„Ä“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
TjBot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: als:Ä
KamikazeBot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: ko:Ä
Lína 25: Lína 25:
[[it:Ä]]
[[it:Ä]]
[[ja:Ä]]
[[ja:Ä]]
[[ko:Ä]]
[[la:Ä]]
[[la:Ä]]
[[nah:Ä]]
[[nah:Ä]]

Útgáfa síðunnar 26. janúar 2013 kl. 23:46

Ä og ä [ɛː] er tuttugasti og áttundi bókstafurinn í finnsk-sænska stafrófinu. Ä er einnig notað í þýsku, finnsku, eistnesku og slóvakísku en er þó ekki talið eiginlegur bókstafur í þýsku.

Framburður

Ä er borið ætíð fram sem [æ] í finnsku; í sænsku og eistnesku er það ýmist [æ] og [ɛ], til dæmis í sænsku orðunum här [hæ:r] og väg [vɛ:g]. Framburður á bókstafnum ä samsvarar framburðinum á æ í dönsku og norsku.

Saga

Bókstafurinn Ä á uppruna í því að iðulega var skeytt saman A og E (sjá einnig Æ) í einn bókstaf til þess að spara pláss í latneskum miðaldahandritum. Þar sem skrifa átti ae var e-ið sett ofan á a-ið. Þetta var síðan einfaldað með því að setja tvo punkta í stað e-sins. Í sænsku (hvorki finnska né eistneska voru þá orðin ritmál) var bókstafurinn æ mun algengari en ä allt fram á 16. öld en fór síðan að snúast við undir þýskum áhrifum.