri þykir merkilegur sem sagnfræðingur, skrásetjari goðsagna og fyrir kenningu þá er kemur fyrir í Snorra-Eddu að heiðin goð hafi í upphafi verið mennskir herkonungar sem menn hefðu farið að dýrka eftir dauðann. Hétu þeir þá á þá til sigurs í bardaga, eða til árs og friðar er þeir þurftu að þola harðindi og ófrið. Þannig hófst dýrkun goðanna (skv. kenningu Snorra) og að lokum er konungsins eða stríðsmannsins einungis minnst sem guðs. Hann taldi einnig að er þjóðflokkar börðust og aðrir hlutu sigur þá hafi þeir útskýrt það með því að guðir þeirra hafi sigrað guði hinna.
Snorri þykir merkilegur sem sagnfræðingur, skrásetjari goðsagna og fyrir kenningu þá er kemur fyrir í Snorra-Eddu að heiðin goð hafi í upphafi verið mennskir herkonungar sem menn hefðu farið að dýrka eftir dauðann. Hétu þeir þá á þá til sigurs í bardaga, eða til árs og friðar er þeir þurftu að þola harðindi og ófrið. Þannig hófst dýrkun goðanna (skv. kenningu Snorra) og að lokum er konungsins eða stríðsmannsins einungis minnst sem guðs. Hann taldi einnig að er þjóðflokkar börðust og aðrir hlutu sigur þá hafi þeir útskýrt það með því að guðir þeirra hafi sigrað guði hinna.

Útgáfa síðunnar 9. september 2006 kl. 10:32

Snorri Sturluson (117823. september, 1241) var íslenskur sagnfræðingur, skáld og stjórnmálamaður. Hann var tvisvar lögsögumaður Alþingis og höfundur Snorra-Eddu sem er samansett af Gylfaginningu, Skáldskaparmálum og Háttatali. Hann var einnig höfundur Heimskringlu er segir sögu norsku konunganna og hefst þar á hinni goðsagnakenndu Ynglinga sögu og skráir þaðan fram eftir byrjun miðalda Skandinavíu. Einnig er talið að hann sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar.

Snorri þykir merkilegur sem sagnfræðingur, skrásetjari goðsagna og fyrir kenningu þá er kemur fyrir í Snorra-Eddu að heiðin goð hafi í upphafi verið mennskir herkonungar sem menn hefðu farið að dýrka eftir dauðann. Hétu þeir þá á þá til sigurs í bardaga, eða til árs og friðar er þeir þurftu að þola harðindi og ófrið. Þannig hófst dýrkun goðanna (skv. kenningu Snorra) og að lokum er konungsins eða stríðsmannsins einungis minnst sem guðs. Hann taldi einnig að er þjóðflokkar börðust og aðrir hlutu sigur þá hafi þeir útskýrt það með því að guðir þeirra hafi sigrað guði hinna.

Sumarið 1218 sigldi Snorri frá Íslandi til Noregs. Þar heimsótti hann Skúla jarl um veturinn og Eskil Magnússon og konu hans Kristínu Njálsdóttur í Skara um sumarið 1219. Þau voru bæði skyld konungsættinni og gáfu Snorra góða sýn inn í sögu Svíþjóðar.

Snorri flæktist í misheppnaða uppreisn gegn Hákoni Hákonarsyni, konungi Noregs og var af þeim sökum veginn í Reykholti í Borgarfirði þar sem hann hafði búið lengst af.

Stytta af Snorra Sturlusyni eftir hinn norska myndhöggvara Gustav Vigeland var reist við Reykholt árið 1947.

Verk

Tenglar