„Vestur-Noregur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Fjarlægi: diq:Norwec Rocawani
KamikazeBot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: diq:Norwecê Rocawani
Lína 29: Lína 29:
[[da:Vestlandet]]
[[da:Vestlandet]]
[[de:Vestlandet]]
[[de:Vestlandet]]
[[diq:Norwecê Rocawani]]
[[el:Δυτική Νορβηγία]]
[[el:Δυτική Νορβηγία]]
[[en:Western Norway]]
[[en:Western Norway]]

Útgáfa síðunnar 26. janúar 2013 kl. 07:33

Vestur-Noregur.
Í Vestur-Noregi er víða stórbrotið landslag. Aurlandsfjörður, Aurlandsvangen og Flåm.

Vestur-Noregur, Vesturlandið eða Vestlandið (Vestlandet) er vesturhluti Noregs, og nær yfir 4 fylki: Mæri og Raumsdal, Sogn og Fjarðafylki, Hörðaland og Rogaland. Vestur-Noregur er sá hluti Noregs sem er næstur Íslandi.

Vesturlandið er 58.582 ferkílómetrar að flatarmáli og þar bjuggu 1.253.610 manns 1. júlí 2009. Landshlutinn er í öðru sæti í Noregi með tilliti til mannfjölda (26,0%) og í þriðja sæti hvað flatarmál snertir (18,1%). Þéttleiki byggðar er 21,4 íbúar á ferkílómetra. Á Hörðalandi eru 37,7% íbúafjöldans, Rogalandi 33,8%, Mæri og Raumsdal 19,9% og Sogni og Fjarðafylki 8,5%.

Í Vestur-Noregi eru 121 sveitarfélög sem skiptast í 15 héruð. Það eru fjórar sýslur í Vestlandsrådet.

Stærsta borgin er Björgvin, og sú næst stærsta er Stafangur. Alls eru þar um 22 þéttbýlisstaðir með meira en 5.000 íbúa.

Aðrir landshlutar í Noregi eru Suður-Noregur, Austur-Noregur, Mið-Noregur (eða Þrændalög) og Norður-Noregur.

Tungumál

Vestur-Noregur hefur sérstöðu vegna þess hvað nýnorska er mikið notuð þar. Að vísu notar meirihluti íbúanna (56%) þá gerð norsku sem nefnd er bókmál og er það er ríkjandi í stærstu borgunum. Utan þeirra er nýnorska ríkjandi í Sogni og Fjarðafylki (97%) og Mæri og Raumsdal (54%), en á Hörðalandi og Rogalandi eru þeir sem nota nýnorsku í minnihluta (42% og 26%). Flest sveitarfélög í Sogni og Fjarðafylki, á Sunnmæri (nema í Álasundi) og Hörðalandi (nema í Björgvin, Askey og Odda) nota nýnorsku sem opinbert ritmál. Nýnorskan er einungis samræmt ritmál, talmálið er mjög breytilegt og skiptist í mállýskur eftir héruðum. Aðeins 13% þeirra sem nota nýnorsku búa utan Vesturlandsins.

Nýnorska líkist oft meira íslensku en bókmáls-norsku:

  • Bókmál: Jeg kommer fra Norge. Jeg snakker norsk.
  • Nýnorska: Eg kjem frå Noreg. Eg talar norsk.
  • Íslenska: Ég kem frá Noregi. Ég tala norsku.

Efnahagur og atvinnulíf

Í Vestur-Noregi er mjög blómlegt atvinnulíf, og stendur landshlutinn undir um 70% af þjóðarframleiðslu Norðmanna. Stafangur er höfuðborg olíuiðnaðarins í Noregi, en áður fyrr voru fiskveiðar og landbúnaður mikilvægustu atvinnugreinar í Vestur-Noregi.