„Konungsríkið Sardinía“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
TjBot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: ur:مملکت ساردینیا
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.2+) (Vélmenni: Bæti við: fa:پادشاهی ساردنی
Lína 24: Lína 24:
[[et:Sardiinia kuningriik]]
[[et:Sardiinia kuningriik]]
[[eu:Sardiniako Erresuma]]
[[eu:Sardiniako Erresuma]]
[[fa:پادشاهی ساردنی]]
[[fi:Sardinian kuningaskunta]]
[[fi:Sardinian kuningaskunta]]
[[fr:Royaume de Sardaigne]]
[[fr:Royaume de Sardaigne]]

Útgáfa síðunnar 20. janúar 2013 kl. 12:27

Kort af konungsríkinu Sardiníu frá 1839.

Konungsríkið Sardinía var konungsríki sem stóð þar sem nú er Norðvestur-Ítalía frá 1297 til 1861 þegar Ítalía var sameinuð. Ríkið var stofnað svo að segja úr engu sem sárabót fyrir Jakob réttláta konung Aragón eftir átök Angevína og Aragón um Konungsríkið Sikiley (sem meðal annars hafði leitt til sikileysku aftansöngvanna 1282). Með sérstakri tilskipun gerði Bónifasíus 8. páfi Jakob að konungi Sardiníu með licentia invadendi fyrir Sardiníu og Korsíku.

Konungar Aragón og Spánar (frá 1479) ríktu yfir konungsríkinu sem í reynd náði bara yfir Sardiníu. Við lok Spænska erfðastríðsins 1713 fékk hertoginn yfir Savoja, Viktor Amadeus 2., yfirráð yfir Sikiley. Spánn reyndi að leggja aftur aftur undir sig eyjarnar 1720 sem lauk með ósigri og friðarsamningum í Hag þar sem Viktor Amadeus fékk Sardiníu í skiptum fyrir Sikiley sem Austurríska keisaradæmið fékk. Konungsríkið Sardinía var síðan konungsríki Savojaættarinnar þar til við sameiningu Ítalíu að ákveðið var að Ítalía yrði konungsríki og óskað eftir því að konungur Sardiníu gerðist konungur Ítalíu.

Þrátt fyrir nafnið var stærstur hluti ríkisins í Fjallalandi og Savoja og höfuðborg ríkisins var Tórínó.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.