„Windows Vista“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
KamikazeBot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Færi pl:Microsoft Windows Vista yfir í pl:Windows Vista
Lína 88: Lína 88:
[[no:Windows Vista]]
[[no:Windows Vista]]
[[oc:Windows Vista]]
[[oc:Windows Vista]]
[[pl:Microsoft Windows Vista]]
[[pl:Windows Vista]]
[[pt:Windows Vista]]
[[pt:Windows Vista]]
[[ro:Windows Vista]]
[[ro:Windows Vista]]

Útgáfa síðunnar 26. janúar 2013 kl. 15:45

Windows Vista

Merki Windows Vista
ÚtgefandiMicrosoft
FjölskyldaMicrosoft Windows
KjarniNT 6.0.6001
LeyfiEULA
VefsíðaForsíða Windows Vista
Staða verkefnisFæst ekki lengur

Windows Vista er útgáfa stýrikerfisins Microsoft Windows. Áður en það var kynnt þann 22. júlí 2005, var það þekkt sem Longhorn. Þann 8. nóvember 2006 var stýrikerfið tilbúið og gefið út til fyrirtækja. 30. janúar var það gefið út til almennings. Útgáfan kom fimm árum eftir þá seinustu sem gerir það lengsta bil milli tveggja útgáfna af Windows. í Windows Vista er endurskrifaður NT-kjarni. Það er notendavænt stýrikerfi og búið er að bæta öryggi þess mikið miðað við hinar útgáfurnar af Windows. Þetta stýrikerfi er mjög stórt og tekur 15 gígabæt af hörðum disk og þess vegna er gott að vera með tölvu með 40 gígabæta stóran harðan disk eða meira, 512 megabæta vinnsluminni eða meira, minnsta kosti 1 Ghz örgjörva og meira en 62 megabæta skjákort. Vista inniheldur fjöldann allan af nýjum möguleikum, sumir bættu verulega notandaviðmótið, bætt leit, ný forrit eins og Windows DVD Maker og fleira. Vista eykur einnig samskipti véla í heimiliskerfinu og notar peer-to-peer tæknina sem gerir það auðveldara að deila skjölum og stafrænum hlutum milli tölva. Vista er einnig með útgáfu 3.0 af .NET Framework sem gerir forriturum auðveldara fyrir að skrifa forrit sem ekki byggja á Windows API.

Útgáfur

Windows Vista fæst í sex útgáfum, Windows Vista Basic, Windows Vista Home Basic, Windows Vista Home Premium, Windows Vista Business, Windows Vista Enterprise og Windows Vista Ultimate. Allar útgáfur nema Windows Vista Basic styðja bæði 32-bit (x86) og 64-bit (x64). Arftaki stýrikerfisins, Windows 7, kom á markað seinni hluta ársins 2009.

Þjónustupakkar

Microsoft gefur út reglulega þjónustupakka fyrir stýrikerfi sín til að kynna nýja eiginleika og bæta þeim.

Þjónustupakki 1

Fyrsti þjónustupakkinn var gefinn út af Microsoft þann 4. febrúar 2008, fyrir Windows Vista og Windows Server 2008 á sama tíma. Hann var í prufutíma í fimm mánuði.

Í skýrslu frá Microsoft sem gefin var út í lok ágúst 2007 var talað um þrjú bætingarsvið. Þau eru: traustleiki og geta, stjórnandareynsla og stuðningur fyrir nýja staðla og vélbúnaði.

Tengt efni

  Þessi Microsoftgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG